Nató stundar stríðsæsingu gegn Rússlandi

Eftir hrun Berlínarmúrsins byggði Nató, undir forystu Bandaríkjanna, upp hernaðarbækistöðvar í kringum Rússland, t.d. í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum. Rússar mótmæltu en á þá var ekki hlustað. Þegar Nató í samvinnu við Evrópusambandið hugðist gera Úkraínu að leppríki brugðust Rússar við og studdu rússneskumælandi uppreisnarmenn í austurhluta landsins og lögðu undir sig Krímskaga.

Bandaríkin og Nató stunda þann áróður að varnarviðbrögð Rússa séu liður í útþenslustefnu. Aðalritari Nató, Jens Stoltenberg, sakar Rússar um tilraunir til að nota hervald í pólitískum tilgangi. Fyrrum utanríkisráðherra Belga hvetur til harðari refsiaðgerða gegn Rússum og notar orðalag - friðþægingu - um Pútin Rússlandsforseta sem á millistríðsárunum var notað um misheppnaða stefnu gegn Hitler.

Hernaðaræfingar Nató á landamærum Rússlands kalla fram varnaðarorð frá þýskum stjórnmálamönnum. Utanríkisráðherra Þýskalands hvetur Nató til að hægja á sér í stríðsæsingunni og biður um friðsamlegri samskipti.

Íslendingar eru í Nató. Við höfum aldrei átt í erjum við Rússa og ættum að leggja lóð á vogarskálar friðar og taka vara á stríðsæsingarmönnum í Brussel og Washington.


mbl.is Segir Bandaríkin eina ofurveldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Alveg sammála þessu og vel orðað, Páll.

Elle_, 19.6.2016 kl. 15:41

2 Smámynd: Ármann Birgisson

Sammála Páll, góður pistill frá þér.cool

Ármann Birgisson, 19.6.2016 kl. 17:08

3 Smámynd: HOMO CONSUMUS

satt og rétt. þessvegna kemur ESB-aðild ekki til greina. 

þetta er spilltur vopnaklúbbur 

HOMO CONSUMUS, 23.6.2016 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband