Mótmælandi staðfestir greiningu Brynjars

Brynjar Níelsson birti greiningu á óreiðufólkinu sem elur á óeiningu og ófriði í samfélaginu. Kunn klappstýra óreiðufólksins á blogginu, G. Pétur, staðfestir greiningu Brynjars.

G. Pétur spyr hvort íslensku þjóðinni sé viðbjargandi. Tilefnið er að laugardagsmótmælin á Austurvelli fóru út um þúfur vegna fámennis. Líkt og Brynjar rekur þvælir G. Pétur aðskiljanlegustu málum í einn graut, gerir ekki greinarmun á þingkosningum og forsetakjöri og lætur eins og þingkosningar strax sé lausnarorðið fyrir öll mannanna mein.

G. Pétur er dæmigerð útgáfa: blaðamaður á Þjóðviljanum, fréttamaður á RÚV og núna opinber starfsmaður. Honum finnst allt í lagi að vera á framfæri þjóðarinnar sem hann níðir skóinn af.

Lokaorðin hans í bloggpistlinum eru þessi: ,,Ef þjóðin vill þetta hinsvegar, hvað er þá til ráða? Flytja úr landi?"

Farið hefur fé betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eru kennarar ekki líka á framfæri þjóðarinnar og þar á meðal G.Pétri sem Páll  ert að nýða skóinn af? Finnst nú ekki gáfulegt að opinber starfsmaður skuli láta svona eins Páll út í aðraa opinbera starfsmenn. Held að G. Pétur megi nú hafa skoðanir alveg eins og Páll Vilhjálmsson sem hamaðist gegn fyrri ríkisstjórn verandi opinber starfsmaður þá væntanlega.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.5.2016 kl. 23:54

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Páll er þjóðhollur maður sem aldrei myndi gera sig sekan um innantómar hótanir. Hann flúði ekki land meðan óþurftastjórn Jóhönnu sat hér við völd heldur beit í skjaldarrendur og stóð af sér storminn.

Ragnhildur Kolka, 8.5.2016 kl. 00:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

En aðrir leita heim eftir fordæmingar á þjóð sinni. Smiður búsettur um þó nokkurn tíma á Spáni,flutti til Noregs og hefur ekki fengið vinnu þar síðan fyrir jól.Kominn heim í bullandi vinnu og lítur hýru auga á landsbyggðina. 

Helga Kristjánsdóttir, 8.5.2016 kl. 00:56

4 Smámynd: Elle_

Hinn vegvillti G. Pétur fór mikinn og kallaði forsetann lygara og aftur lygara.  Næst var hann kominn í dómarasæti yfir heilum fjölskyldum, manni væri alls ekki sætt í embætti vegna ættmenna sem eigi peninga í útlöndum.  Galið.

Elle_, 8.5.2016 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband