Sjálfsmorðsfylkingin og Ólína

Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar greinir sjálfsmorðsblæti meðal þeirra sem leita eftir formennsku í flokknum.

Formannsefnin óska eftir umboði til að leggja flokkinn niður. Fyrir skömmu ætlaði Samfylking sér að ráða niðurlögum lýðveldisins.

Það er löngum grunnt á öfgunum í Samfylkingunni.

 


mbl.is „Því miður fyrir ykkur, strákar mínir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Það skyldi þó ekki vera að Ólína sé sjálf vanadamál?

Hrossabrestur, 13.5.2016 kl. 16:46

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held svei mér þá, að vinstri menn, jafnaðarmenn, sósíalistar, sósíaldemókratar, eða hvað þeir hafa viljað kalla sig, séu mestu pólitísku kennitöluflakkararnir í stjórnmálasögu Íslands og þó víðar væri leitað.

Ég veit ekki hvað þeir hafa ekki heitið, Kommúnistaflokkurinn, Sósíalistar - sameiningarflokkur alþýðu, Alþýðuflokkurinn/bandalagið, Frjálslyndir og vinstri, Samfylkingin, VG og ég er örugglega að gleyma einhverjum sprengjubrotum og klofningshópum.

Um leið og kjósendur hafa fengið ógeð á flokkum þeirra, sem gerist yfirleitt fljótlega, þá hafa þeir bara farið í enn eina lýtaaðgerðina, málað húsið að að utan í nýjum litum.

Theódór Norðkvist, 13.5.2016 kl. 17:34

3 Smámynd: Elle_

Pólitíkin þeirra virkar ekki, lærði það frekar seint.  Fyrir utan byltingarstjórnmál, plástrun og óstöðugleika, skilja þau ekki nauðsyn fyrir eðlilegum landvörnum.  

Elle_, 13.5.2016 kl. 17:57

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað eiga menn við með "Fyrir skömmu ætlaði Samfylking sér að ráða niðurlögum lýðveldisins." Ef menn eru að tala um ESB þá væri gaman að vita hvaða land er ekki sjálfstætt og sjálfvalda í ESB? En menn leyfa sér að bulla svona út í eitt. Við erum bundin af samningum og samþykktum EES, Sameinuðu þjóðana og fullt af örðum og þeir ganga margir inn á fullveldi okkar en öll ríki í ESB eru jafn mikið lýðveldi og við þó þau hafa samninga sín á milli og sameiginleg lög á ýmsum sviðum sem við höfum reynar að hluta til líka. Væri gamana ef menn hætttu að bulla svona.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.5.2016 kl. 18:21

5 Smámynd: Elle_

Landsöluflokkur sem vill bylta og skemma lifir ekki.  Sættu þig við það.

Elle_, 13.5.2016 kl. 18:30

6 Smámynd: Aztec

"Ef menn eru að tala um ESB þá væri gaman að vita hvaða land er ekki sjálfstætt og sjálfvalda í ESB?", spyr ESB-sinninn Magnús Helgi.

Hér er svarið. Eftirfarandi 27 aðildarríki ESB (í stafrófsröð) eru ekki sjálfstæð og sjálfvalda:

    • Austurríki

    • Belgía

    • Bretland

    • Búlgaría

    • Danmörk

    • Eistland

    • Finnland

    • Frakkland

    • Grikkland

    • Holland

    • Írland

    • Ítalía

    • Króatía

    • Kýpur

    • Lettland

    • Litháen

    • Luxembourg

    • Malta

    • Pólland

    • Portúgal

    • Rúmenía

    • Slóvakía

    • Slóvenía

    • Spánn

    • Svíþjóð

    • Tékkland

    • Ungverjaland

    Aztec, 14.5.2016 kl. 02:05

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband