Guðni Th. í gær og Guðni Th. í dag

Guðni Th. í gær talaði niður fullveldið til að mýkja andstöðuna við ESB-aðild. Hann sagði til dæmis:

Enginn dregur þó í efa að aðild að sambandinu fylgir framsal á fullveldi. Formlegt sjálfstæði minnkar. Er það þess virði? Eykst velmegun í staðinn? Eykst kannski raunverulegt sjálfstæði? Um þetta og margt annað er auðvitað deilt en sjálfstæði er teygjanlegt hugtak og háð aðstæðum á hverjum tíma, hvað sem hver segir.

Í dag sækist Guðni Th. eftir forsetaembætti fullvalda Íslands og talar ekkert um að sjálfstæðið sé ,,teygjanlegt".

Guðni Th. í gær gerði lítið úr baráttu Íslendinga í landhelgisstríði við Bretland og bar út íslenska sjómenn sem fórnuðu lífinu í seinni heimsstyrjöld. Þetta gerði Guðni Th. til að þóknast málflutningi vinstristjórnar Jóhönnu Sig. sem reyndi að gera landið að ESB-ríki undir slagorðinu ,,Ísland er ónýtt".

Í dag sækist Guðni Th. eftir umboði að tala máli þjóðarinnar á erlendum vettvangi og þarf að þykjast stoltur af sögu lands og þjóðar.

Guðni Th. í gær studdi versta alþjóðasamning lýðveldissögunnar, Svavars-samninginn í Icesave-deilunni. Í stað heiðarlegs uppgjörs við dómgreindarleysið býr Guðni Th. til blekkingarvef um að skoðun sín á Svavars-samningnum hafi ekki skipt máli.

Í dag vill Guðni Th. meina að hann sé maður orða sinna og hafi skoðanir sem skipti máli.

Við vitum hvernig Guðni Th. var í gær og hvernig hann er í dag. Byggt á þeirri vitneskju er ekki heppilegt Guðni Th. fái í bráð lyklavöld á Bessastöðum.

 

 

 


mbl.is „Skemmtilegasti þáttur kosningabaráttunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er sumsé ljótt að nálgast mál með opnum huga, hugsa og segja sannleikann, jafnvel þótt hann sé stundum óþægilegur. Þeir einir eru marktækir sem hengja sig í rangar staðhæfingar og urra þegar einhver nálgast sem hefur efasemdir um þær.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.5.2016 kl. 11:06

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er staðreynd að raunverulegt fullveldi Íslands eykst við ESB aðild og einnig batna lífskjör almennings. Er eitthvað að því að segja það eða jafnvel styðja að farin sé sú leið? Eru þeir ekki frekar vafasamir í forsetaembættið sem eru á mnóti því að Ísland taki þannig átt í samstarfsvettbvandi fullvald og sálfstæðra lýðræðisríkja í Evrópu og bæti þannig lífskjör almennings og auki áhrif Íslands á þróun mála í sínum heimshuta?

Sigurður M Grétarsson, 22.5.2016 kl. 11:33

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SMG

Þú leggur enn lykkju á leið þína til að geta farið með staðlausa stafi og ósannindi.
Hefur þú skoðað til viðbótar því sem vitað er um fullveldisafsal í stjórnarskrá ESB hvað bretar segja um stórskert fullveldi sitt vegna aðildar þeirra að ESB?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.5.2016 kl. 12:02

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þetta er einkennilegur umræðugrundvöllur sem á sér stað hér. Er ekki öllum ljóst, að Forseti hefur ekkert með ESB að gera, bara akkúrat EKKERT! Að bendla Guðna Th. inn í þessa umræðu er í besta falli til þess gerð, að ala á ótta við þann ágæta mann. Málefnið er svo fáránlegt, að höfundur þarf virkilega að fá greitt fyrir slíka umfjöllun. Síðan er það predikarinn(JVJ) sem kemur sí og æ upp um sig, sem ómerkilegasta persóna bloggsins í dag. 

Jónas Ómar Snorrason, 22.5.2016 kl. 13:12

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JÓS

Þú ert í flokki með SMG augljóslega. Ykkur er fyrirmunað að fara með satt mál, sér í lagi ef þið eruð að fegra vinstriarminn eða koma höggi á einhvern miðju- eða  hægrimann.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.5.2016 kl. 13:30

6 Smámynd: Hörður Þormar

Með allri virðingu fyrir Davíð Oddssyni, þá veit ég ekki betur en að hann, ásamt Jóni Baldvin Hanníbalssyni, hafi staðið fyrir inngöngu Íslands í EES, sem kostaði svo mikið fullveldisafsal að a.m.k.jaðraði við stjórnarskrárbrot.

Hörður Þormar, 22.5.2016 kl. 16:35

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Predikari(JVJ), þú hefur fullt leyfi til þess að gera þig aumkunarverðan, en að vera sífellt að bása fólk eins og fé í réttum, gerir þig hlægiælegann. Hafðu þetta hugfast!

Jónas Ómar Snorrason, 22.5.2016 kl. 20:08

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikið er eg feginn að þú ert hér til staðar, predikari, þegar engir aðrir fullveldissinnar láta sjá sig til að stinga upp í þessa innlimunarsinna, fyrir utan vitaskuld hann Pál okkar. Þessir pjakkar, SMG og Jónas, eru hér með sinn gamalkunnuga blekkingarboðskap; SMG þar eldri í hettunni, er sem fyrr ósvífinn; Jónas hins vegar klaufalegri og klossaðri og kann sig ekki í almennri umræðu og lýgur því t.d. hér, að ég sé þú!

Jón Valur Jensson, 22.5.2016 kl. 20:19

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Enn og aftur kemur heimskan þér um koll JVJ. þegar ég segji að þú sért þessi predikari(þitt dulnefni), þá er ég ekki að ljúga, ég er að segja að þú samsmamar þér við þann áróður, skrifar líkt, ert dusilmenni. Telur þig kristinn, en ert andkristinn, hættulegur umhverfi þínu, því skoðanir þínar mótast einungis af hentisemi!

Jónas Ómar Snorrason, 22.5.2016 kl. 21:31

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jónas þessi sparar ekki stóryrði sín, en þeim mun kjaftforari sem hann verður og skeytir minna um að fylgja reglum venjulegs fólks um sæmilega skynsaman búning orða sinna, að ekki sé talað um sönnunarskyldu fyrir gæfralegustu fullyrðingum, þeim mun minna vægi hafa vitaskuld orð hans í hugum normal fólks. Svona ofurmælasnúðar enda á því að koma sér út úr húsi í almennri umræðu og án þess að nokkur sakni þeirra.

Jón Valur Jensson, 22.5.2016 kl. 21:43

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

glæfralegustu !

Jón Valur Jensson, 22.5.2016 kl. 21:46

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hörður það er rétt hjá þér með EES innleiðingu.En! Enginn flokkur er nægjanlega sterkur til þess að mynda ríkisstjórn einn og sér. þannig hefur það verið að tveggjaflokka stjórn kemur sér saman um að styðja hverrar annarar tillögur/óskir. Jón Baldvin vildi ólmur ganga í EES og virtist á þeim tíma vera skynsamlegt vegna tollaívilnana og aðgangs að mörkuðum.Hvort eitthvað jaðri við Stjórnarskrárbrot er þá allt eins túlkunaratriði,því orðalagið getur verið óljóst stofnanamál.- Altént gerir sambandið enga könnun í aðildarríkjum,þegar þeir ganga alltaf lengra og lengra í reglugerðar farganinu.Við getum á þeim stutta tíma frá því Jóhanna tók jóðsótt og ætlaði að ala okkur þetta tröllabarn,séð breytingarnar svo aðildarlöndunum viljugu stendur stuggur af. Við þekkjum söguna og vitum að aðildarsinnum er mikið í mun að hreppa forsætisembættið,Þannig að sagan endurtaki sig ekki og ættjarðar elskur forseti,neiti að skrifa undir takist þeim einu sinni enn að myndastjórn með flokki sem vilir á sér heimildir.

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2016 kl. 00:11

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Helga, stóra málið var og er ennþá tollaívilnanir á fiski. Þorskur, ýsa og ufsi bera engan toll, fer síðan mest upp í 4,5%, hefði annars verið 20% tollur hið minnsta á allan fisk. Hins vegar ef hægt er að tala um fullveldis framsal, þá er EES samningurinn þar. Íslendingar eru skuldbundnir til þess að taka upp þær reglur og reglugerðir sem ESB setur fram, án þess að hafa nokkuð um það að segja. Íslendingar hefðu þó amk neitunarvald og áhrif á ákvarðanir, væru við í ESB 

Jónas Ómar Snorrason, 23.5.2016 kl. 05:39

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JÓS

Ertu að grínast ?  Neitunarvald á lög og reglugerðir ef værum við í ESB ?
Þ'u ert greinilega ekki búinn að lesa um þetta, en það er á heimasíðu ESB sjálfs ef þú vilt kynna þér það.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.5.2016 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband