Mánudagur, 13. júní 2016
Vald frásagnarinnar - Breivik selur ekki í Orlando
Múslímskir harðlínumenn nota hryðjuverkið í Orlando til að sýna fram á mátt sinn og getu til að herja á háborg trúleysisins, Bandaríkin. Sá sem framdi voðaverkið var líklega einn að verki en gerði það í nafni spámannsins og það er nóg. Á bloggi, netmiðlum og samfélagsmiðlum munu harðlínumenn nota hryðjuverkið til að auglýsa trúarsannfæringuna að baki fjöldamorðunum.
Obama Bandaríkjaforseti virðist taka Breivik á þetta, segir sem svo að tilræðismaðurinn sé morðóður rugludallur sem fóðri morð með trúarsannfæringu. Faðir tilræðismannsins rennir stoðum undir slíka greiningu. Sá kynnir sig á You Tube-ræmum sem forseta Afganistan, hvorki meira né minna, segir Washington Post.
Breivik-lína Obama selur ekki. Ástæðan er sú að harðlínumúslímar og vaxandi hreyfing andstæðinga þeirra, sem Donald Trump er málpípa fyrir, styðja sömu frásögnina - að múslímatrú komi töluvert við sögu í ódæðinu í Orlando.
Hryðjuverk eða hatursglæpur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er í meira lagi undarlegt, ef kaldrifjað fjöldamorð á um fimmtíu einstaklingum telst ekki hryðjuverk. Skilgreiningaráráttan er komin út í skurð, í umræðunni um alls kyns ódæði og í sumum tilfellum orðin umsvifameiri en fagleg umræða og miðlun frétta af atburðunum sjálfum. Það er eflaust endalaust hægt að spá og spekúlera hve margir þurfi að vera myrtir, til að ódæði geti kallast hryðjuverk. Ef fimmtíu manns eru sprengdir í tætlur í Bagdad kallast það hryðjuverk. Öll manndráp af yfirlögðu ráði eru hryðjuverk. Hryðjuverk eru hatursglæpir. Að teygja lopann með umræðum og vangaveltum um skilgreiningu glæpsins er nánast kjánalegt.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.6.2016 kl. 00:27
Innantómir fræðimenn samtímans eru margir haldnir teygingar-áráttu. Þeir teygja og toga hugtök til að láta þau passa torgreindum hugarórum sínum og þykjast höndla sannleikann, með persónulegum skilgreiningum..
Upp í hugann koma Páll Skúlason (nefndur heimspekingur) og Guðni Thorlacius (nefndur sagnfræðingur). Guðni hefur unnið til alþjóðlegs athlægis með að teygja hugtakið »þorskastríð« sem búið er að vera 70 ár í notkun og samsvarandi heiti eru í öllum tungum heims.
Hér er ein útgáfa af þjóðníði Guðna, frá 2009:
»Og reynum svo líka að hætta að kalla þorskastríðin „einu stríðin sem Bretar hafa tapað". Þrátt fyrir hættustundir á miðunum voru þorskastríðin alls ekki stríð í hefðbundnum skilningi. Styrjaldir eru gjarnan skilgreindar sem átök þar sem minnst nokkur hundruð eða þúsund manns láta lífið og öflugum skotvopnum er beitt. Þjóðremba á kannski heima á íþróttavöllum og í Eurovision, en ekki í söguskoðun og stjórnmálum.«
Loftur Altice Þorsteinsson.
http://www.visir.is/icesave-og-sagan/article/2009595100893
Samstaða þjóðar, 14.6.2016 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.