Launaskrið forstjóranna, höfrungahlaup á æðstu stöðum

Ofurlaun framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna sýna höfrungahlaup með forstjórum fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna. Það hlaup mun leiða okkur fram af bjargbrúninni ef ekki er gripið í taumana.

Lífeyrissjóðirnir eru ráðandi í íslensku atvinnulífi og geta með stefnumörkun haft áhrif á sjálfbæra launastefnu.

Lífeyrissjóðir ættu að gera kröfu um launavísitölu forstjóra sem myndi endurspegla launaþróun þeirra. Ef lífeyrissjóðir settu sem skilyrði fyrir hlutabréfakaupum að forstjóri og millistjórnendur tækju þátt í launavísitölunni yrði ekki vandamál að setja saman slíka vísitölu.

Launavísitala forstjórann myndi þjóna því hlutverki að fylgjast með launaskriði á æðstu stöðum og vera aðhald á forstjóragræðgi sérstaklega en einnig á innistæðulausar launahækkanir almennt.

Til hliðar við launavísitöluna ætti setja saman jafnlaunavístölu fyrirtækja sem mældi mun hæstu og lægstu launa. Jafnlaunavísitala upplýsti samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, hvort þau hygluðu stjórnendum á kostnað almennra starfsmanna.  Jafnlaunavísitalan myndi gagnast þeim mest sem búa við lægstu launin og auka samheldni samfélagsins.

Verkalýðshreyfingin verður að sýna frumkvæði í málinu enda borin von að Samtök atvinnulífsins geri það. SA fordæmir aðeins höfrungahlaupið á almennum vinnumarkaði, ekki á æðstu stöðum.

 


mbl.is Ólafía gagnrýnir laun Guðmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband