Bjarni Ben, RÚV og hjónaband í helvíti

RÚV sýndi í gærkvöldi áróðursþátt gegn krónunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti af því tilefni inn færslu á fésbók sem fylgir hér að neðan.

Áróðurinn gegn krónunni byggir á þeirri forsendu að Íslendingar væru betur settir með evru í stað krónu. Í Bretlandi er umræða um hvort landið skuli halda áfram aðild að Evrópusambandinu. Einn þeirra sem tekur þátt í umræðunni, og vill að Bretar hafni ESB-aðild, er Roger Bootle. Hann vekur athygli á þeirri staðreynd að jafnvel þeir sem vilja Bretland áfram í ESB vilja alls ekki taka upp evruna.

Ástæðan er sú, segir Bootle, er að evran er hjónaband búið til í helvíti. Ábyrgaðlausir embættismenn í Brussel bjuggu til evruna í því skyni að þvinga fram pólitískan samruna Evrópuþjóða. Evran verður aldrei starfhæfur gjaldmiðill nema innan vébanda Stór-Evrópu, þar sem saman fer miðstýring ríkisfjármála og einn gjaldmiðill. Evran mun einfaldlega ekki standast sem gjaldmiðill án Stór-Evrópuríkis. Spurningin er aðeins hvenær og hvernig evran splundrast.

Ísland með sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna, stendur öllum evru-ríkjum framar í ríkisfjármálum af þeirri ástæðu að krónan endurspeglar íslenska hagkerfið; hún hækkar og lækkar í takt við íslenskt atvinnulíf. Krónan er ómissandi til að bregðast við aðstæðum hér á landi. Evran getur aldrei orðið slíkur gjaldmiðill.

Fésbókar færsla Bjarna Ben í tilefni af áróðursþætti RÚV um krónuna:

,,Það er sérstök upplifun að sitja hér á Alþingi í kvöld á sunnudagskvöldi þar sem við tökum stórt skref í átt til losunar hafta. Í matsalnum er hægt að horfa á þátt Ríkisútvarpsins um íslensku krónuna. Svo virðist sem mörg viðtöl í þættinum séu tekin fyrir einhverjum misserum, jafnvel árum, en að uppistöðu til voru viðmælendur með þann boðskap að krónan væri okkar bölvun.

Með öllu skorti á að sýna þann ávinning sem sjálfstæði í gjaldmiðilsmálum hefur fært okkur:

1. Samkeppnisstaða Íslands varð betri eftir hrun með veikari gjaldmiðli. Hinn valkosturinn hefði verið stórkostlegt atvinnuleysi.
2. Neyðarlögin hefðu verið óhugsandi án sjálfstæðis í gjaldmiðilsmálum og afar mikilvægt var að standa utan ESB og evru. Þetta var grundvöllur þess hvernig við tókum á föllnum fjármálafyrirtækjum.
3. Hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri í áratugi.
4. Hér er atvinnuleysi um 3%, hvergi lægra í Evrópu.
5. Við upplifum nú lengsta samfellda hagvaxtarskeið seinni tíma.
6. Skuldir ríkisins fara ört lækkandi.
7. Skuldir heimilanna hafa ekki verið lægri síðan fyrir aldamót.
8. Verðbólga er 1,6%.
9. Hér er umtalsverður viðskiptajöfnuður og gjaldeyrisforði mikill að byggjast upp.
10. Kaupmáttur launa hefur vaxið um 11% síðasta árið.

Ég spyr mig að því hvort hér hafi önnur hlið málsins verið dregin upp á Ríkisútvarpinu og næst komi þátturinn Hin hliðin."


mbl.is Hvað felst í aflandskrónulögunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Úr dagbókarfærslu Bjarna Benedikts:                                      "Svo virðist sem mörg viðtöl í þættinum

séu tekin fyrir einhverjum misserum,jafnvel árum" 

Metnaðarfullt framtak ríkisútvarpsins!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2016 kl. 13:42

2 Smámynd: Hrossabrestur

Það er með ólíkindum hvað þessi stofnun RUV kemst upp með einhliða áróður, og ótrúlegt hvað stjórnvöld virðast kjarklaus að fást við þetta lið sem þar veður óneitanlega uppi í einhliða áróðri og árasum á fólk sem ekki er ekki á sömu pólitísku línu.

Hrossabrestur, 23.5.2016 kl. 20:29

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Nú úr þvi að ég er her, þá er eðlilegt að þakka höfundi fyrir að ná markmiði sínu, að koma í veg fyrir, með,fulltingi ráðherra frelsisflokksins,að múlbinda starfsfólk RÚV. Vel gert Páll.

Að öðru, merkilegt hvað margir kjósa að pára hér í nafnleysi og öðrum feluleik.

liklega þora menn og konur ekki að koma hér undir nafni, enda skrýtin æfingastaður.

RÚV er flott.

Lengi lifi Guðni TH.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.5.2016 kl. 22:23

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er þá rökrétt að fullyrða að blessað Rúfið dregur ykkar taum Sigfús, annars værirðu ekki að dásama það?-- Það eru ótal ástæður fyrir leynd bloggara með heiti sitt,en þori að fullyrða að hræðsla við ykkur er alls engin ástæða. 

Hvað brennur svona á þér með ehv. múlbindingu starfsfólks RÚV?Játa fávísi mína í þeim efnum.

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2016 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband