Ísland í Evrópustríði - hlutverk Bessastaðabónda

Álitsgjafar í virtum evrópskum fjölmiðlum spá ýmist borgarastyrjöld í álfunni vegna deilna um múslímska innflytendur eða stríðs vegna Úkraínudeilunnar milli Rússa annars vegar og hins vegar Bandaríkjanna, ESB og Nató.

Líkt og í báðum heimsstyrjöldum á síðustu öld eiga Íslendingar enga aðild að næsta Evrópustríði, hvort sem það verður borgarastríð eða milli þjóðríkja. Ísland á aðild að Nató og yrði að gera upp við sig hvort það fylgdi stríðsæsingafólki í Washington og Brussel í hernaði gegn Rússum.

Ef stríðsástand skapast í Evrópu skiptir máli fyrir okkur hver situr Bessastaði. Þótt utanríkismál séu mótuð í stjórnarráðinu er þjóðhöfðinginn oddviti Íslands, bæði gagnvart almenningi hér heima og gagnvart erlendum þjóðarleiðtogum. Á Bessastöðum ætti að sitja maður með reynslu af stjórnmálum og alþjóðasamskiptum.


mbl.is Spáir stríði við Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég vil að völd og ábygð haldist í hendur og þess vegna vil ég taka upp franska kosningakerfið hér á landi svo að það séu ekki 3 stýri á þjóðarskútinni gagnvart umheiminum:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2169785/

Að forseti íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru kannski allir að tala í sitthvora áttina til umheimsins; mér finsnt það ekki sniðugt.

Jón Þórhallsson, 18.5.2016 kl. 15:14

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Thu ert tha varla ad hugsa um thann sem skradi Island i hop hinna viljugu thjoda fyrir innrasina i Irak?

Jónatan Karlsson, 18.5.2016 kl. 15:15

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála.  Það þyrfti sterk bein til þess að halda Íslandi fyrir utan þá styrjöld sem spáð er.  Við eigum hvorki aðild að ESB né USA en NATÓ gæti reynst okkur örðugt.  Gott væri þá að eiga einhvern að sem þyrði gegn þeirri þrenningu fyrir okkar hönd.  Burtséð frá kyni og kennitölu, auðvitað.

Kolbrún Hilmars, 18.5.2016 kl. 16:17

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt Íslendingar hafi formlega ekki tekið þátt í Seinni heimsstyrjöldinni vorum við neyddir til að láta af hendi lykilaðstöðu fyrir Bandamenn. Enda var það frá íslenskum flugvelli sem flogið var til að taka fyrsta þýska kafbátinn og færa hann til hafnar.

Winston Churchill fékk afar vinsamlegar móttöku hér á landi.

Ómar Ragnarsson, 18.5.2016 kl. 18:20

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já það eru erfiðir tímar framundan. Þess vegna er gott að hafa hófsaman fræðimann á Bessastöðum sem er laus við skuldbindingar fyrri ára og þarf ekki sífellt að hafa vit fyrir kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á löggjafaþinginu. Vill setja forsetaembættinu nútímalegar skorður og siðareglur. Maður skilur ekki hvaða erindi DO á við þjóðina lengur. Getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn styðji hann einhuga? Það væri hans helsta von að safna þeim flokki á bak við sig. 

Gísli Ingvarsson, 19.5.2016 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband