Mbl: helmingur Austurríkismanna er öfgamenn

Blaðamaður mbl.is segir að helmingur austurrísku þjóðarinnar aðhyllist öfgahægristefnu og hafi andúð á innflytjendum.

Öfgahópar eru samkvæmt skilgreiningu litlir minnihlutahópar á jaðrinum. Þegar frambjóðandi fær 50 prósent atkvæða í forsetakosningum, líkt og Norbert Hofer í Austurríki, ekki hægt að kalla frambjóðandann og kjósendur hans öfgamenn með rökum sem halda vatni.

Blaðamaðurinn, sem skrifaði fréttina, ætti að koma hreint fram við lesendur og segja: ,,ég er þeirrar skoðunar að sá sem hefur aðra pólitíska skoðun en ég sé öfgamaður." Fréttir sem þessi blaðamaður skrifar ættu að vera sérmerktar: Fréttir fyrir góða fólkið.


mbl.is Öfgahægrimaður með forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Maðurinn sem þjóðverjar kusu yfir sig með 44% atkvæða árið 1933 var semsagt ekki öfgamaður heldur.  Bara mainstream framsóknarmaður þar á ferð samkvæmt rökum síðuhafa sem titlar sig blaðamann og kennara.  Sorglegt.

Róbert Björnsson, 23.5.2016 kl. 11:49

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála þér kæri Páll. Mikið til af blaðamönnum sem þarf að gjalda varhug við og gleypa ekki allt hrátt sem frá þeim kemur.
Það sem verrra er að þeir eru að búa til skoðanir og „sannleik“ hjá fólki sem ekki veit betur. Það er verulega slæmt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.5.2016 kl. 12:11

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mér finnst athygliverðara að "meðalhófs" fólkið sem var "er" við völd og blaðamaður virðist telja sig samsvara, virðist ekki skilja að ástandið er afleiðing þeirra eigin gjörða.

Þetta er eins og að saga í grein sem maður situr á en í stað þess að hætta að saga til að detta ekki þá er haldið undir hinn endan með lausu hendinni !!!

Guðmundur Jónsson, 23.5.2016 kl. 13:44

4 Smámynd: Einar Steinsson

Norbert Hofer á langa sögu í gælum við neo-nasista, sumir af hans eigin flokksmönnum hafa lýst honum sem "úlfi í sauðsgjæru" og áralangur vinur og samstarfsmaður Jörg Haiders heitins hefur sagt að Haider hefði örugglega ekki kosið hann. En hann hefur afskaplega vinalega framkomu og ljúfan talanda og það hefur aflað honum fjölda atkvæða.

Einar Steinsson, 23.5.2016 kl. 15:53

5 Smámynd: Jón Bjarni

Nei, það er ekkert athugavert við það að kalla mann sem er þekktur fyrir það að vera neo nasisti sé kallður hægri öfgamenn.. Góður Páll

Jón Bjarni, 23.5.2016 kl. 16:23

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón B

„HÆGRI“ ??  Veist þú ekki að  nasisminn er þjóðernissósíalistar??  Nafn flokksins bar það með sér alt eins og stefna þþeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.5.2016 kl. 17:16

7 Smámynd: Einar Steinsson

Predikari, ég trúi ekki að þú sért svona vitlaus, það er til frasi sem hljóðar einhvernveginn svona: "Það er ekki nóg að kalla það önd ef það lítur ekki út eins og önd, gengur ekki eins og önd, kvakar ekki eins og önd og flýgur ekki eins og önd". Nasistar eiga nákvæmlega ekkert sameiginlegt með sósialistum þó þeir hafi reynt að stela nafninu.

Einar Steinsson, 23.5.2016 kl. 18:05

8 Smámynd: Elle_

 Var það öfgavinstrimaður sem skrifaði þessa brengluðu frétt í mbl.is?

Elle_, 23.5.2016 kl. 18:30

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ES

Skoðaðu stefnuna þeirra og framkvæmd. Reyndu að taka hausinn upp úr sandinum!

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.5.2016 kl. 18:49

10 Smámynd: Einar Steinsson

Predikari, þú lest greinilega fræðin eins og Skrattinn vinur þinn Biblíuna, sem sagt afturábak. laughing

Einar Steinsson, 23.5.2016 kl. 19:02

11 Smámynd: Elle_

Prédikari skrifar viturlegar en þú.

Elle_, 23.5.2016 kl. 19:11

12 Smámynd: Jón Bjarni

Þið eruð ekki í lagi.. Hann er formaður flokks sem var stofnaður af nasistum á fimmta áratug síðustu aldar - Og hans eigin flokkur hefur oft kallað hann of öfgafullan.. Þú predikari hefur kannski samband við þáá NY Times og segjir þeim að að þeir viti ekkert um hvað þeir eru að tala?

http://www.nytimes.com/2016/05/24/world/europe/austria-presidential-election.html?_r=0

Jón Bjarni, 23.5.2016 kl. 22:26

13 Smámynd: Jón Bjarni

Hvaðan í ósköpunum hefur þú þá speki Predikari að Nasistar hafi verið sósíalistar? Þú trúir því varla að vegna þess að það stendur í nafninu þeirra þá flokkist þeir sem slíkir?

Grínlaust?

Jón Bjarni, 23.5.2016 kl. 22:31

14 Smámynd: Jón Bjarni

Er Norður Kórea þá lýðræðisríki því það stendur í nafninu þeirra?

Þegar þú ert búinn með NY Times þá kannski hefur þú samband við Wikipedia líka

https://en.wikipedia.org/wiki/Nazism

Jón Bjarni, 23.5.2016 kl. 22:36

15 Smámynd: Jón Bjarni

 Það eru svo margar spurningar sem brenna á mér að ég get ekki hætt.. 

Þú skrifar hér Predíkari : "Skoðaðu stefnuna þeirra og framkvæmd. Reyndu að taka hausinn upp úr sandinum!"

Getur þú vinsamlegast útskýrt það fyrir okkur sem sjáum ekki út fyrir sandi hvað það er í stefnu og framkvæmd Nasista sem gerir þá að sósíalistum?

Jón Bjarni, 23.5.2016 kl. 22:59

16 Smámynd: Elle_

Kemur þú nú með alhæfingar sem oftar: ÞIÐ eruð ekki í lagi.  Nei ÞÚ ert ekki í lagi. 

Elle_, 23.5.2016 kl. 23:38

17 Smámynd: Jón Bjarni

Elle... Maðurinn hélt því hér fram að Nasistar væru sósíalistar, það er einfaldlega rosalega fjarri öllum raunveruleika.. Þessi maður sem hér er um rætt er þjóðernissinnaður hægri öfgamaður og í flokki sem stofnaður var af nasistum.. 

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 00:02

18 Smámynd: Jón Bjarni

Og þið eruð ekki í lagi ef ykkur finnst sjálfsagt mál að slíkur maður skildi næstum því verða kosinn forseti í Austurríki.. 

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 00:03

19 Smámynd: Jón Bjarni

Og Elle.. þetta upprunalega "þið eruð ekki í lagi" vísaði í það að vinur þinn Predikarinn hélt því hér blákalt fram að Nasistar hefðu verið sósíalistar - þú síðan tókst undir vitleysuna í honum. Ég trúi því eiginlega varla að tvær fullorðnar manneskjur geti í alvöru ekki vitað það að nasistar hafi verið öfgasinnaður hægri flokkur.. Það tekur ykkur félagana ekki nema 2 sekúndna google leit að fá svarið við þessu..

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 00:13

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Spurt var á vísindavef H.Í. :

Hver er munurinn á þjóðernissósíalisma og nasisma?

Svar vísindavefs:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2693

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.5.2016 kl. 01:49

21 Smámynd: Jón Bjarni

Og hvað Predíkari?

Það breytir því ekki að sama hvort nafnið þú notar þá er um að ræða öfgastefnu til hægri

Tekið beint af Wikipediasíðunni sem ég var búinn að benda þér á

National Socialism (German: Nationalsozialismus), more commonly known as Nazism, is the ideology and practice associated with the 20th-century German Nazi Party and Nazi state as well as other far-right groups. Usually characterized as a form of fascism that incorporates scientific racism and antisemitism

Þú átt enn eftir að útskýra það hvað það er í stefnu og framkvæmd þeirra sem rímar við það sem við köllum sósíalisma í dag

Þú ætlær samt ekki í alvöru að fara þræta fyrir það að Nasistar séu öfga hægri flokkur?

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 08:20

22 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JB

Þú veist að menn eins og ég og þú og þaðan af lakari sem og klárari menn skrifa Wikipedia ?  Ég treysti betur dr. professor emeritus til að svara því , enda viðtekin venja og hefð vinstrimanna að kemnna nasismann og fasismann við hægri öfgar. Það er alrangt, og nafnið eitt og sér er skír vísbewnding í sjálfu sér. Þá er þjóðskipulag og stj´órnarhættir næsta vísbending og stefna flokksins.

Þessi Wikipedia síða þarfnast hreinsunar sem og hugur þinn sugljóslega. Þú verður að taka hausinn upp úr sandinum eða setja upp lesgleraugunog losa þig við viðtekna fordóma um málið meðal vinstri manna sem eru fullir af afneitun þar að auki..

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.5.2016 kl. 09:15

23 Smámynd: Jón Bjarni

Hvaða dr. professor emeritus sagði að nasistar væri ekki öfga stefni til hægri?

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 09:24

24 Smámynd: Jón Bjarni

https://en.wikipedia.org/wiki/Far-right_politics

Það er vísað í heimildir þarna.. 

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 09:27

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JB
að er sá sem skrifaði tilvitnaða grein hjá mér á vísindavef H.Í.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.5.2016 kl. 10:25

26 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JB

Þar sem þú ert ekki að fara að taka höfuðið upp úr sandinum verður hér sett in smá upprifjun handa þér. Þú munt að líkindum reyna að snúa út úr þessum sannleik eins og þér er tamt.

 

Þjóðernis Sósíalistar, Nasistar, börðust meðal annars fyrir eftirfarandi málum:

 

Þeir vildu banna vexti og fjármagnstekjur, því slíkt var álitið arðrán.

Börðust fyrir þjóðnýtingu fyrirtækja, og voru á móti allri einkavæðingu. 

Kröfðust þess að arði af stóriðnaði yrði dreift til almennings.

Þeir kröfðust þess að jarðir landeigenda yrðu teknar eignanámi, og engar bætur áttu að koma fyrir. Þetta skyldi gert í þágu heildarinnar, í þágu almennings. Nasistar, eins og aðrir vinstri öfgamenn, virtu friðhelgi eignaréttarins að vettugi. Það var ein af megin kenningum Karl Marx og Friedrich Engels að uppræta skyldi einkaeign, svo að ljóst er að félagar í Einsmálslandssölufylkingu hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðuna geta unað sér vel í nasistaflokknum.

Miðstýrðu þjóðfélagi með sterku ríkisvaldi.

Þegar nasistar komust til valda var efnahagslífið keyrt áfram með hagsmuni ríkisvaldsins í huga. Þeir þjóðnýttu af miklum móð. Ríkið átti að reka sem flest fyrirtæki. Einkaeignir voru gerðar upptækar í Þýskalandi eftir að Hitler komst til valda í stórum stíl, líkt og gert var í Sovétríkjunum þegar kommúnistar komust til valda og á Kúbu eftir hina sósíalísku byltingu þar svo dæmi séu tekin.

Menn ættu að sjá af framansögðu að það er algerlega út í hött að kalla nasista hægri öfgamenn. Þeir eru greinilega vinstri öfgamenn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.5.2016 kl. 10:33

27 Smámynd: Jón Bjarni

Það er ekkert í þessari grein á Vísindavefnum sem segir að nasistar séu ekki flokkaðir lengst til hægri Predíkari.. Það eina sem þessi grein fjallar um er að hugtakið þjóðernissósíalisti sé það sama og nasisti.. 

Ég veit ekki alveg í hvaða endurskrift á sögunni þú ert hérna en þýski nasistaflokkurinn þetta er útskýrt ágætlega:

The Nazi Party destroyed the political apparatus of the working class, broke the trade union movement, and handed the economy over to German capitalist monopolies. "Socialism" in the mind of the NSDAP involved either the SA's street fighting fantasy of a German nation recast in the image of the right wing worker; or, the NSDAP's central apparatus' conception of a pliant breeding nation. "Socialism" was for the NSDAP the forced mobilisation of the ethnic nation.

Many Germans at the time, particularly right wing Germans, associated these values with a Bismarkian right wing policy that had been called "Socialism," in the sense of state provided goods and services. To take political advantage of this feeling, the NSDAP named itself "National Socialist." The NSDAP did not hope for the abolition of capitalism, nor for workers' control.

In addition to this economic position, the NSDAP wished to reunify their imaginary German nation by force; impose a German order on Europe through war; and to eliminate their imaginary racial "other."

These combination of policies are considered "right wing."

Ordinary socialism, in the sense of workers' control of production, was considered left wing at the time.

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 11:19

28 Smámynd: Jón Bjarni

Og hvernig koma Karl Marx og Engels þessu við? Eru þeir einhverjir talsmenn nútíma sósíalisma? Voru þeir ekki kommúnistar?

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 11:24

29 Smámynd: Jón Bjarni

Og hvernig koma kommúnistarnir Marx og Engels þessu við - eiga þeir eitthvað skylt við það sem við allavega hér á norðurlöndunum köllum sósíalisma?

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 11:35

30 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta átti ekki að koma tvisvar

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 11:35

31 Smámynd: Elle_

Kommúnismi, nazismi og sósíalismi eru allt alræðisstefnur og öfgavinstristefnur.  Forsjárhyggjustefnur gegn eintaklingsfrelsi og lýðræði. 

Elle_, 24.5.2016 kl. 12:42

32 Smámynd: Jón Bjarni

Ertu að segja að það stjórnarfar sem hefur orðið til á norðurlöndum t.d. og er kallaður Sósíalismi sé öfgavinstristefna í átt við nasisma og kommúnisma?

Mig langar að spyrja þig að einu, eitt helstu stefnumál nasista var þjóðernishyggja, þýskaland fyrir þjóðverja og allt það.. Er það eitthvað sem þér finnst ríma vel við t.d. stefnu vinstrimanna á Íslandi? Nú eða stefnu Norðurlandanna almennt í málefnum útlendinga..

Ef til væru nasistaflokkar á Norðurlöndunum í dag, væru þeir þá samstíga hefðbundnum sósíalískum flokkum landanna hvað varðar t.d. hugmyndafræði?

Er þetta eitthvað sem þú ætlar í alvöru að reyna halda hér fram?

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 13:58

33 Smámynd: Jón Bjarni

Hér er skilgreining á öfga hægri stefnu

Far-right politics commonly include authoritarianism, anti-communism, and nativism. Often, the term "far right" is applied to neo-fascists and Neo-Nazis, and major elements of fascism have been deemed clearly far-right, such as its belief that supposedly superior people have the right to dominate society while purging allegedly inferior elements, and—in the case of Nazism—genocide of people deemed to be inferior

Vísað er í eftirfarandi heimildir

Hilliard, Robert L. and Michael C. Keith, Waves of Rancor: Tuning in the Radical Right (Armonk, New York: M.E. Sharpe Inc., 1999, p. 43

Jump up ^ Carlisle, Rodney P., ed., The Encyclopedia of Politics: The Left and the Right, Volume 2: The Right (Thousand Oaks, California, United States; London, England; New Delhi, India: Sage Publications, 2005) p. 694.

Jump up ^ Horst, Junginger, "The Study of Religion Under the Impact of Fascism" in Numen Book Series, vol. 117 (Brill, 2008) p. 273.

Jump up ^ Griffin, Roger: "The Palingenetic Core of Fascism", Che cos'è il fascismo? Interpretazioni e prospettive di ricerche, Ideazione editrice, Rome, 2003 AH.Brookes.ac.uk

Jump up ^ Stackleberg, Rodney Hitler's Germany, Routeledge, 1999, pp. 3–5

Jump up ^ Eatwell, Roger: "A 'Spectral-Syncretic Approach to Fascism', The Fascism Reader, Routledge, 2003 pp 71–80 Books.google.com

Jump up ^ Woshinsky, Oliver H., Explaining Politics: Culture, Institutions, and Political Behavior (Oxon, England; New York City, United States: Routledge, 2008) p. 156.

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 14:06

34 Smámynd: Jón Bjarni

Verð að viðurkenna að mér er fullkomlega fyrirmunað að skilja hvernig mönnum dettur í hug að reyna spyrða Nasisma saman við einhverja hefbunda sósíalíska stefnu eða vinstri stefnu yfir höfuð

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 14:13

35 Smámynd: Elle_

Nei ég sagði að það væru allt alræðisstefnur og forsjárhyggujustefnur og öfgavinstristefnur, en fullyrti ekki að það væri allt nákvæmlega það sama.  Islam er líka alræðisstefna og forsjárhyggjustefna og öfgastefna, með miklu ofbeldi og trúarrugli, en ekki dytti mér í hug að kalla það vinstri-neitt.

Elle_, 24.5.2016 kl. 15:26

36 Smámynd: Elle_

Þ.e. stefna Islamista.

Elle_, 24.5.2016 kl. 15:27

37 Smámynd: Jón Bjarni

Það breytir því ekki Elle að Nasismi, er og hefur alltaf verið kallað öfga hægri stefna.. Og er í raun notuð sem sýnidæmi um slíka stefnu.

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 15:39

38 Smámynd: Jón Bjarni

Nasistaflokkurinn er kennslubókardæmið sem vísað er í þegar verið er að lýsa öfga hægri stefnu..

Jón Bjarni, 24.5.2016 kl. 15:39

39 Smámynd: Borgþór Jónsson

Vandamálið er að það er búið að rugla svo mikið með þetta hugtak, Nasisti.

Að mati Evrópusambandsins og þeirra fylgenda eru þeir sem spássera um í Úkrainu með fánaborgir úr stílfærðum hakakrossum,brenna fólk inni og stunda greftranir í stríðsbúningum SS sveita ,ekki nasistar heldur föðurlandsvinir.

Þeir sem eru andsnúnir ESB eru hinir nýju nasistar í þeirra augum.

Þeir sem aðhyllast gömlu skilgreininguna á nasistum lenda svo í vandræðum þegar reynt er að ræða málefnið. 

Borgþór Jónsson, 24.5.2016 kl. 19:10

40 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það virðast reyndar vera að gerast undarlegir hlutir í Evrópu.

ESB virðist vera að taka nasisma í sátt.

Merkin um þetta eru augljós í Úkrainu þar sem nasistar starfa í skjóli ESB bæði í hernum  og þinginu.

Svo er annað nýlegt dæmi sem er öllu léttvægara,en sýnir samt hvert hugurinn stefnir.

Þetta e Eurovision.

Þar eru Krím Tatarar hafnir til skýjanna og þeim gefin undanþága frá banni við pólitískum textum í keppninni.

.

Það er látið eins og saga Krím Tatara hafi hafist árið 1944.

En hvar voru Krím Tatarar árið 1941-2-0g þrjú.

Þá voru þeir í SS sveitum Þýskalands eftir að hafa hlaupist á brott úr Rauða hernum.

Þeir smöluðu líka saman Slövum og sendu í þrælkun til Þýskalands 120.000 manns, 2% áttu afturkvæmt.

Þeir drápu líka um 100.000 Slava þar fyrir utan á heimilum sínum.

Þeir sem voru ekki uppteknir við þessi atriði ráku útrýmingabúðir fyrir Slava kallaðar RED þar sem voru myrt um 15.000 manns.

Eitt af því sem skýrir þessi litlu afköst var að þeir voru að dunda sér við að drepa fólk á sem kvalafyllstan hátt.

Uppáhaldið þeirra var að setja lítinn hóp fólks inn í búr úr gaddavír ,hella svolitlu bensíni yfir og kveikja í.

Áhrifin voru tvöföld,fólkið brann í rólegheitum en tætti sig inn að beini þegar það kastaði sér á gaddavírinn til að komast undan eldinum.

Það sem gilti hér var að hafa nógu mikið af olíu til að brenna fólkið ,en nogu lítið til að fólk brynni ekki of fljótt og hægt væri að njóta þess að fylgjast með því á gaddavírnum.

.

Mjög svipaðan kvalalosta sjáum við hjá frændum þeirra í ISIS enda eru Krím Tatarar Tyrkneskir Muslimar sem yfirtóku Krímskaga upp úr 1200. 

.

Þetta gleymdist alveg að minnast á í hátíðardagskrá Eurovision en látið sem svo að Stalin hafi bara vaknað illa einhvern daginn og ákveðið að flytja alla Tatara.

.

Þetta eru nýju hetjurnar okkar í hnotskurn ,en blóði drifin saga þeirra nær í raun aftur til 1200 ,með hléum.

.

Ég hef oft undrast sjálfsstjórn Rauða hersins eftir að þeir höfðu barist í átt til Berlinar í hálft annað ár og á hverjum degi farið framhjá þorpi sem var búið að brenna til grunna og drepa alla íbúana,16 milljónir ,að þeir skildu ekki lífláta alla Tatara þegar þeir sáu hvað þeir höfðu gert á Krím á meðan á hernáminu stóð.

.

Það virðist því miður vera að þeir sem stjórna ESB hafi glatað öllu siðferði.

Borgþór Jónsson, 24.5.2016 kl. 20:03

41 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JB

Þrátt fyrir að hafa sýnt þér að stefna og gerðir nasista eru þær sömu og annarra sosíalista og í andstöðu við stefnu hægri flokka þá berðu höfðinu við steininn. Nasistar eru sósíalistar alveg sama hvað þú reynir. Allt annað tal er aróður og það mjög ómerkilegur.

Ég vissi, eins og ég nefndi fyrr, að það væri tímasóðun að sýna þér þetta. Þú segir að svart sé hvítt alveg sama þó hið svarta blasi við öllum nema ykkur vinstrimönnum sem ólmir hafið frá lokum heimsstyrjaldarinnar siðari reynt að sannfæra almenning um að nasismi hafi verið hægri stefna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.5.2016 kl. 21:23

42 Smámynd: Elle_

Rökrétt Predikari, það er nefnilega nákvæmlega ekkert hægri-legt við stefnu þeirra.  Það þýðir bara ekkert að ræða við þann sem segir alltaf að hvítt sé svart.

Elle_, 24.5.2016 kl. 21:39

43 Smámynd: Elle_

Það er ekki nóg að halda fram að stefnan hafi alltaf verið kölluð hægriöfgastefna með engri skýringu.  Það segir ekki neitt og orðið alltaf þarna er líka hæpið.

Elle_, 24.5.2016 kl. 22:11

44 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Elle

Hárrétt hjá þér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.5.2016 kl. 22:39

45 identicon

Kannski sögukennarinn sem heldur þessa síðu vilji gefa sitt álit á því hvort Nasismi hafi verið vinstri eða hægri stefna á sínum tíma?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.5.2016 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband