Guðni Th. á flótta frá Icesave

Guðni Th. Jóhannesson studdi fyrsta Icesave-samninginn, kenndan við Svavar Gestsson, líkt og Viðskiptablaðið rifjar upp.

Svavarssamningurinn er versti alþjóðasamningur sem Íslendingar hafa gert frá miðri 13. öld þegar Gamli sáttmáli var gerður. Það tók okkur tæp 700 ár að losna undan Gamla sáttmála.

Guðni er sagnfræðimenntaður og veit upp á sig skömmina í Icesave-málinu. Hann reynir að telja okkur trú um að aðeins þingmenn, en ekki álitsgjafar eins og hann, hafi vélað um Svavarssamninginn. En það er rangt. Þeir sem stóðu utan þings, líkt og Guðni, og töluðu opinberlega fyrir samningnum eru líka ábyrgir.

Stuðningur Guðna við Svavarssamninginn gefur til kynna lélega dómgreind. Flótti Guðna frá fyrri afstöðu í stað heiðarlegs uppgjörs við mistökin veit á lævísi. Léleg dómgreind og lævísi eiga ekki heima á Bessastöðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svavarssamningurinn umræddi var undirritaður af forseta Íslands og hefði tekið gildi ef Bretar og Hollendingar hefðu samþykkt hann óbreyttan.

Samningurinn var afar ósanngjarn nauðungarsamningur á þeim tíma sem hann var gerður og nær allar nágrannaþjóðir okkar höfðu brugðist okkur.

Hann fól í sér að hver íslenskur skattgreiðandi þyrfti að greiða 25 sinnum meira en skattgreiðendur í Hollandi og Bretlandi.

Ég var einn þeirra sem skoraði þess vegna á forsetann að vísa samningnum í þjóðaratkvæði og tók loftmyndina sem ævinlega er notuð af blysförinni frægu að Bessastöðum.  

Ómar Ragnarsson, 16.5.2016 kl. 16:12

2 Smámynd: Elle_

Nei hinn hættulegi Svavarssamningur var ekki óbreyttur undirritaður af forsetanum.  Hinsvegar var ég líka ósammála honum að gera það einu sinni með fyrirvörunum.  Ríkið skuldaði ekki peningana.  Forsetinn vísaði 2 hinum seinni til þjóðarinnar sem mótmælti ICEsave harðlega. 

Elle_, 16.5.2016 kl. 16:38

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já kæri Páll, Guðni var einnig fylgismaður og málpípa að tala fyrir Bucheit samningnum einnig. Sjá hér rakið:

.

http://jvj.blog.is/blog/jvj/entry/2172230/

 .

http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/2172172/

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.5.2016 kl. 17:01

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það eru trúlega fáir menn á Íslandi, í framboði eða ekki í framboði, sem geta stært sig af að hafa "tippað á" rétta niðurstöðu í öllum málum í fortíðinni. Ég hygg að leitun sé á þeim manni sem vissi af því árið 2008 hvernig allt mundi spilast út á Íslandi, hrunið, Icesave, EFTA-úrskurðurinn og svo framvegis. Þó menn bjóði sig fram til forseta þá er kannski einum of langt gengið að krefjast þess að þeir séu alvitrir og almáttugir. 

Flosi Kristjánsson, 16.5.2016 kl. 22:10

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með þetta Flosi.  Ótrúlegt hvað menn leita til að finna "eitthvahð á menn" Man eftir Sverri Hermannssyni þegar hann var bankastjóri og neitaði Guði almáttugum að gera eins og hann bauð.... Heitir reyndar eitthvað íslenskara og minna en Guð.  Hann sagði sjálfur frá að þá var farið í að leita að ávirðingum á hann, til að losna við hann.  Þannig eru jú starfshættir "hælbítanna". 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2016 kl. 22:46

6 Smámynd: Elle_

Nei auðvitað ekki Flosi.  Og varðandi það að forsetinn hafi skrifað undir ICEsave1 (Svavarssamninginn með miklum fyrirvörum, svo miklum að nýlenduveldin vildu hann ekki) - hann vissi ekki nema það væri það skásta.    

Elle_, 16.5.2016 kl. 22:51

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flosi, einkennilegt af þér sem sjálfstæðismanni að skrifa svona -- nema þú hafir samsamað þig svona innilega með "kalda matinu" hans Bjarna Ben. og hans auðsveipnu þingliðum sem voguðu sér síður að óhlýðnast honum heldur en landsfundi flokksins sem hafði ályktað, réttilega, að Íslendingar bæru enga gjaldskyldu á Icesave-reikningum þessa einkabanka, Landsbankans.

Menn "tippa" ekki á lagaákvæði, Flosi! Það lá skýrt fyrir í Tilskipun 94/19EC, að (1) ríkinu var EKKI skylt að tryggja með eigin greiðslum Icesave-reikningana ... og meira að segja (2) að öllum ríkjum á EES-svæðinu var óheimilt að tryggja þannig bankareikninga, enda væri það bein leið til að raska jafnvægi bankaviðskipta í álfunni, þar sem bankar þeirra landa, þar sem ríkisábyrgð ríkti, myndu soga til sín fé frá þeim löndum, þar sem engin slík ríkisábyrgð væri. Og er það ekki auðskilið?

Það átti að vera hægt að ætlast til þess, að þingmenn væru læsir -- og læsu þá tilskipun og EES-innleiðingu hennar inn í íslenzka lagasafnið. Þetta vorum við læs á í Þjóðarheiðri, samtökum gegn Icesave (fólk eins og við Loftur Altice Þorsteinsson og Elle hér fyrir ofan), og eins InDefence-hópurinn og seinna Samstaða þjóðar gegn Icesave.

Menn taka oft áhættu með ákvörðunum sínum, áhættu fyrir sjálfa sig eða orðspor sitt og jafnvel fyrir landið sjálft. Sem betur fór afstýrði forsetinn og þjóðin sjálf þeirri miklu áhættu -- og þeim ærumissi þjóðar, að umheimurinn færi að telja okkur með fráleitum samningum við yfirgangssöm aflóga nýlenduveldi hafa viðurkennt einhverja sök okkar á því að hafa brotið lög og rétt.

Því var einmitt þveröfugt farið. En svo öfugsnúnir eru sumir í þessu landi, að þeir eru enn að snúa þessu við og vildu helzt hafa látið þjóðina greiða þessa ofurkröfu hinna ranglátu!!! Forherðing þeirra er þá engin ástæða til að hlífa þeim við sannleikanum.

En þeim mun meiri er reisn þeirra 30% þingmanna, sem greiddu atkvæði gegn Buchheit-samningslögunum, Birgis Ármannssonar og nokkurra annarra sjáfstæðimanna og alls þingflokks Framsóknarflokksins. Og Ólafi Ragnari eigum við ómældan heiður og þökk að gjalda.

Jón Valur Jensson, 16.5.2016 kl. 23:13

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Blessaðiur Jón Valur vertu ekki að gleyma mér og Hrólfi í Thjóðarheiðri,sem erum virk hér ennþá á bloggsíðum. Ætlaði að vera búin að segja það sama og Flosi og í leit okkar að persónu frambjóðenda minnist maður einmitt greina og ræða þeirra við hin ýmsu tækifæri. Þar kemur ekki ósjaldan fyrir rembingar já þjóðar hjá Guðna TH. Takk "sör" ,við erum stolt af afrekum íslensku hraustu og hugrökku manna okkar og hann skal ekki gera lítið úr afrekum þeirra í Þorskastríðinu.Þar má sjá ýmislegt í bloggi Gústafs Adolfs. -- En við eigum eftir að tala um landamæri okkar það er líka stór mál,en nóg að sinni. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2016 kl. 23:44

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sumt fólk er þannig gerðar, að það tekur engum sönsum. Guðni Th. hefur sagt, og ég skil hans afstöðu mjög vel, að hann hafi ekki haft aðkomu að, frekar en aðrir, vegana þess samnings sem ÓRG skrifaði undir, og Alþingi hafði samþykkt, ss samning 1. Samning nr. 2 sem fór í þjóðaratkvæði sagði hann NEI. Samning 3, seinni atkvæðagreiðslu sagði hann JÁ, með þeim rökum, að með honum var mælt. En fól einnig í sér, að yrði nei niðurstaðan, þá færi málið fyrir dóm, sem yrði áhættusamt fyrir Ísland. Þetta er staðreyndin. Fólk afbakar síðan að þeirra hætti, og minnkar!

Jónas Ómar Snorrason, 17.5.2016 kl. 00:01

10 Smámynd: Elle_

Verð að bæta við að það sem var skrifað þarna 22:46 kom úr hörðustu átt allra veðra.  Þarna blasir við hvaða mann er verið að skíta út og alls ekki í fyrsta sinn.  Þeir sem treysta honum í forsetaembættið hafa fengið frá sömu manneskju yfir sig svipaðan óþverra.

Elle_, 17.5.2016 kl. 00:02

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Slakaðu aðeins á Elle, þú æsir þig svo mikið stundum:)

Jónas Ómar Snorrason, 17.5.2016 kl. 00:15

12 Smámynd: Elle_

 Jónas, nei ég er alveg róleg þó ég segi hvað mér ofbýður.  Og þú stoppar það ekki.  Líka mættir þú vita að það var engin áhætta að fara fyrir dómstóla með málið.  Við vorum alveg lagamegin.

Elle_, 17.5.2016 kl. 00:19

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert ótrúlegur í þjónkun þinni við Samfylkinguna og slæman málstað vistri stjórnarinnar í Icesave-málinu, Ómar Ragnarsson!

Guðni Th. og meðhaldsmenn hans hafa reynt að gera hlut hans skárri en efni eru til, t.d. með því að herma upp á Ólaf forseta að hafa samþykkt fyrsta Icesave-samninginn, og það sama gerir þú hér. Guðni reyndi þetta með bíræfinni einföldun:

•"Benti Guðni á að Ólaf­ur hafi tekið þá veiga­miklu ákvörðun að skrifa und­ir fyrsta Ices­a­ve-samn­ing­inn. Hann hafi verið í þeirri stöðu að þurfa að meta hvort það væri ill­skásti kost­ur­inn fyr­ir Ísland og hann hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að svo væri. Ólaf­ur Ragn­ar hafi litið svo á að best væri að ganga að því sem menn kalli nú afar­kosti." (Mbl.is)

 

En hér má segja, að Guðni og þið fleiri krítið liðugt með þögninni, því að í reynd var sviðið mjög ólíkt þessari lýsingu hans. Eftir langt þjark mestallt sumarið 2009 á þingi náði þessi fyrsti Icesave-samningur ekki meiri­hluta­samþykki á Alþingi nema með herkjum og harðri andstöðu, m.a. innan úr þingflokki VG, og stjórnar­andstaða Framsóknar- og Sjálfstæðis­flokks átti þar afar mikla íhlutunar­sögu með breytinga­tillögum sínum með margvís­legum fyrirvörum til að hefta yfirgang Breta, enda er samn­ingurinn oft kallaður "fyrirvara­samningurinn", en Bretar og Hollendingar áttu í hroka sínum afar erfitt með að sætta sig við þá fyrir­vara, og til að fullkomna örvæntingu þeirra ítrekaði herra Ólafur Ragnar þá í sérstaklega áritaðri tilvísun sinni til fyrirvara Alþingis --- sjá hér: http://www.forseti.is/media/PDF/09_09_02_yfirlysing_undirritud.pdf --- í frægri ræðu í Bessastaða­stofu, áður en hann vogaði sér að undirrita þau lög. Og þá kom alls ekki til greina hjá fjendum okkar að taka þessu boði! 

 

Engan veginn sé ég fyrir mér, að Guðni Th. hefði haft sig í það að bæta slíkri forseta-yfirlýsingu við milliríkjasamning af þessu tagi (enda engin fordæmi fyrir slíkum viðbótum við þess háttar ríkisskjöl), ekki frekar en að hann hefði þorað að ganga gegn vilja 70% alþingismanna og synja Buchheit-samnings-lögunum undirskriftar sinnar og kalla þar með eftir þjóðar­atkvæðagreiðslu, enda greiddi Guðni sjálfur atkvæði með Buchheit-samningnum!

Svo ruglarðu einnig saman söguatburðum. Blysförin fræga var ekki farin gegn fyrirvarasamningnum, heldur um fjórum mánuðum seinna!

Það var undirskriftasöfnun í gangi gegn fyrirvarasamningnum, en ekki nærri eins öflug og gegn Icesave-II (söfnun InDefence) og III (þ.e. söfnun Samstöðu þjóðar gegn Icesave, á Kjósum.is, og beindist gegn síðasta samningnum, kenndum við Buchheit).

Þegar forsetinn undirritaði fyrirvarasamninginn 2. sept. 2009, ásamt því að gefa sjálfur út sérstaka áritaða tilvísun til fyrirvara Alþingis, þá höfðu honum borizt 10.000 undirskriftir gegn þeirri Icesave-löggjöf (sjá http://www.mbl.is/media/87/1687.pdf) og þannig naumast nógu margar til að gefa honum augljósan, yfirgnæfandi styrk til að synja lögunum staðfestingar.

Forsetanum var þannig ekki svo auðvelt að neita að skrifa undir. Hann gerði það næstbezta, sem þó dugði vel: hann hnykkti svo á mótstöðu okkar, að það tryggði okkur enn betur gegn því, að Bretar og Hollendingar færu að samþykkja þann samning.

Hættið því þeirri ósvinnu að hnýta í Ólaf Ragnar vegna Icesave-málsins, okkar helzta bjargarmann!

Jón Valur Jensson, 17.5.2016 kl. 00:20

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt, Elle: Við vorum alveg lagamegin í Icesave-málinu, eins og fullkomlega var staðfest í EFTA-dómstóls-úrskurðinum undir lok janúar 2013, en Jónas þessi Ómar er einn af meðhaldsmönnum vinstri flokkanna og skrifar jafnan eftir því.

Svo ritar sami Jónas, að Guðni Th. hafi sagt JÁ við Buchheit-samningnum "með þeim rökum, að með honum var mælt." -- Jæja, var með honum mælt?!!! -- Af alls kyns vegvilltum áhrifamönnum, já, og höfðu ýmsir þeirra mælt með hinum samningunum báðum að auki, jafnvel allt frá frummynd þeirra undan penna Svavars Gestssonar!

Þessi "rök" eru bara vísun til áthorítets, ekki til eiginlegra málsástæðna. Já, mikið var áthorítet Gylfa Magnússonar og annarra prófessora sem töluðu um, að við gætum orðið "Kúba norðursins" og gott ef ekki Norður-Kórea, ef við beygðum okkur ekki fyrir Bretunum! En þessir menn voru ekki læsir á lög, ólíkt t.d. dr. Stefáni Má Stefánssyni, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, prófessor Sigurði Líndal, Reimari Péturssyni hrl. o.fl. lögspekingum.

----Helga, ég geymi engum, ég nefndi bara þrjá mjög virka úr stjórn Þjóðarheiðurs, hefði líka getað nefnt Theódór Norðkvist, Guðna Karl Harðarson, Friðrik Kjarrval og Maríu Jónasóttur og marga utan stjórnar, sem stóðu í baráttunni, eins og ykkur Hrólf Hraundal, Guðmund Jónas Kristjánsson, Gústaf A. Skúlason, Daníel Sigurðsson, Harald Hansson, Halldóru Hjaltadóttur, dr. Björn S. Stefánsson, Guðmund Júlíusson, Guðlaugu Helgu Ingaóttur, Óskar Helga Helgason, Huldu Eyjólfsdóttur, Sigurð Nikulás Einarsson, Jón Ríkharð Ragnarsson, Ómar Geirsson, Halldór Björgvin Jóhannsson, Önnu Björgu Hjartardóttur, Sigrúnu Ástrós Reynisóttur, Ólafíu Ragnarsdóttur, dr. Gunnar Jónsson, Sigurjón Vigfússon, Martein Unnar Heiðarsson, Fannar Hjálmarsson, Borghildi Maack, Eggert Guðmundsson, Ísleif Gíslason, Jón Gíslason í Garðabæ, dr. Vilhjálm Örn Vilhjálmsson í Khöfn, Baldur Bjarnason í Gautaborg og marga fleiri. Í félaginu voru mest um 82 manns. Aðeins einn veit ég um, sem gekk úr því, en fjögur hið minnsta eru látin, blessuð sé minning þeirra.

Jón Valur Jensson, 17.5.2016 kl. 01:21

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég gleymi engum!

Jón Valur Jensson, 17.5.2016 kl. 01:24

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Nei,en það var gott að ég fíflaðist til að skrifa þetta,svona borgar sig oft að látast. Þarna fæ ég alla rununa af fólkinu sem ég er oft að rifja upp í huganum. Er í sambandi við Loft á facebook,en annars bara ykkur þó mest Elle.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2016 kl. 01:46

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Gleymdi Guðna Karli elskunni á Facebook,er nær daglega í sambandi við hann.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2016 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband