Sunnudagur, 12. júní 2016
Vestrænn lífstíll og múslímar
BBC hefur eftir föður múslímska fjöldamorðingjans Omar Mateen að árásin í Orlando hafi ekkert með múslímatrú að gera. Þó gæti verið að Omar hafi sé tvo karlmenn kyssast á götu úti og það hafi verið kornið sem fyllti mælinn.
Mateen's father Mir Seddique told NBC News that the incident had nothing to do with religion, but may have been triggered by the sight of a gay couple kissing in Miami.
Það kemur út á eitt. Líkt og trú er kynhneigð á vesturlöndum einkamál hvers og eins. Múslímatrú fellst ekki á vestræna veraldarhyggju. Það er vandinn.
Sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mun vera lögð mikil áhersla á að reyna að sanna að þetta hafi ekkert með trú að gera. Orðið að ofan er að nefna aldrei orðið islam.
Ragnhildur Kolka, 12.6.2016 kl. 18:39
Það eru margir í Bandaríkjunum sem hatast við samkynhneigða. Ekki eru það allt múslimar, því fer fjarri. Fleiri eru kristnir ofsatrúarmenn.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2016 kl. 20:41
Já, þeir kunna vissulega að vera mun fleiri, Þorsteinn, en ofstæki þeirra þó sjaldnast sambærilegt við hatursstefnu ISIS-manna eða al-Qaída gegn vestrænu fólki. Alvörukristnir menn drepa ekki saklausa, þótt þess séu vitaskuld dæmin í ástríðuglæpum (crime passionel), þar sem menn missa stjórn á sér í geðsveiflu.
Jón Valur Jensson, 12.6.2016 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.