Flokkar án leiðtoga tapa

Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir eru leiðtogar flokka sinna. Samfylkingin er án formanns, formaður Framsóknarflokksins er í pólitísku fríi og sálfræðingur er í vinnu vegna foringjavanda Pírata.

Bjarni og Katrín leiða Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna til aukins fylgis. Óskoraður foringi er ávísun á pólitískan stöðugleika sem aftur er forsenda trausts. Þegar Sigmundur Davíð kemur á ný til starfa fyrir Framsóknarflokkinn verður viðsnúningur í fylgismælingu flokksins.

Flokkar með engin málefni og marga foringja, Píratar, ná ekki árangri. Flokkar með röng málefni og enga foringja, Samfylking, verða pólitískar hornkerlingar.

 


mbl.is Taflið er að snúast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Páll, varla er hægt að orða þetta skýrar en þú gerir, takk: Flokkar með engin málefni og marga foringja, Píratar, ná ekki árangri. Flokkar með röng málefni og enga foringja, Samfylking, verða pólitískar hornkerlingar.

Ívar Pálsson, 17.5.2016 kl. 08:50

2 identicon

Vonandi kemur Sigmundur Davíð aftur til starfa. Píratar eru með 3 þingmenn og mælast nú með 25% fylgi, það er auðvitað ekki nokkur árangur.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 17.5.2016 kl. 08:57

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Píratar eru með þrjá þingmenn vegna útkomu í sl. kosningum. Eftir er að sjá hvernig þeir koma út úr kosningum, enda leiðir Birgitta varla 25% kjósenda. Eða stefnumálin: Píratar vilja að ný stjórnarskrá verði samþykkt þar sem tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar. Það þýðir að samþykkja skuli frumvarp til stjórnskipunarlaga sem er í samræmi við frumvarp Stjórnlagaráðs í öllum efnisatriðum.

Ívar Pálsson, 17.5.2016 kl. 09:09

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hlutverk svonefndra leiðtoga er að sönnu mikilvægt. Í sveitinni minni var Branda forystukýr, best gerð af kúnum og mjólkaði mest. Glöggskyggn á hvar beitin væri best, gekk ævinlega fremst að heiman og heim og hinar fylgdu.

En ekkert hefur farið eins illa með þjóðir heims og blind leiðtogatrú.

Nafnalistinn er langur og óþarfi að nefna frægustu nöfnin.

Ómar Ragnarsson, 17.5.2016 kl. 09:34

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað hefur Bjarni Ben og hans flokkur gert gott fyrir þjóð sýna, laug sig inn á þing með loforði um að þjóðin fengi að velja um áframhaldandi viðræður um inngöngu í ESB, hækkaði matarskattinn, lækkaði tolla á innfluttum fötum og raftæjum en það kemur ekki fram eins og varað var við? Gott þykir sumum að kyssa vöndinn. Hvað gerði flokkur Katrínar þegar hann var í stjórn? Laug sig inn með því að lofa þjóðinni að ekki yrði farið í viðræður um inngöngu í ESB. þjóðin er að hygla lygurum og valdníðingum ef hún kýs þessa flokka inn á þing. Skoðið Dögun, Flokk fólksins og Íslensku þjóðfylkinguna þar er val um nýtt upphaf án lyga flokka og valdhýðinga.

Sigurður Haraldsson, 17.5.2016 kl. 09:44

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, skip án skipstjóra siglir ekki. Traust á leiðtogann þarf að vera fyrir hendi, ekki blind trú.

Sigurður, ESB- aðildartalið féll um sjálft sig vegna af eigin völdum ESB, enda eru þeir sjálfum sér verstir, sama hvernig við ræðum endalaust aðildina að þeim. Þegar loksins stjórnaranstæðingar gátu ekki annað en leyft stjórninni að vinna þá þörfu vinnu sem þurfti að eiga sér stað fyrir almenning, þá kom Leiðréttingin og fleira sem eru þörf mál að hreinsa af borðinu. 

Ívar Pálsson, 17.5.2016 kl. 10:10

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigurður Haralds,veit ekki betur en að í Dögun hafi Salman Tamini verið meðlimur,sem opinberlega játar grófar hegningar gegn stuldi. Íslenska þjóðfylkingin er mér vitanlega ekki komin á "koppinn" sem flokkur eða þá ég misst af því.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2016 kl. 15:40

8 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Flokkar með engin málefni. Það er akkúrat það serm er.

Aðalmálefni sjálfstæðisflokksin er setja eftirá lög um aflandsfélög og einkavinavæða bankanna aftur, því það voru mest pólitísku afglöp allrar veraldarsögunnar.

Frmsóknaflokkurinn. Húsnæðisfrumvarp sem ekkert bólar á nema í formi kjaftavaðals.

Við vitum öll um afrek síðustu ríkisstjórnar.

þá er eitthvað lítið eftir. Og ef Píratar bara bíða rólegir og hafa sig hæga, þá gjörsigra þeir næstu kosningar. Ekki af því að þeir séu svo góðir eða klárir, heldur vegna þess að þeir eru þeir einu sem eftir eru.

Steindór Sigurðsson, 17.5.2016 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband