Fimmtudagur, 19. maí 2016
Leiðtoga góða fólksins laus höndin
Justin Trudeau er alþjóðlega viðurkenndur leiðtogi góða fólksins. Forsætisráðherra Kanada er góðmennskan uppmáluð, vill helst faðma allt og alla. Nema, vel að merkja, þegar illa liggur á honum.
Hann náðist á myndbandi gefa kvenþingmanni olnbogaskot svo að viðkomandi hrökk við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leiðtogi góða fólksins missir sig. Fyrir fimm árum kallaði hann ráðherra ,,skítahrúgu."
Laus hönd og gífuryrði Trudeau eru áminning um tvíeðli góða fólksins. Það þolir ekki aðrar skoðanir en sínar eigin.
Olnbogaði stjórnarandstöðuþingmann í bringuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef maður horfir á myndskeiðið er þetta olbogaskot algjörlega óvart. Hann er að troðast að einhverjum öðrum.
En gaman að vita að Páll Vilhjálmsson er á því að allir eigi að vera í "vonda liðinu" og þar má beita hálfsannleik og jafnvel upplognum málum upp á einstaklinga eins og sjá má nú víða í baráttu manna gegn Guðna Tn og fleiri slíkum málum. Ráðsta að einstaklingum og hópum með þannig rökum sem er í besta falli hálfsannleikur, útúrsnúningur og jafnvel ósatt. Og "vonda fólkið" svífst einskis í sinni baráttu. Mér var kennt sem barni að maður ætti alltaf að passa sig á vondu fólki.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.5.2016 kl. 19:05
Man ekki eftir að þú hafir oft sagt sannleikann, Magnús. Þið eruð nokkur í Moggablogginu sem farið um og ráðist á fólk og skrifið lygasögur.
Elle_, 19.5.2016 kl. 20:10
Alveg hættur að lesa hvað Maggi og hans líkar pára á bloggið..
Birgir Örn Guðjónsson, 20.5.2016 kl. 08:54
Þótt Magnús Helgi hafi skakklappazt eins og hver annar klaufabárður í mörgum skrifum sínum (m.a. til varnar ófyrirleitinni, ólögvarinni Icesave-kröfu brezkra og hollenzkra stjórnvalda) í meira en hálfan áratug, virðist ætla að ekkert bíta á hann með að þjóna Samfylkingar- og/eða VG-málstaðnum, og hann herðist bara í reynd.
Elle vék réttilega að hneigð hans til að segja lygasögur. Það gerir hann einmitt í einni nýjustu færslu sinni, Svona til upprifjunar vegna umræðu um Guðna Th og Icesave,* þar sem hann vogar sér jafnvel að ljúga því til, að einn helzti samherji okkar Þjóðarheiðurs-manna, Samstöðu þjóðar gegn Icesave og InDefence-manna í varnarbaráttunni gegn Icesave-áþjáninni, þ.e. Davíð Oddsson, aðalritstjóri Morgunblaðsins, hafi sjálfur verið fylgjandi Buchheit-samningnum!!! Þar sneri þessi ófyrirleitni pjakkur bjórkolluna í hendi sannleikanum á haus, eins og sést á þeim afgerandi góðu forystugreinum Morgunblaðsins um þetta mál frá því í apríl 2011, sem ég hef sent þangað inn á umræðuþráð nefndrar greinar Magnúsar. En ekkert bólar þó á afsökunarbeiðni hans vegna lygasögunnar grófu, sem átti að fæla kjósendur frá því að kjósa Davíð í komandi kosningum og beina þeim fremur á óskakandídat Samfylkingar: Guðna Thorlacius Jóhannesson!
* http://maggib.blog.is/blog/maggib/entry/2172827/
Jón Valur Jensson, 20.5.2016 kl. 11:07
... pjakkur með bjórkolluna í hendi ... !
Jón Valur Jensson, 20.5.2016 kl. 11:10
... virðist ekkert ætla að bíta á hann...
svo að ég hafi þetta rétt!
Jón Valur Jensson, 20.5.2016 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.