Þjóðarstoltið upp - Guðni Th. niður

Guðni Th. Jóhannesson talaði niður þjóðarstolt Íslendinga þegar mest á reið, misserin eftir hrun. Hann gekk í lið með vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem  vildi samþykkja Icesave-samningana. Guðni Th. gerði lítið úr fullveldinu, sagði það ,,teyjanlegt hugtak" og studdi kröfuna um að stjórnarskránni yrði kollvarpað.

Þjóðarstolt Íslendinga er í hæstu hæðum eftir 17. júní og velgengni íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu. Þegar þjóðarstoltið fer upp, lækkar fylgi Guðna Th.

Guðni Th. nýtur þess enn að vera lægsti samnefnari ólíkra kjósendahópa. En það er löngu ljóst að það er ekki með stolti sem almenningur kýs frambjóðandann sem er á stöðugum flótta frá fyrri sannfæringu.

 


mbl.is Guðni enn efstur en fylgið minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð í fjórða sætið, til hamingju með það!

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 23.6.2016 kl. 12:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð grein, Páll, þú hittir naglann á höfuðið. Þessi ágæti málvinur minn hefur í allt of mörgu sýnt þann hug sinn, sem fellur einkum viðhlæjendum Jóhönnustjórnar vel í geð. En þá er um að gera að fela sem bezt þau ummæli hans, sem svipta hann bæði trausti og tiltrú í huga margra Islendinga.

Þú ert glöggur á að fiska upp þessi fráleitu ummæli hans mörg, það sama hef ég reynt að gera, og ef einhver heldur okkur tiltölulega einangraða í þessu, vil ég benda þeim hinum sama á snjallar greinar eftir Sigurð Oddsson verkfræðing (bráðvel gefinn mann og jafnan með vel rökstuddan málfutning í greium sínum) og Þórhall Arason framkvæmdastjóra, það eru greinar í Morgunblaðinu í gær, og ennfremur grein Tómasar Inga Olrich, fv. ráðherra og sendiherra, daginn áður. Þar eru mörg atriði, sem þola ekki dagsins ljós hjá ritstjórn Fréttabaðsins.

Aðferð ÞÖGGUNAR -- ekki umræðu -- er þess vegna það, sem Guðni og fylgimenn hans og fylgisfjölmiðlar hafa honum helzt til varnar!

En menn taka ekki ákvörðun á grunni upplýstrar umræðu, ef þeir í ábyrgðarlausri leti eða nízku láta sér nægja sitt Fréttablað og stopula ljósvakaþætti til að skoða rökin með og móti sínum frambjóðanda. Já, það er ábyrgðarmál að taka þátt í kosningu forseta Íslands.

Jón Valur Jensson, 23.6.2016 kl. 13:03

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þið hafið væntanlega tekið eftir því, að það birtist varla (eða bara alls ekki) ein einasta grein í Fréttablaðinu sem mælir með frambjóðandanum Davíð Oddssyni, enda er hann eini frambjóðandinn sem er einarður gegn óskamáli blaðsins og eigenda þess: inntöku Íslands í Evrópusambandið.

Jafnvel Halla Tómasdóttir er á skrá um félaga í öfugmælasamtökunum "Já Ísland!" - samtökum sem hafa ESB-jarðýturnar Benedikt Jóhannesson í Viðreisn og Jón Steindór Valdimarsson sem sína foringja!

Jafnvel enn lakari vitnisburður yrði það um Fréttablaðið, ef það stingur undir stól aðsendri, vel rökstuddri og þó kurteislegri gagnrýni á Icesave-afstöðu Guðna Th. En lengi skal blaðið reyna.

Jón Valur Jensson, 23.6.2016 kl. 13:15

4 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Páll eða Jón Valur. Það er mikið talað um að Davíð sé einarður gegn inngöngu í ESB eins og þú segir Jón Valur. Nú var ég að kíkja á heima- og facebook síðu framboðs Davíðs og og ég sé hann hvergi tala um ESB.

Hann talar um stjórnarskrána og segist alveg vera fylgjandi breytingum á henni.

Nú eru til ræður og greinar þar sem Davíð talar um að við eigum að skoða viðræður við ESB.

En getur þú bent mér á einhverstaðar þar sem Davíð segist muna berjast gegn viðræðum og inngöngu í ESB?

Ég er ekki að segja að það sé ekki til, ég bara finn það ekki....

En þar sem Davíð er þinn maður þá hlýtur þú að vera með link á þetta..

Snorri Arnar Þórisson, 23.6.2016 kl. 15:33

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

...og storkurinn kemur með börnin :)

This article shows that a highly statistically significant correlation exists between stork populations and human birth rates across Europe.While storks may not deliver babies, unthinking interpretation of correlation and p-values can certainly deliver unreliable conclusions.

http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/1467-9639.00013/abstract

 

signi¢cant correlation exists between stork

populations and human birth rates across Europe.

While storks may not deliver babies, unthinking

interpretation of correlation and p-values can

certainly deliver unreliable conclusions.

Haraldur Rafn Ingvason, 23.6.2016 kl. 17:51

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er nú meiri útúrsnúningurinn úr greinum Guðna. Það kemur hvergi fram í grein hans neins konar stuðningur við Icesave samningaa. Þú verður þá að vitna í þann hluta textans ef þú villt halda því fram. Hann sagði einfaldlega réttilega að aðstæður væru aðrar í Icesave deilunni heldur en var í þorskastríðunum og færði sannfærandi rök fyrir því. 

Það er líka þvæla að hann hafi verið að tala niður þjóárstolt Íslendinga. Hann var bara sem sagnfræðingur að benda á rangfærslur út frá sögunni í umræðum sem gengu í þjóðfélaginu á þeim tíma.

Og hvað varðar seinni greinina þá er hann ekki að gera lítið úr fullveldinu heldur benda á að menn væru ekki á eitt sáttir varðandi túlkum þess og einnig að það gæti verið munur á formlegu og raunverulegu fullveldi. Raunverulegt fullveldi snæýst um þær ákvarðanir sem menn geta raunverulega tekið formlgt fullveldi um þær ákvarðanir sem menn geta formlega tekið óháð því hvort það er raunhæft að taka þær. Í því efni nefnir hann það að sumir segi að þegar við þurfum í raun að fylgja ákvörðunum sem okkar helstu viðskiptaþjóðir taka ef við ætlum að halda áfram okkar viðskiptum við þær sem við erum háð þá aukum við í raun fullveldi okkar með því að auka möguleika okkar til að hafa áhrif á þær ákvarðanir. Þeta er bara staðreynd málsins sem ESB andstæðingar vilja þagga niður. 

Í þessu efni má nefna Breta en ein af rökunum fyrir því að þeir fari úr ESB snýst um að þeir þurfi þá ekki að fylgja öllum reglum ESB um merkingar á vörum og fylgja öllum þeirra stöðlum. Það ver í sjálfu sér rétt en eftir sem áður þurfa þeir að fylgja þeim öllum ef þeir ætla að selja framleiðsluvörur sínar á ESB markaði sem þeir ætl sér að gera með megnið af þeim. Og þá hafa þeir ekki lengur sömu möguleika til að hafa áhrif á það hvernig þessar reglur og staðlar eru.

Það er því ekkert sem kemur fram í þessum greinum sem gefa til kynna að Guði sé ekki stoltur Íslendingur eða hafi ekki alltaf haft íslenska hagsmuni í húfi við allar sínar ákvarðanir eða alla sína afstöðu til mála. Það fóls gríðarleg áhætta í því að hafna samnigum í Icesave málinu og það hefði getað kostað 500 til 1.000 milljarða skell fyrir íslenska ríkið niðurstaðan orðið á versta veg fyrir Ísland. Það að vilja ekki tala þá áhættu getur því ekki á nokkurn hátt talist svik við íslenskan málstað. 

Sigurður M Grétarsson, 23.6.2016 kl. 19:40

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Og hvað finnst ykkur Páli og Jóni Val um það að Davíð er að gera grín af mannfalli og þjáingum fólks í stríðinu í Írak þar sem hann ásamt Halldóri Ásgrímssyni settu Ísland á lista þjóða sem styddi stríðið.

Er þetta ekki hámark lágkúrunnar? Þetta sýnir allavega hvaða menn Davíð hefur að geyma sem hentar illa fyrir forseta.

http://kvennabladid.is/2016/06/23/david-oddsson-gerir-grin-ad-iraksstridinu/?fb_action_ids=10206953869106031&fb_action_types=og.comments

Sigurður M Grétarsson, 23.6.2016 kl. 19:48

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður það þýðir ekki að reyna að svara þessum mönnum, þeir eru innmúraðir og steinhöggnir í hatur sitt á Guðna, og hvað sem sagt er eða reynt að svara, þá er það eins og að reyna að skvetta vatni á kött.  Þeir nærast á þessu hatri.  wink

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2016 kl. 20:16

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þú meinar að skvetta vatni á önd/gæs Ásthildurwink En væru þeir kettir, myndu þeir hafa af sér vatnsskvettuna vegna steinrunnans. Látum bara dropan hola steininn, og þeir komast til vits og áracool 

Jónas Ómar Snorrason, 23.6.2016 kl. 21:45

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er alltaf sama viðkvæðið hjá ykkur Samfylkingasinnum allt er kallað hatur. 

Þótt bent sé á þá staðreynd að Guðni er Samfylkinga frambjóðandi. Þeim er ekki treystandi fyrir fjöreggi íslensku þjóðarinnar.   

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2016 kl. 22:13

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skrítið að segja að Guðni sé frambjóðandi Samfylkingainnar og þó hefur komið fram að allir helstu stuðningsaðilar og starfsmenn framboðs hans eru sjálfstæðismenn!

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.6.2016 kl. 23:00

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef verið fjarri vefnum síðdegis og í kvöld, er fyrst núna að sjá hið laklega ástand umræðunnar, enginn talandi hér af viti nema Helga samherji minn.

Ástþór dreifir ljótum, en yfrið heimskulegum áburði á Davíð, ber upp hann dráp þriggja og hálfrar milljónar manna! (Ætli hann hati Davíð?) Vitaskuld fer hann með fleipur eins og oftar. 

En ég horfði á þetta ágæta, fróðlega og skemmtilega myndband, en það er ALRANGT hjá SMG hér ofar, að Davíð hafi verið "að gera grín að mannfalli og þjáningum fólks í stríðinu í Írak," hann gerði hins vegar grín að víðáttuvitlausum LYGA-tilraunum Ástþórs um mannfalls-tölur: "þrjár og hálf milljón" sem Davíð var sagður hafa depið í Írak!!!

Það er enginn fótur fyrir þessum mannfalls-tölum, þótt öll árin 2003-2016 væru talin saman. Í reynd féllu rúmlega 6.000 manns í innrás Bandaríkjanna og fjölþjóðahersins 2003, en þá tóku við hjaðningavíg milli sjíta og súnníta, sem og á vegum al-Quaída (og á seinni árum ISIS-manna líka og með varnaraðgerðum gegn þeim, þ. á m. af hálfu Kúrda), með fjölda sprenguárása og fjöldamorða á almennum borgurum, og fórnarlömb ÞEIRRA HRYÐJUVERKA fóru hátt á annað hundrað þúsund fram á þetta ár.

Allt frá upphafi hefur Iraq Body Count fylgzt með öllum manndrápum þarna, sjá iraqbodycount.org/  þar sem segir : "Documented civilian deaths from violence: 159,843 - 178,611. Total violent deaths including combatants: 251,000." Þarna eru meðtalin fórnarlömb ISIS-samtakanna í Írak á seinni árum. Davíð átti engan hlut að máli.

Það er fráleitt að taka ábyrgðina á hryðjuverkum af herðum gerendanna sjálfra. Súnníti, sem fer inn í sjíta-mosku árið 2005 eða 2010 eða í dag og sprengir upp tugi manna (mörg dæmi eru um a.m.k. 100 látna í slíkum árásum á moskur), gerir það ekki segjandi við sjálfan sig: "Bandaríkin o.fl. ríki réðust inn í Írak 2003, þess vegna er mér nauðugur einn kostur, nánast sem róbót, að fórna lífi mínu til að drepa sem flesta óbreytta sjíta, já, líka konur og börn!"

Svo ættu vinstri mennirnir hér að horfa til miklu beinni og þyngri ábyrgðar Jóhönnustjórnar á loftárásum NATO á Líbýu. Ísland gat beitt neitunarvaldi gegn þeim árásum NATO, en Össur og vinstri stjórnin leyfðu það með atkvæði Íslands, að þesar loftárásir færu fram. Um 300.000 manns fórust í því borgarastríði í Líbýu 2011, þar sem flugherir NATO-ríkja höfðu mikil áhrif ti að tryggja endanlegan sigur uppreisnarmanna og dráp Ghaddafís.

Af þessu öllu hlauzt gríðarlegur flóttamannavandi og fyrsta flóðbylgja bátafólks yfir Miðjarðarhafið. Hafa okkar vinstri sinnuðu fjölmiðlar ekki "gleymt" ábyrgð Jóhönnustjórnar á þessum hörmungum? Er ástandið núna "betra" í Líbýu en undir Ghaddafí?

Af hverju er endalaust talað um ábyrgð Halldórs og Davíðs á innrásinni í Írak, sem þeir réðu þó engu um (hún hefði farið fram án samþykkis þeirra), en ævinlega og endalaust þagað um miklu meiri ábyrgð Össurar, Jóhönnu, Steingríms J. & Co. á loftárásum NATO á Líbýu, þótt vitað sé, að Ísland (og sú vinstri stjórn) gat beitt neitunarvaldi gegn þeim ?

Eru Jóhanna og Steingrímur, Össur, Katrínarnar báðar, Árni Páll, Oddný Harðar og Björn Valur kannski yfir sig hreykin af beinum hlut ríkisstjórnar þeirra í þessum loftárásum og hörmungum Líbýuþjóðar?

Jón Valur Jensson, 24.6.2016 kl. 00:17

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er eitthvað nýkomið til og sagt að Ástþór hafi fyrstur hreyft við því og þeir bendlaðir við Garðabæ. Hann var löngu "skírður" til frsetaframboðs áður en hann viðurkenndi það sjálfur. En við skulum nú sjá hvernig þjóðin kýs. Vitað er að langflestir vilja ekkert með ESB hafa,svona rétt eins og Bretar núna. Það gengur mikð á hjá mér núna lítill sem enginn tími á þessum vettvangi. En Maggi minn þú vilt ekki fara að ganga í þetta Evrópusamband,bjóddu þig frekar fram til þings og hjálpum stjórnvöldum að efla fulveldi Ísland. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2016 kl. 00:31

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigurður það langar engan til snúa út úr því sem Guðni segir ólíkt því sem þið gerið gegn Davíð.Tökum fullveldið;hver hefur nokkurn tíma heyrt mun á formlegu og raunverulegu fulveldi.Hafði hann íslenska hagsmuni að leiðarljósi varðandi Icesave? Hef áður rætt hér túlkun forsetaframbjóðanda Samfó á "Þorska stríðinu",það er ekki hægt að afsaka. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2016 kl. 00:54

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jónas að skvetta vatni á gæs, en það er samt skrýtið því ég til dæmis ól upp gæsarunga og hann var vitlaus í að synda í tjörninni minni, kötturinn aftur á móti forðast bæði vatnsslönguna og tjörnina smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2016 kl. 08:30

16 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Ég kannski tala ekki af viti að þínu mati en ég setti fram einfalda spurningu til þín og alhæfði ekki neitt. Gætir þú svarað spurningunni að ofan Jón Valur?

Snorri Arnar Þórisson, 24.6.2016 kl. 08:57

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Það skiptir ekki máli hver talan nákvæmlega er varðndi mannfall í Íral. Það að gera grín að þeim þjáningum sem átt hafa sér stað vegna árásar Bandaríkjamenna í Írak er ekki eitthvað sem heilvita menn gera. 

Hvað varðar afskipti NATO af Líbýu þá var þegar hafið borgarastríð þar með miklu mannfalli áður en NATO hóf afskipti af því. Stjórnvöld í LíbÝu réðust af mikilli hörku gegn uppreisnarmönnum og frömdu grimmileg fjöldamorð á þeim og óbreyttum borgurum á þeirra svæði. Það var það sem NATO taldi nauðsynlegt að stoppa af og það gerðu þeir. Það er alveg á tæru að það hfið orðið mun meira mannfall ef þeir hefðu ekki gert það. Það var því rétt akvörðun að fara þar inn því þó vissulega sé ástandið ekki gott þá væri það enn verra ef Gadafi væri þar áfram við völd.

Sigurður M Grétarsson, 24.6.2016 kl. 09:02

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helga Kristjánsdóttir. Muurinn á formlegu fullveldi og raunveruelgu fullveldi er munurinn á því að hafa forlegt ákvörðunarfeld um sín mál og raunveruelgt val. Oft geta ákveðnir valkostir leitt til það slæmrar niðurstöðu að menn hafa í raun ekki val um að taka þær ákverðanir. Þegar um er að ræða ríki eins og ísland sem er mjög háð viðskoptum við sínar nágrannaþjóðir þá er landið háð mörgum ákvörðunum sem þar eru teknar og verður að fylgja þeim vilji þeir enn hafa fullan aðgang að þeim mörkuðum. Það er því ekki raunverulegt val um að fylgja því ekki þó fullvalda ríki hafi formlegt val um slíkt. Í því efni getur viðkomandi ríki í raun haft meira um sín mál að segja með því að fara inn í skuldbindandi samstarf sem formlega fækkar valkostum en um leiðo eykur áhrif viðkomandi ríkis á þá ákverðanatöku sem það þarf hvort eð er að fylgja.

Það er þess vegna sem Íslamd muin í raun hafa meira um sín mál að segja með því að ganfa í ESB heldur en að standa þar utan þó vissulega fækki þeim ákvörðunum sem við Íslendingar getum formlega tekið meðan við erum þar inni.

Oft er gott að nota dæmi um einstaklinga til að útskýra þessa hluti. Tökum dæmi um mann sem er að kaupa sér íbúð og býðst lægti vextir af láininu sínu ef hann samþykkir að það sé sjálfkrafa dregið frá launum hans. Gefum okkur að það sé lðglegt að gera slika samninga. Vissulega minnkar forlegt fjárhagsleg sjálfræði hans við það því hann fær minna útborgað og missir þann valkost að nota ekki hluta launa sinna í að greiða af láninu heldur verja því í annað. En ef hann gerir það þá missir hann íbúðaina sína þannig að sá valkostur er í raum bara formlegur en ekki raumverulegur því hamm þarf að hafa heimili fyrir fjölskylduna sína. En af því að hamm borgar lægri vesti þá hefur hamm meira milli handanna velji hamm að láta draga frá launumum og því hefur hamm í raum meiri fjárráð velji hamm þann valkost þó formlega séu þau minni.

Sigurður M Grétarsson, 24.6.2016 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband