Brexit, Trump og Píratar

Stuðningur við úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, er sömu ættar og stuðningur við forsetaframboð Donald Trump í Bandaríkjunum. Í báðum tilvikum rís almenningur upp gegn valdastéttinni, skrifar Anatole Kaletsky. 

Íslensku Píratarnir eru einnig mótmælaframboð gegn valdastéttinni, eins og hún birtist í starfandi stjórnmálaflokkum. Þó er nokkur munur á baklandi mótmælanna. Samkvæmt Kaletsky eru eldri kjósendur, vinnandi fátækir og lítt menntaðir, sem styðja Brexit og Trump. Þetta er hópurinn sem telur sig vera svikinn af elítu bankamanna og stjórnmálamanna.

Fylgi Pírata kemur einkum frá háskólafólki s.s. kennurum og ríkisstarfsmönnum sem áður kusu Samfylkinguna og Bjarta framtíð.

Píratar skera sig einnig frá Brexistum og Trumpurum með því að þeir eru ekki með neina sérstaka stefnu í stærri málum. Brexistar vilja Bretland úr ESB, Trumparar eru gegn viðskiptasamningum og báðir gegn innflytjendum. Píratar eru á hinn bóginn hlynntir innflytjendum, enda ógna þeir ekki hagsmunum háskólafólks. En að því slepptu sveiflast Píratar á milli sósíalisma og frjálshyggju, svona eftir því hvernig þeir koma frammúr á morgnana, eða öllu heldur hádegisbil.

Stjórnmálakerfið í Bretlandi og Bandaríkjunum er djúpt, óánægjan þar er afleiðing af langtímaferli, en á Íslandi er kerfið grunnt, breytingar gerast hratt. Sem sést á því að við fórum úr kreppu í velsæld á fáeinum misserum. Við kusum meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna yfir okkur 2009 en tortímdum þessum flokkum í þingkosningunum fjórum árum síðar. Kjörfylgi er í minni tengslum við hagsveiflur hér á landi en víða annars staðar.

Þegar öllu er á botninn hvolft eru Píratar pólitískir arftakar Jóns Gnarr og Besta flokksins, ef einhver skyldi muna eftir þeirri tvennu. Jóni Gnarr skaut upp á stjörnuhimin stjórnmálanna þegar kjósendur mótmæltu sjálfum sér og völdu borgarstjóra manninn sem lofaði ísbirni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Von Pírata um árangur í þigkosningunum er bundin við löngun þjóðarinnar að mótmæla sjálfri sér. Pólitík þeirra tekur mið af þeirri von - hún er hvorki hægri né vinstri, upp né niður, bara allt fyrir alla. Svona eins og Íslendingurinn á sjötta glasi í útlöndum.


mbl.is Fleiri vilja vera áfram í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þetta er góð færsla, Páll, sérstaklega síðasta málsgreinin.

Varðandi Brext, þá hefur Cameron skotið sjálfan sig í fótinn með að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr ESB á meðan hann sjálfur styður áframhaldandi veru í ESB. Ef Bretar sýna þann bleyðuskap að vilja vera áfram, þá hefur ekkert breytzt og helv. Þjóðverjarnir munu halda áfram að vaða yfir Breta með skítuga skóna. Þá hefur verið ver farið en heima setið og Cameron mun líta út eins og fífl.

Annars eru þjóðaratkvæðagreiðslur sér á báti þar í landi. Á áttunda áratugnum var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um skozka heimastjórn (devolution). Til þess að það yrði örugglega höfnun, setti ríkisstjórn Callaghans ósanngjarnar reglur um kosningarnar auk þess sem það var útbreitt svindl í gangi í sambandi við skráningu kjósenda.

Aztec, 18.6.2016 kl. 13:30

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Síðasta málsgreinin Aztec,þú kannast þá líka við hana. "Blaeððaur vi rúztum dvjöðs ztjornarskrárinni; hefum eggert me eda kjavda,ðing að gera"! Áfram Ísland

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2016 kl. 14:54

3 Smámynd: Aztec

Satt segirðu. Að breyta stjórnarskránni til þess eins að koma inn framsalsákvæði er bara fyllerískjftæði nytsamra aulabárða. Danska stjórnarskránni hefur ekki verið breytt síðan árið 1953, í henni stendur ennþá að kóngurinn geri hitt og þetta sem hann gerir auðvitað ekki sjálfur, heldur ráðherrar, en ekki var talin ástæða til að breyta þessu. Hins vegar eru aðstæður á Íslandi mjög frábrugðnar þeim í Danmörku og ef og þegar breyta á stjórnarskránni verður að vanda til verka og það má aldrei gera hana lakari en hún er í dag. 

Hvað sem auknum þjóðaratkvæðagreiðslum líður, þá er tvennt sem má aldrei gera:

a) afnema synjunarrétt forsetans

b) framselja, deila eða semja um fullveldi landsins

Eiginlega ætti að vinda ofan af þeirri aðför sem Alþingi gerði að stjórnarskránni árið 1995, þegar persónufrelsið var í raun afnumið með alls konar fyrirvörum (2. málsgr.). Tjáningafrelsið á að ósnertanlegt og má aldrei vera skilyrt. Þessa fyrirvara á að afnema. Hugsunin á bak við fyrirvarana var að sjálfsögðu að hægt væri að taka í taumana ef almenningi skyldi dirfast að vera ósammála ríkisstjórninni.

Aztec, 21.6.2016 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband