Föstudagur, 20. maí 2016
Guðni hallmælir Höllu
Í viðtali við RÚV sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi að ein ástæða þess að hann gæfi kost á sér væri að engin sterk kona sé í framboði til forseta.
Halla Tómasdóttir er í framboði til forseta Íslands. Henni finnst leitt að Guðni skuli tala af lítisvirðing um sig.
Það er ekki forsetalegt að tala niður til kvenna.
Athugasemdir
N´er baráttan um Bessastaði að byrja og vittu til ALLIR frambjóðendurnir eiga eftir að kasta skít hver á annan og þá kemur bara í ljós úr hverju hver og einn þeirra er gerður.
Jóhann Elíasson, 20.5.2016 kl. 21:38
Má þá búast við að Guðni tapi atkvæðum kvenna? Svei mér þá ef þetta er ekki farið að líkjast forkosningunum í BNA.
Ragnhildur Kolka, 20.5.2016 kl. 22:52
Hún mælist með 3% fylgi og telst varla sterkur frambjóðandi. Guðni þarf að standa af sér margan mykjudreifarann þessa dagana.
Tryggvi L. Skjaldarson, 21.5.2016 kl. 08:28
Síðuritari áttar sig ekki á því, að þegar Guðni bíður sig fram, er Halla að mælast með undir 3% fylgi, sem segjir að hún sé ekki sterkur frambjóðandi, þó hún sé sterk sem persóna, sem er allt annað mál. Að afbaka hlutina er síðuhöfundi afar kært, sé hann á móti viðkomandi fólki, flokkum eða málefnum.
Jónas Ómar Snorrason, 21.5.2016 kl. 08:50
Þetta er nú ljóta dellan. Sterkur frambjóðandi er frambjóðandi með mikið fylgi. Halla Tómasdóttir hefur aldrei haft mikið fylgi í könnunum. Hvernig ætti einhver lítilsvirðing að felast í að benda á það? Viðbrögð Höllu eru ekki til þess fallin að auka tiltrú á framboði hennar.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.5.2016 kl. 10:02
Ef það er svo,gæti frambjóðandinn Guðni látið það vera að taka það fram sérstaklega.
Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2016 kl. 10:19
Til hvers er Guðni Th. að dreifa skít yfir frambjóðenda sem tölulega kemur ekki til með að vera í baráttunni um firsta sætið í forsetakosningunum?
Svarið er einfallt, Guðni Th. getur ekki annað, enda þekktur skítsdreifari. Fólk þarf ekki annað, en að lesa það sem Guðni Th. hefur skrifað um íslensku þjóðina, gerir ekkert annað en að niðurlægja landsmenn, enda vill hann leggja niður íslenska fullveldið og láta Þjóðverja fá völdin.
Sannir Íslendingar kjósa ekki ESB innlimunarsinna og opin landamæri forsetaframbjóðandan Guðna Th.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 21.5.2016 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.