Föstudagur, 20. maí 2016
Brexit gott fyrir ESB og evruna
Ef Bretar segja sig úr Evrópusambandinu myndi það leiða til uppstokkunar sem kannski gæti bjargað því sem bjargað verður. Á þessa leið er fremur hófsöm gagnrýni á ESB, sem breska blaðið Guardian birtir.
Guardian er hlynnt ESB og vill að Bretland haldi áfram aðild. En þar sem ESB er ekki lífvænlegur félagsskapur er æ erfiðara að finna rök fyrir áframhaldandi aðild.
Bretland tók ekki þátt í evru-tilrauninni sem nær öllum ber saman um að er misheppnuð. Ágreiningurinn er aðeins um hvernig eigi að bregðast við ónýtum gjaldmiðli. Ýmsar útfærslur eru þar ræddar, s.s. að Þjóðverjar ásamt Hollandi, Austurríki og e.t.v. Finnlandi kljúfi sig út og stofni til nýs gjaldmiðils. Evran fengi þá að lækka um 30 til 50 prósent og gagnast Suður-Evrópu líkt og líran Ítölum á sínum tíma.
Með Brexit yrði gripið til gagngerra ráðstafana til að stokka upp ESB og evru-samstarfið, ekki aðeins lengt í hengingarólinni - segir hófsöm gagnrýni í Guardian.
Liðhlaupar ekki velkomnir aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.