Mánudagur, 9. maí 2016
Forysta í leik sem ekki er hafinn
Íþróttamál yfirfært á stjórnmál er stundum til að útskýra með einföldum hætti flókna atburðarás en í öðrum tilvikum flækja einfalt mál.
Kosningabaráttan til forseta Íslands er ekki hafin enda þátttakendur varla komnir á völlinn og einhverjir sem voru innan vallar í gær skiptu sér útaf í dag.
Forysta, sem einhver kann að hafa í upphafi leiks, er öll á pappírunum. Enginn vinnur keppni með því að vera sterkur á blaði.
Guðni Th. með afgerandi forystu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samt er einn keppandinn í svo mikilli yfirþyngd, að hann á ekki möguleika. Spurning hvort, þegar hann áttar sig á því, að hann hætti ekki keppni, enda ekki keppt síðan 2004. Var búinn að spila rassinn úr buxunum, og hélt því ótrauður áfram þar til hann var rekinn úr liðinu 2009. Gerðist eftir það íþróttaritstjóri skuldaafskrifaðs smáblaðs í heimalandi sínu, þar sem hann fékk að leika lausum hala við að endurskrifa íþróttasögu sína. Ekki bara það, heldur ausa úr skálum reiði sinnar í allt og alla í svokölluðu Reykjavíkurbréfi, þar sem þjálfarar og leikmenn sem honum mislíkaði fengu það óþvegið. Saga íþróttamanns með svarta sögu.
Jónas Ómar Snorrason, 9.5.2016 kl. 18:58
Kosningabaráttan er hafin. Það er nú bara einföld staðreynd.
Wilhelm Emilsson, 9.5.2016 kl. 20:25
JÓS
Þú gerir þér sérstaakt far um að hafa rangt fyrir þér í flestum skrifum þínum með staðlausa stafi hnjónatndi hver um annan þveran.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.5.2016 kl. 22:15
Komið'i sæl! Munið að forgjöf tíðkast ekki í forsetakeppnum.Þess vegna er vert að minna á þær fyrri hvað þær tóku á nokkra sem fundu fyrir andúð á ákveðnum leikmönnum,sem leikið höfðu fyrir annan stjórnmálaflokk en þeir tilheyrðu.--En skynsemin réð og menn köstuðu slíkum hugsunum fyrir róða,vegna barna sinna og komandi kynslóða.M.a þessvegna er þjóðarskútan á blússandi siglingu í hagstæðum byr.-- Á þessari stundu er Davíð Oddsson sá sem fullveldissinnar horfa vonaraugum til. Menn þekkja hæfileika og umfram allt tryggð hanns við íslenska lýðræðið.Kjósum Davíð.
Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2016 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.