Kennarar og vantraustið á nærlýðræði

Sveitarfélög eru stjórnsýslustigið næst almenningi og þau reka grunnskólana. Veigamikil ástæða fyrir höfnun grunnskólakennara á nýjum kjarasamningum er vantraust í garð sveitarfélga.

Flestir kennarar eru íbúar þess sveitarfélags sem rekur skólann sem þeir starfa í og ættu að hafa beinni áhrif á stefnumótun sveitarfélagsins í menntamálum en t.d. framhaldsskólakennarar, sem heyra undir menntamálaráðuneytið.

Reynsla grunnskólakennara virðist vera að dyntir hvers sveitarfélags ráði ferðinni í túlkun kjarasamninga og það veldur tortryggni. Nálægð kennara við stjórnsýslustigið, sem kjaramál þeirra heyra undir, dregur ekki úr tortryggninni heldur þvert á móti eykur hana, sem segir all nokkra sögu um vankanta nærlýðræðis.

Kostir nærlýðræðis, samkvæmt kenningunni, er að það sé sveigjanlegt og lagi sig að aðstæðum. Ókostnirnir eru að nærlýðræði skortir meginreglur. Bæjaryfirvöld hafa sína hentisemi í útfærslu kjarasamninga og kennarar telja hagsmunum sínum ekki vel borgið hjá yfirvaldinu.

Vantraust grunnskólakennara á sveitarfélögum gefur tilefni til umræðu um kosti og galla nærlýðræðis.

 


mbl.is Kennarar treysti ekki sveitarfélögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband