Einsetukonur og innfluttir ESB-galdrar

Til að skýra þá staðreynd að konur voru brenndar fyrir galdra í Evrópu en karlar á Íslandi er nærtækast að líta til tveggja atriða.

Í fyrsta lagi að einsetukonur þekktust ekki á Íslandi en voru algeng fórnarlömb galdraofsókna í Evrópu. Tortryggni var forsenda ásakana um galdra. Tortryggni beindist síður að konuhrói í íslenska torfbænum, sem bjó meðal manna, en einsetukerlingunni í útjaðri evrópska þorpsins.

Í öðru lagi eru galdrar innfluttir. ESB þess tíma, páfadómur, var að liðast í sundur og mótmælendur og kaþólikkar kepptust við að brenna villutrúarmenn. Stórtækustu galdrabrennumenn á Íslandi voru menntamenn sem ánetjuðust erlendri hugmyndafræði - líkt og ESB-sinnar samtímans.

Að skýra það að íslenskar konur voru síður brenndar en evrópskar með skorti á jafnrétti er álíka og að segja að helvíti sé betri staður fyrir karla en konur.

 


mbl.is Af nornabrennum og fóstureyðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er nokkuð mikið tíl í þessu Páll og kannski 100% rétt. Við flúðum í den og menntamenn náðu í það sem þeir héldu að við þurftum s.s. mannillsku ofl. 

Valdimar Samúelsson, 12.6.2016 kl. 11:47

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jafnrétti hafði ekkert með galdramál að gera. Galdramál hér voru rekin áfram af mönnum sem smitast höfðu af ofsóknaræðinu erlendis, fáum einstaklingum sem gátu gengið fram í þessum málum í krafti opinbers valds. Þetta er alveg rétt hjá þér.

Á rökfærslu þinni er hins vegar einn megingalli: Þú vilt meina að galdramálin hafi verið sprottin úr hugmyndafræði páfadóms, (og tekst auðvitað að koma ESB þar inn í, nema hvað). Þetta er hins vegar kolrangt. Galdrafárið var drifið áfram af mótmælendakirkjunni, ekki af kaþólsku kirkjunni. Þú verður því eiginlega að breyta aðeins skýringunni og halda því fram í staðinn að Lúther hafi verið upphafsmaður ESB wink

Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2016 kl. 12:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Galdramálin í Evrópu voru eftirhreytur af spænska kaþólska rannsóknarréttinum og nutu velþóknunar páfans í Róm.  Sem Lúther afneitaði!
Hér á landi voru þau ekki trúarleg nema að yfirskyni og notuð til þess að losna við keppinauta og andstæðinga. Með aðstoð sýslumanna en ekki presta!

Kolbrún Hilmars, 12.6.2016 kl. 17:25

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er alrangt, Kolbrún. Rannsóknarrétturinn var stofnaður til að fást við villutrú, ekki galdra. Megnið af galdrabrennum átti sér stað í löndum mótmælenda og galdrafárið átti sér fyrst og fremst rætur í strangri bókstafstrú mótmælenda og, að hluta, líklega, andófi þeirra gegn kaþólskri dýrkun hins kvenlega, sérstaklega Maríudýrkun. Dæmi: Á Spáni voru 100 brenndir fyrir galdra, Á Englandi 1000. Þarf frekar vitnanna við?

Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2016 kl. 20:58

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta meikar augljóslega sens hjá henni.  Mjög athyglisverður vinkill.  Þetta tengist þá feðraveldinu og baráttu þess við að halda konum niðri.  Því eins og fræðimaðurinn bendir á, þá lítur oft út fyrir að svokallaðar ,,nornir" útí Evrópu á M-öldum hafi einmitt viljað stjórna líkama sínu, ráða yfir honum.   Þetta virðist allt fá á sig sér-íslensk einkenni hér sem má m.a. merkja að því að hér voru aðallega karlar líflátnir fyrir galdra.  Og tengist þá því að réttur kvenna hafi ekki verið eins langt kominn hér og í Evrópu en eins og bent er á voru um 80% kvenna á Íslandi ólæsar á svipuðum tíma.  Allt mjög umhugsunarvert og talsverð trúverðug kennig.  Líka það sem hún bendir á, að það þótti gegn kristinni trú, að konur réðu yfir líkama sínum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.6.2016 kl. 21:18

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þorsteinn, ég sagði "eftirhreytur".  Góður árangur og aðferðir  rannsóknarréttarins var fyrirmynd.  Galdrar töldust að auki vissulega villutrú.

Kolbrún Hilmars, 13.6.2016 kl. 12:30

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nei Kolbrún, galdratrú átti sér ekki uppruna hjá rannsóknarréttinum. Galdratrúin átti sér þvert á móti rætur í fornum átrúnaði almennings. Kaþólska kirkjan viðurkenndi ekki einu sinni tilvist galdra lengst fram eftir öldum. Galdrar eru auk þess ekki villutrú. Þetta er tvennt gjörólíkt og var aldrei skilgreint sem eitt og hið sama.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.6.2016 kl. 14:18

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þorsteinn, þú misskilur mig viljandi.  Vægir sá sem vitið hefur meira.

Kolbrún Hilmars, 13.6.2016 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband