Ísland í bandi - um hagkvæmni fullveldis

Jón Sigurðsson skrifaði Ísland til sjálfstæðis með greininni Hugvekja til Íslendinga sem birtist í Nýjum félagsritum árið 1848. Jón greindi stöðu Íslands innan stórríkis Dana með þessum orðum. (Stafsetning leiðrétt)

Á þessu yrði sami galli og nú er, og hefir lengi verið, að málefni Íslands er ekki stjórnað svo mjög eftir því sem Íslandi er hagkvæmast, einsog eftir því, hvernig öllu hagar til i Danmörku. Danmörk teymir Island eftir sér í bandi, og skammtar því réttindi, frelsi og menntun eftir því, sem henni þykir hagkvæmast og bezt við eiga.

Jón var raunsæismaður á fullveldi. Hann taldi fullveldið forsendu að hér mætti þrífast lífvænlegt samfélag. Á 17. júní er hollt að minnast þess að án fullveldis værum í annarra bandi.


mbl.is Skyldug til að skila góðu búi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband