Ísland breytist eftir Brexit

Evrópuumræðan er stærsta álitamál íslenskra stjórnmála á þessari öld. Afstaðan til ESB-umsóknar Samfylkingar og Vinstri grænna frá 16. júlí 2009 klauf þjóðina og var forsenda ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2013. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu útilokar að ESB-aðild verði á dagskrá íslenskra stjórnmála um fyrirsjáanlega framtíð.

Formleg og óformleg bandalög sem mynduðust eftir 16. júlí 2009 munu leysast upp. Pólitíska orkan sem fór í ESB-þrætuna fær útrás í öðrum viðfangsefnum. Utanríkismál víkja fyrir öðrum málefnum. 

Ísland er á þensluskeiði í efnahagsmálum og þeim fylgja vaxtaverkir, samanber umræðuna um innflutning á vinnuafli sem aftur tengist flóttamannaumræðunni. Verðbólga gæti náð sér á strik ef ekki tekst að finna jafnvægi milli skiptingar arðs fjármagns og launa.

Næstu misserin verður spurt um sjálfbærni efnahagsmála, hvort og hvernig við finnum milliveginn milli hagvaxtar og velfarnaðar. Þau pólitísku öfl sem veita trúverðugustu svörin við álitamálum um efnahagslegan vöxt annars vegar og hins vegar félagslega stöðu þjóðarheimilisins verða í mestri eftirspurn. Brexit geirneglir að sú umræða verður á forsendum fullvalda Íslands.


mbl.is Brexit: Hvað gerist næst?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband