Breskar sjávarbyggðir tapa á ESB-aðild

Um aldamótin síðustu voru um 80 til 100 togarar gerðir út frá Appledore og héraðinu þar í kring á suðvesturhluta Englands. Nýverið var síðasti togarinn seldur þaðan. Togarar frá meginlandi Evrópu sópa upp afla í breskri landhelgi.

Evrópusambandið stjórnar fiskimiðum aðildarríkja sinna. Fiskveiðistefna ESB hefur leitt til þess að breskir bátar misstu aðgang að fiskimiðum sínum og útgerðirnar lögðu upp laupana, segja viðmælendur blaðamanns Guardian, sem heimsótti Appledore nýverið.

Bretar greiða í næsta mánuði atkvæði um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Íbúar sjávarbyggða eru líklegri en aðrir til að hafna aðild að sambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband