Mánudagur, 16. maí 2016
Guðni Th. skrifaði í þágu vinstristjórnar Jóhönnu Sig.
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, var talsmaður sjónarmiða ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013. Hann talaði niður þjóðarstoltið og tók undir þann málflutning að við ættum að beygja okkur í Icesave-málinu.
Grein Guðna Th. frá 12. ágúst 2009, Icesave og sagan, gerir lítið úr stöðu Íslendinga gagnvart erlendum kröfum um að þjóðin axli ábyrgð á gjaldþrota einkabanka. Guðni leggur sig fram um að tala málstað Íslands niður, en það er sami tóninn og var hjá vinstristjórninni um ónýta Ísland sem yrði að beygja sig í Icesave-málinu og ganga í Evrópusambandið.
Á tíma vinstristjórnarinnar veðjaði Guðni Th. á að Samfylkingin og Vinstri grænir yrðu ráðandi afl á Íslandi til langs tíma. Með því að sagnfræðingurinn Guðni Th. skrifaði grein um Icesave, sem var lögfræðilegt, pólitískt og siðferðilegt álitamál - en ekki sagnfræðilegt - reyndi Guðni Th. að þóknast vinstrimenningunni sem þjóðin hafnaði með afgerandi hætti í kosningunum 2013.
Segir Guðna vilja kollvarpa stjórnarskránni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrirlestur Guðna Th á Bifröst vorið 2013 staðfestir þessi orð þín Pall. Þar talar Guðni niður þjóðarvitund og fylgir þar í fótspor Guðmundar Hálfdanarsonar sem andstæðingur þjóðríkisins. Er slíkur maður heppilegur til að gegna stöðu þjóðhöfðingja?
fyrirlesturinn má finna á YouTube undir heitinu: Guðni Th Jóhannesson - Notkun og misnotkun sögunnar. Þorskastríðin, Icesave og ESB.
Ragnhildur Kolka, 16.5.2016 kl. 11:12
Bara að benda á að Icesave er að fullu lokið og greitt upp í topp! Þetta er ekki fallegur málflutinginur hér. það væri líka hægt að fara út í þann leik að Davíð sé fulltrúi þeirra sem gáfu einkavinum Sjálfstæðis og Framsóknar ríkiseignir um síðustu aldarmót svona tvisti sem gekk út á að sitthvor hópur fékk lán hjá hinum sem síðan aldrei voru greidd. Nú eða tala um Íraksstríðið og stuðning okkar og áfram. En held að menn ættu að muna að forseti hefur bara ekkert með þessi mál eða Icesave að gera. Og geng stórri bænarskrá almennings mun allir forsetar neita að skrifa undir og setja mál í þjóðaratkvæði.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.5.2016 kl. 11:22
Magnús Helgi þínum mönnum stóð til boða að setja ESB umsóknina í þjóðaratkvæði en höfnuðu því. Og umsóknin sjálf sem var samþykkt sem þingsályktun fór undir radarinn. Þannig komst Jóhönnustjórnin hjá aðkomu forsetans að málinu. Komist þínir menn aftur í stjórn - hvað er þá til að tryggja að samskonar undirmálum verði ekki beitt aftur?
Ragnhildur Kolka, 16.5.2016 kl. 11:50
Kemur nú einn enn úr ICEsave-liðinu með sinn ruglmálflutning um ICEsave. Ríkissjóður borgaði ekki ICEsave, enda ekki ríkisskuld og engin ríkisábyrgð eins og SAMfó ætlaði að pína ofan í okkur.
Elle_, 16.5.2016 kl. 11:50
Hann var að blekkja með að segja að búið væri að borga ICEsave, eins og hin ólögmæta krafa hafi verið greidd, en svo var ekki.
Elle_, 16.5.2016 kl. 12:05
Gengst Guðni ekki lengur við orðum sínum?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.5.2016 kl. 12:05
Hann fylgdi Bjarna Ben og co í Icesave. Davíð Oddson var um tíma hrifinn af ESB aðild.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 16.5.2016 kl. 12:13
Svo það komi fram var ég að tala um Magnús að ofan, ekki Guðna. Magnús (í SAMfó) var að blekkja með óskýrum lýsingum um að ICEsave væri að fullu lokið.
Elle_, 16.5.2016 kl. 12:19
Sigurður Helgi kemur hér með enn eina lýgina (by association) með því að láta að því liggja að hann hafi fylgt Bjarna Benediktssyni í Icesave málinu. Þetta er alrangt! Það er þekkt staðreynd, sem kemur reyndar fram í þessum pistli Páls, að Guðni Th talaði fyrir samþykki Icesave frá upphafi. BB barðist gegn tveimur fyrstu samningunum af öllu afli þótt hann hafi svo að endingu látið undan.
Guðni getur því ekki skákað í skjóli hans.
Ragnhildur Kolka, 16.5.2016 kl. 12:30
Ragnhildur Kolka ef að ríkissjóður hefði borgað Icesave þá hefði hann væntanlega átt forgang á eignum gamlal landsbankans og ef þú mannst eftir hverning samninginarnir voru þá gengu þeir út á að það yrði ekkert borgað af höfuðstól fyrstu árin eða fyrst nú á þessu ári. Og þar sem að upphæðin er nú að fullu greind er þetta spurning um vexti sem hefðu jú verið mun minni en áætlað var þar sem höfuðstóllinn er uppgreiddur og 55 milljörðum betur. En við unnum dómsmálið og þvi koma þetta aldrei til. Og svo minni ég á að það voru ekki Framsókn eða Sjálfstæðismenn sem unnu þetta mál heldur var það ríkisstjórn Jóhönnu og þverpólitískur hópur og lögfræðingar sem unnu það mál. Reyndar var það lagatæknilegt og meira að segja var úrslitaatriði í dómnum eitthvað sem við meira að segja höfðum ekki lagt fyrir dóminn. Minni þig líka á að við hefðum ekki lent í Icesave yfir höfuð ef að Davíð og félagar hefðu ekki gefið vinum sínum bankana á sínum tíma með því að leyfa þeim að fá þá á lánunm sem þeir aldrei greiddu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.5.2016 kl. 13:13
Við skulum ekki gleyma því að það var Davíð sem eikavinavæddi Bankana og lagði þar með grunninn að öllu því sem þið eruð að rífast um. En ég var að tala við unga konu áðan sem segist vera vel tengd nánast öllu ungu fólki í landinu. Hún sannfærði mig um það að unga fólkið ætlaði að koma í veg fyrir að Davíð verði Forseti. Og ef þetta er rétt þá getum við öll andað léttar. Ný stjórarskrá eða ekki ný stjórnarskrá er ekki aðal málið en ég get ekki ýmyndað mér annað en að sú nýja hljóti að vera betri en sú gamla, bara vegna þess hvað "elítan" er á móti henni. "elítan" er algjörlega á nóti öllu lýðræði í þessu landi. Enda eru þeir flestir afætur á vinnandi fólki í þessu landi og hafa aldrei lyft litlaputta til að hjálpa til að skapa verðmæti í þessu landi.Bara aumingar og afætur. Ég stend við það hvar og hvenær sem er.
Steindór Sigurðsson, 16.5.2016 kl. 14:19
Má ég þá minna þig á að Icesave vörnin hófst þegar Davíð Oddsson sagði í Kastljóss þætti " við borgum ekki skuldir óreiðumanna". Skuldin var ekki Íslendinga heldur Landsbankans og Landsbankinn greiddi hana með eignum sínum skv. ákvæði um innistæðutryggingar.
Árni Páll var svo þvingaður til að taka aðra inn í dómsmálið því enginn, jafnvel ekki Jóhönnustjórnin, treysti honum til að takast á við málið.
Og það var hið "margrómaða" fjórfrelsi sem lá að baki Icesave. Eða viltu kannski gleyma því Magnús?
Ragnhildur Kolka, 16.5.2016 kl. 14:29
Ekki skildi ég neitt í hvað Steindór var að segja. Og hver er "eilítan" ef ekki hinn siðvillti flokkur SAMfó (og viðhengi) sem vildi sko örugglega nýja stjórnskrá svo þau gætu kollvarpað öllu.
Elle_, 16.5.2016 kl. 14:38
Svo talar Magnús um að við höfum lent í ICEsave. Nei og nei, það var hans flokkur (og viðhengi) sem lentu okkur í ICEsave. Með hjálp manna eins og núverandi forseta og ritstjóra Morgunblaðsins og þjóðarinnar, grófum við okkur út úr SAMfó-holunni.
Elle_, 16.5.2016 kl. 14:42
Ætli sumir hér verði enn að rífast um Icesave árið 2050, og halda því fram að við ætlum ekki að borga ?
Jón Ingi Cæsarsson, 16.5.2016 kl. 18:05
Kolka, síðan gaf DO síðasta gjaldeyrinn 500.000.000 evra
Jónas Ómar Snorrason, 16.5.2016 kl. 23:47
Þeir sem hirða um að kynna sér sannleikann lesi um Kaupþingsmálið.
Már seðlabankastjðóri eyðilagði fullar heimtur lánsins sem honum stóð til boða. Smellið á slóðina :
.
Kaupþingslánið og ráðsmennska Seðlabankastjóra
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.5.2016 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.