Guðni tekur stefnu Pírata í stjórnarskrármálinu

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi vill eyðileggja stjórnarskrá lýðveldisins og taka upp fyrirkomulag sem Píratar berjast fyrir, að hér verði reglulega þjóðaratkvæðagreiðslur um stærri og smærri mál.

Guðni Th. staðfesti þetta viðhorf sitt í viðtali við RÚV þar sem hann á vinum að fagna.

Fréttamaður RÚV þýfgaði forsetaframbjóðandann ekki um stjórnleysið sem kæmi í kjölfar þess að tíu til 20 prósent þjóðarinnar gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um þingmál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fagmennska sagnfræðinga liggur í skoðun liðinna atburða. Saga fyrrverandi forseta og athafnir þeirra getur verið áhugaverð en segir lítið um hvernig forsetaframbjóðandinn Guðni Th myndi bregðast við uppákomum. Ekki frekar en að lestur í Ökutækja Manual skapi topp ökumann. Bílskurðshurðin gæti þá orðið fyrsti viðkomustaður í reynsluakstrinum.

Ragnhildur Kolka, 20.5.2016 kl. 08:46

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég er nú ekki hrifinn að þessu sjóræningja-nafni

og þessi flokkur tapar mínu atkvæði bara út af nafninu.

Hins vegar er það óvitlaust að hafa oftar þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. En ég myndi vilja að þær kosningar yrðu þá opinberaer.

Þ.e. að allir settu þá nafn sitt á annaðhvort með eða á móti lista skriflega fyrir opnum tjöldum t.d. samhliða einhverjum öðrum kosningum til að nýta ferðina á kjörstað.

Ég treysti illa rafrænum kosningum og myndi ekki vilja hafa slikar kosningar um stór mál.

Jón Þórhallsson, 20.5.2016 kl. 09:00

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Fyrst langar mig að hrósa höfundi fyrir að ná þeim árangri að ná að múlsetja starfsmenn RÚV, sem höfundi er frekari í nöp við, þannig að þeir fái nú ekki að tjá sig um almenn mál. Vel gert.

Hitt er svo annað, að framtíðn er komin, fulltrúalýðræðið er ónýtt og var eyðilagt af þeim flokkum sem nú stjórna hér (þangað til í október). Þess vegna er það eðlilegt að þjóðin fái að stýra sínum málum sjálf, enda hlýtur Icesave að sýna að slíkt lýðræði virkað. Guðni hefur svo ekki sagt "vill eyðileggja stjórnarskrá lýðveldisins" . Hann er hinsvegar á þeirri eðlilegri skoðun að þjóðin fái með skilgreindum hluta atkvæðisbærra manna að koma með tillögu/stöðva frumvörp. Nú vill höfndur ekki inn í ESB en eitt þeirra landa sem ekki er þar er Sviss. Þar er kosið reglulega um mál, þar sem þjóðin fær beint að ráða. Síðast þegar ég vissi er ekki óöld og stjórnleysi þar. Svo gæti verið skýring á skrifum höfundar að það fari illa í hann að eldast, að tímar breytist, þróist, annað er siðfræðingurinn og höfundurinn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.5.2016 kl. 09:11

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Starfsmenn Rúv eiga engin forréttindi að lögum til að tjá sig um sínar einka- eða pólitísku skoðanir umfram aðra borgara landsins, en hafa þó misnotað aðstöðu sína til þess áratugum saman og einna mest þó allan tímann eftir bankahrunið.

Meðal annars einkennir þá vinstrimennska, Jóhönnustjórnar-vilfylgi og meðhaldssemi með einu stórveldi heimsins, sem er 60% fjölmennara en Bandaríkin og hefur á stefnuskrá sinni að sameina alla Evrópu undir einn hatt miðstjórnar í Brussel og að gerast ekki aðeins ríkjasamband, sem það er, heldur sambandsríki með æðsta og ráðandi löggjafarvald í valdstofnunum þess sama Evrópusambands.

Ríkistarfsmenn á Íslandi, sem tala og vinna í þágu erlends stórveldis, sem jafnve er reynt að innlima land okkar í, með þeirra stuðningi margra, eiga sannarlega ekki heima á launaskrá ríkisins. En er nokkurt bein í nefi menntamálaráðherrans og fjármálaráðherrans í þeim málum sem snerta vörn fullveldisréttinda landsins? Vilja þeir vísa alvöru sjálfstæðismönnum á annan flokk?

Jón Valur Jensson, 20.5.2016 kl. 09:46

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Var þessi maður ekki búinn að gefa það út að hann ætlaði ekki að standa með neinum FLOKKUM ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.5.2016 kl. 10:54

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

JVJ, starfsfólk RÚV eiga allan rétt á að segja sannar fréttir, hvort sem þér líkar betur eða verr. Þessi endalausi áróður þinn gegn þeim er, og verður þér til ævarandi skammar, gott ef drottinn þinn úthýsar þér ekki vegna þess, og þú sendur eithvert annað. Hver sem persónuleg skoðun Forseta er, þá er það yfirlýst af Guðna Th. hálfu, að það hafi engin áhrif vegna ákvörðunartöku hans sem Forseta, enda eiginlega ópólitískur með öllu! Hvað viljið þið betra, eða viljið sérhagsmunina í öndvegi, sennilega.

Jónas Ómar Snorrason, 21.5.2016 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband