Galtung, Ástþór og Clinton

Norski friðarsinninn Johan Galtung var hér á landi fyrir skemmstu að ræða heimsfriðinn. Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi var með Galtung í sinni umsýslu. Sá norski er vel tengdur eftir áratuga starf á flekaskilum stjórnmála og rannsókna.

Galtung sagði þeim sem tóku hann tali að Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Rökin? Jú, nafn Hillary Clinton væri í Panamaskjölunum um aflandsreikninga. Þegar þær upplýsingar kæmu á yfirborðið væri Clinton búin að vera, sagði Galtung.

Nú má vera að sá norski gumi af meiru en hann veit. Þó er á hitt að líta að Ástþór Magnússon, sem var gestgjafi Galtung, fletti ofan af aflandsreikningum fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúar. Enginn veit hvaðan Ástþór fékk þær upplýsingar. Nema kannski Johan Galtung.


mbl.is Cruz heltist úr lestinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef þetta er rétt þá væri betra að þessar upplýsingar kæmi fram áður en Demókratar velja sér forsetaefni. Það besta sem gæti komið fyrir Bndaríkin og reyndar allan heimin væri að Berni Sanders yrði forseti Bandaríkjanna. Það myndi til dæmis auka verulega líkurnar á að farsæl og sanngjörn lausn náist í deilu Ísraela og Palestínumanna því Ísraelar gætu þá ekki lengur treyst á að Bandaríkin fjármagni vígvél þeirra eða verndi þá gegn aðgerðum Sameinuðu þjóðanna til að taka á brotum þeirra á alþjóðalögum og stríðsglæpum.

Sigurður M Grétarsson, 4.5.2016 kl. 07:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er merkilegt. Ég hélt að RUV hefði staðið fyrir "herferðinni" sem fólst í Panamaskjölunum.

Ómar Ragnarsson, 4.5.2016 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband