Fimmtudagur, 12. maí 2016
Píratar eru einkaflipp Birgittu
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er áhugasöm um nýja stjórnarskrá lýðveldisins. Hún þorir þó ekki í atkvæðagreiðslu innan flokksins um áhugamálið enda er það umdeilt.
Handbendi Birgittu sendi út pólitíska yfirlýsingu um stjórnarskrármálið í gær. Fráfarandi framkvæmdastjóri segir yfirlýsinguna ekki eiga stoð í samþykktum Pírata.
Sálfræðiþjónustan sem Birgitta og þingflokkurinn fengu náði líklega ekki til pólitískrar stefnumótunar.
Athugasemdir
Er þessi yfirlýsing ekki einmitt í takt við skoðun Helga Hrafns að "meirihlutaræði sé til vandræða." Það er þa kannski ekki svo langt á milli Helga Hrafns og Birgittu þega allt kemur til alls.
Ragnhildur Kolka, 12.5.2016 kl. 15:46
Margir hafa byrjað ferilinn með því að nýta sér lýðræðið. Þegar völdum hefur verið náð er það til trafala.
Steinarr Kr. , 12.5.2016 kl. 20:57
Hvaða handbendi Birgittu sendi út yfirlýsinguna?
Bergþór Heimir Þórðarson, 13.5.2016 kl. 03:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.