Mánudagur, 20. júní 2016
Brexit-áhyggjur Eíríks B. og RÚV
Fyrrum starfsmaður ESB, Eiríkur Bergmann, fær útsendingartíma hjá RÚV að lýsa áhyggjum af mögulegri úrsögn Breta á ESB-umræðuna á Íslandi.
Eiríkur starfaði í Samfylkingunni þegar ákveðið var að fara í ESB-leiðangurinn sem lauk snautlega þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gafst upp á aðlögunarferlinu áramótin 2012/2013.
Eiríkur og RÚV ættu fremur að líta til Noregs en Bretlands í leit að áhyggjum af stöðu ESB-sinna á Íslandi.
70,9% Norðmanna vilja ekki í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eiríkur Bergmann Einarsson var ekki aðeins beinn starfsmaður Evrópusambandsins sem sendisveitarmaður þess í Noregi og á Íslandi ("Head of Icelandic relations. Delegation of the European Commission to Iceland and Norway. Oslo. 2001 - 2002," segir í æviágripi hans á vef Bifrastarskóla), heldur er hann líka undanfarin mörg ár, sem Director of the Centre for European Studies in Iceland við Háskólann í Bifröst, óbeinn styrkþegi Evrópusambandsins, því að stofnun á meginlandinu, sem vinnur að því að sameina Evrópu (í ESB!) og er ugglaust með einum eða öðrum hætti á vegum ESB, hefur veitt ómælda styrki til þessa "Evrópufræðaseturs" á Bifröst, þar sem Eiríkur trónir yfir starfsliði og nemendum og tæpast með hlutlausri fræðslu!
Skreytni hans varðandi "stjórnlagaráðið" ólögmæta birtist svo ótvírætt hér á hans Full Curriculum Vitae hjá Bifrastarskólanum:
"Member of Iceland’s Constitutional Council. Appointed by the Icelandic Parliament (Alþingi) in March 2011 - on the bases [sic] of a national election held in November 2010. [Þar er rangt farið með, því að hann var sviptur kjörbréfi sínu eftir að þjóðaratvæðagreiðslan var úrskurðuð ógilt. (0g þá átti að endurtaka hana, skv. lögunum um stjórnlagaþing og almennum kosningalögum, en var ekki gert!) "Umboð" hans (ólögmætt) var aðeins frá 30 þingmönnum á Alþingi.] The Council has delivered to parliament a formal bill [sic!] for a new constitution for Iceland."
Merkilegt, að þessi maður er svo sífellt kallaður til sem hlutlægur (jafnvel hlutlaus?!) álitsgjafi hjá 365 og Rúv! Hve oft birtist hann þar á skjánum á ári hverju, árum saman? Og af hverju er ekki talað þar við fróðleiksmenn sem hafa aðra nálgun á málin og EKKI þennan ESB-bakgrunn?
Eru bæði sjónvarpsveldin fjarstýrð af ESB eða þeim stýrt af ESB-áhangendum? Hvert er svar þitt við því, minn gamli skólafélagi Bogi Ágústsson?
Jón Valur Jensson, 20.6.2016 kl. 14:44
Satt að segja skil ég ekki alveg þennan "HRÆÐSLUÁRÓÐUR" þeirra sem vilja hafa Breta innan ESB áfram. Hvað hafa menn fyrir sér í því að útflutningur muni minnka og þar af leiðandi þjóðartekjur,vöruverð hækka og lífskjör í Bretlandi muni almennt versna, gangi Bretar út? Minnir þetta ekki svolítið á það að Ísland átti að verða einskonar Kúba norðursins, ef ekki yrði gengið að Ices(L)ave samningunum? Þetta er, eins og ég sé það, nákvæmlega sama taktíkin.
Jóhann Elíasson, 20.6.2016 kl. 15:11
Nánar tiltekið var Eiríkur sendisveitarmaður framkvæmdastjórnar Evrópuambandsins (the European Commission, EC) í Noregi og á Íslandi, þeirrar sömu sem:
1) tók þátt í því með tveimur öðrum ESB-stofnunum (Seðlabanka Evrópu og ESB-dómstólnum sem hefur aðsetur í Lúxemborg) að dæma ríkissjóð Íslands greiðsluskyldan í Icesave-málinu síðla hausts 2008, í "gerðardómi" sem skipaður var, en Árni Mathiesen fjármálaráðherra hafði sem betur fór vit á að skipa ekki fulltrúa Íslands í, ella hefðum við legið í súpunni, bundin af niðurstöðu eða öllu heldur dómsmorði "gerðardómsins"! (Árni á skilið að fá Fálkaorðuna með gullkeðju fyrir vikið.)
2) Hin sama framkvæmdastjórn ESB þrýsti fast á Jóhönnustjórn að samþykkja Icesave-samningana, sem e.k. aðgöngumiða að ESB, og hélt áfram slíkum þrýstingi eftir það.
3) Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gafst enn ekki upp eftir synjun forsetans og tvær þjóðaratkvæðagreiðslur, þar sem ólögvörðum kröfum brezku og hollenzku ríkisstjórnanna var hafnað, heldur gerðist hún meðaðili þessara tveggja ríkisstjórna að lögsókn á hendur íslenzka ríkinu um greiðslu Icesave-krafanna (þrátt fyrir sína eigin tilskipun 1994/19/EC, sem gaf okkur allan rétt!) -- og þar tapaði hún málinu, en við stóðum uppi með pálmann í höndunum sem saklaus og ekki greiðsluskyld um eitt einasta penný! (Ekki óraði hinn ólesna álitsgjafa Guðna Th. Jóhannesson fyrir því, þegar hann var að fimbulfamba um Icesave-málið 2009 og enn 2011!)
4) Hin sama framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vann einnig mjög gróflega gegn bæði Íslendingum og Færeyingum í makrílmálinu, en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra stóð sig þar glæsilega, lét hvergi undan og verðskuldar aðra gullkeðju Fálkaorðunnar. En vitaskuld ráku þau Steingrímur J. og Jóhanna hann að lokum úr sinni óþjóðhollu ríkisstjórn!
Já, Eiríkur Bergmann var og er trúlega ennþá þjónn þessarar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sér er nú hver álitsgjafinn!
Jón Valur Jensson, 20.6.2016 kl. 15:11
"... og þar tapaði hún málinu," þ.e.a.s. the European Commission tapaði því fyrir EFTA-dómstólnum, þar sem hún hafði í óbilgirni sinni höfðað málið gegn okkur.
Jón Valur Jensson, 20.6.2016 kl. 15:16
Bretar eru fjórðu stærstu greiðendur til ESB, ef Bretar fara hver á þá að greiða þessar evrur? Er ekki hætt á að ESB endar í tæknilegu gjaldþroti.
Ómar Gíslason, 20.6.2016 kl. 17:58
Ómar, ESB ER tæknilega, siðferðilega, lýðræðislega og fjárhagslega GJALDÞROTA og hefur verið um nokkuð skeið.
Því er haldið gangandi vegna þess eins að báknið kringum þetta kerfi ver sjálft sig og nýtir vald sitt yfir peningaprentun á evrum í þeim tilgangi.
Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær þetta gengur ekki upp lengur og víst er að þær þjóðir sem nú standa að þessu sambandi munu tapa gífurlega á lokauppgjörinu. Bretar hafa nú tækifæri til að koma sér undan því lokauppgjöri og það tækifæri gefst þeim aldrei aftur.
Gunnar Heiðarsson, 20.6.2016 kl. 20:13
Það er eitt gott um raus Eiríks Bergmans, það er ekki einn einasti Breti sem heyrir í honum, en ef einhver væri svo ólánsamur að heyra rausið í Eirík Bergman þá skilja þeir ekki eitt einasta orð.
Ég opna Dóm Perigon kampavínsflösku til að samgleðjast Bretum að koma sér út úr ESB spillinguni í Brussel aðfaranótt föstudags.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 21.6.2016 kl. 04:14
Það mun hafa slæmar afleiðingar fyrir Bretland að ganga úr ESB.
Skotar,N-Írar og Wales er öllum illa við stjórnarfarið í Bretlandi eins og það var.
Hef það beint eftir viðræður við fólk frá þessum löndum að allt stjórnarfarið snúist um hagsmuni Englands meðan hinir sitji á hakanumm
Skotar kusu í fyrra að vera innan Bretlands og þar vó mest veran í ESB.
Ef Bretland kýs sig út þá mun Skotland fara í aðra kosningu um að segja sig úr sambandi við Bretland.
N-Írar fara á stað aftur að berjast fyrir sýnu sjálfstæði og munu beita hryðjuverkum ef England sleppir þeim ekki.
Wales mun örugglega fylgja í kjölfarið.
Held að þegar uppi verður staðið þá verði úrsögn Bretlands ekki endilega slæm fyrir Ísland og ESB heldur mun bitna verst á Englendingum....
Snorri Arnar Þórisson, 21.6.2016 kl. 12:06
Þú telur þig mikinn spámann, Snorri, og gott ef ekki hryðjuverka-spámann! Vona að þetta leggist ekki of þungt á sálina!
Jón Valur Jensson, 21.6.2016 kl. 20:06
Höfum við ekki heyrt Etta áður sem Snorri er að spá?
Íslandi átti að verða Kúba norðursins og jafnvel eins einangrað og Norður Kórea. Það vita allir heilbrigðir og vel hugsandi menn að það jafnast ekkert á við fullveldi þjóðar.
Oh, var það ekki einn af forsetaframbjóðendunum sem var með harmageddon spá ef Íslendingar mundu ekki samþykkja IceSave samningan, ooooh Guðni Th. dettur mér helst í hug.
Sannir Íslendingar kjósa ekki opin landamæri og ESB sinnan Guðna Th. sem lítur niður á kjósendur sem ekki eru með háskólapróf og telur þá ómentaðan lýð.
Kveðja fráHouston
Jóhann Kristinsson, 22.6.2016 kl. 02:19
Greinendur BBC eru sem sagt litlir spámenn í þínum huga Jón Valur.
Ertu að segja að það sé rangt að Skotar kusu sig inn í fyrra vegna ESB og munu örugglega fara í aðra kosningu ef UK yfirgefur ESB?
Er það rangt að N-Írar hafi beitt hryðjuverkum í sjálfstæðisbaráttu sinni?
Þetta er bara staðreyndir sem brexit liðar hugsa ekkert um...
Og Jóhann, Ísland hefur verið í ruslflokki frá hruni er fyrst nú 8 árum seinna að ísland er byrjað að skríða út úr því ástandi
Hættu svo þessum kjánalegu athugasemdum um að sannir Íslendingar gera ekki hitt og þetta, sérstaklega þegar þú sjálfur segist tala frá Huston.
Snorri Arnar Þórisson, 22.6.2016 kl. 08:09
Nei, það er ekki rangt að N-Írar hafi beitt hryðjuverkum í sjálfstæðisbaráttu sinni. Ég var ekki að andmæla því, heldur efast um gasafengin spádómsorð þín: "N-Írar fara á stað aftur að berjast fyrir sýnu [sic] sjálfstæði og munu beita hryðjuverkum ef England sleppir þeim ekki."
Ísland er fjarri því að vera "í ruslflokki", þótt Samfylkingarmenn tali landið og krónuna niður ... en með hvaða árangri? Hafa þeir ekki fyrst og fremst talað sjálfa sig niður með öllu neikvæðinu? -- komnir niður í rúml. 6% fylgi í sínum lökustu niðurstöðun í nýlegum skoðanakönnunum! Hvernig fer flokkur að því að hrapa svo langt niður úr 29,8% fylgi árið 2009? Gerðist það ekki með eigin afglöpum leiðtoga þess flokks? En ber nokkurs staðar á því, að þeir ætli að bæta sig og biðjast afsökunar á fyrri gerræðisverkum gegn þjóðinni, t.d. Icesve-málinu? Og stóð kannski Snorri Arnar Þórisson með vinstri stjórninni í því máli?
Jón Valur Jensson, 22.6.2016 kl. 12:30
Snorri,
USA ætti að vera í ruslflokki, en fyrirtækin sem þykjast vera að gefa lánshæfiseinkunnir þora ekki að gera það rétta af því að Ríkistjórn Óbummer sendir FBI á þá og dregur þá fyrir dómstóla og sektar þessi fyrirtæki fyrir billjónir dollara.
þannig að það er lítið að marka hvað lánshæfiseinkunn Moody's og önnur fyrirtæki gefa Íslandi, USA og öðrum löndum.
Sennilega verður forsetakosningunum seinkað eða gerðar ólöglegar af Hæstarétti, en af því að þú meintir mig á það, þá er þetta að verða síðustu tækifærin að minna sanna Íslendinga að kjósa ekki opin landamæri og ESB sinnan Guðna Th. sem lítur niður á kjósendur sem hafa ekki háskólagráðu og telur þá ómentaðan lýð.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 24.6.2016 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.