Tilfinningafótbolti

Fótbolti er handverk, eins og útskýrt var í BBC-settinu þar sem Shearer, Henry og Kompany greindu hvernig mörk eru skoruð og fjölluðu um skipulag liðs sem nær árangri.

Fótbolti er líka tilfinningar, bæði þeirra sem spila hann og ekki síður áhangenda.

Íslenska sjónvarpið mætti í umfjöllun sinni gera handverkinu betri skil en tilfinningavellunni, sem var yfirfljótandi í gær. Lágpunkturinn var þegar einn sjónvarpsþulurinn sagðist hafa verið í kjallara að borða, og horfði ekki á leikinn, en kom inn í útsendingu og sagðist hafa fundið húsið ,,nötra" þegar Birkir skoraði.

Umfjöllun um tilfinningar á kostnað handverksins eru sumpart skiljanleg. Þátttakan á Evrópumeistaramótinu er ígildi þriggja vikna þjóðhátíðar. En öllu má ofgera. Meiri fótboltapælingar en minni tilfinningavella, takk fyrir.


mbl.is „Tapsár? Erfitt líf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband