Föstudagur, 24. júní 2016
RÚV: hvort kysuð þið Trump eða Hillary?
Farsakennd frammistaða RÚV í opinberri umræðu hélt áfram í kvöld. Degi fyrir forsetakosningar lýðveldisins spurðu þáttarstjórnendur frambjóðendur hvort þeir kysu heldur Donald Trump eða Hillary Clinton sem Bandaríkjaforseta.
Hvaða erindi á slík spurning í umræðu forsetaframbjóðenda? Hvers vegna ekki að spyrja hver sé uppáhalds liturinn eða hvort frambjóðendur vilji heldur te eða kaffi?
„Enginn glæpur verið framinn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verið að eyða tímanum svo að Guðni Th. þurfi ekki að svara spurningunni hvort að hann skrifi undir útlendingalöginn sem að Ólafur Ragnar skilur eftir fyrir næsta forseta að annað hvort skrifa undir eða neita að skrifa undir.
Ef forsetinn verður Guðni Th. þá skrifar hann undir enda opin landamæra sinni, en ef forsetinn verður Sturla Jónsson, þá skrifar hann ekki undir og lögin fara í þjóðaratkvæði.
Sannir Íslendingar kjósa ekki opin landamæri og ESB sinnan Guðna Th. sem lítur niður á kjósendur sem ekki hafa háskólagráðu og telur þá ómentaðan lýð.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 24.6.2016 kl. 22:37
RÚV er til skammar, minnir mest á kosningaskrifstofu eða áróðursmaskínu en sjónvarp. Þessi spurning um forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum átta þeir sig ekki á því að það er annað land og kemur framboði til forseta Íslands ekkert við.
Ómar Gíslason, 24.6.2016 kl. 22:48
Mjög eðlileg spurning. En mikið ofboðslega var seinni hluti þáttarins skemmtilegri en sá fyrri.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 22:53
Dapurleg frammistaða spyrjenda, verður lengi í mynnum höfð. Fyrri hælfleikur var á skynsamlegum nótum. Rólegur og yfirvegaður. Seinni helmingurinn var algert rugl.. Elísabet Jökulsdóttir er æðisleg! Sturla hefði átt að vera í fyrri helmingnum.!
Látið hjartað ráða á morgun, já eða í dag, þannig lagað séð.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Bessastaðir bíða......eða hvað?
Halldór Egill Guðnason, 25.6.2016 kl. 00:40
Merkilegt að allir fjórir efstu í forseta-kapphlaupinu sögðust í Sjónvarpinu myndu kjósa Hillary Clinton! Davíð afsakast að vísu svolítið með því að hafa haft Clinton-hjónin sem gesti og viðmælendur, en annars hygg ég þessa hugsun margra Íslendinga vera beina afurð frá hinu sífellt framleiðandi áróðursbúi í Efstaleiti.
Hillary Clinton er ásamt Obama einhver svæsnasti fylgismaður fósturdeyðinga í Bandaríkjunum, allt fram í fæðingu barns!
En mér fannst misráðið af Davíð á kosningafundinum í Sjónvarpi í kvöld að nota ekki tækifærið til að minna á, að maðurinn við hliðina á honum, Guðni Th., var einn af þessum óspávísu Norður-Kóreu-HÍ-hrakfara-spámönnum varðandi það að semja ekki um Icesave!
Jón Valur Jensson, 25.6.2016 kl. 01:03
Jón Valur,nú þarf ég að horfa á umræðuna endurtekna,af því ég svaf hana af mér.En áður vil ég nefna að kjósendur,auk Guðna TH.,eru örugglega búnir að heyra um þessar misgjörðir hans sjálfs oft og mörgum sinnum.Davíð hefði verið legið það á hálsi að punda því á hann einu sinni enn. Ekki velkjast í vafa um að mér finnst þeir sem sviku þjóð sína í Icesave ættu að skammast sín og láta vera að bjóða sig fram til æðsta embættis fullvalda ríkis okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 25.6.2016 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.