Danskir kratar og sjálfstæðiskommar - vandi vinstrimanna

,,Það er eitt einkenni íslensks samfélags – og mein – að hér skuli stéttastjórnmál ekki hafa náð að þroskast eins og í nágrannalöndum svo að fyrir vikið urðu flokkar alþýðu ekki jafn sterkir og annars staðar í Evrópu..."

Tilvitnunin hér að ofan er í pistil Guðmundar Andra Thorssonar. Stéttastjórnmál að norrænni fyrirmynd voru boðuð hér á landi. Alþýðuflokkurinn var stofnaður 1916 og Kommúnistaflokkur hálfum öðrum áratug síðar. Þar með var borðið dekkað fyrir norrænt stjórnmálakerfi þar sem Alþýðuflokkurinn væri með 40 prósent fylgi, kommúnistar 5 til 10 prósent og mið- og hægriflokkar skiptu með sér rest.

Stéttastjórnmál urðu ekki til hér á landi af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að hér var ekki stéttskipting, nema þá í skilningi starfsgreina. Við vorum öll bændur þangað til við urðum verkamenn, iðnaðarmenn, verslunarmenn, kennarar, læknar, embættismen o.s.frv.

Í öðru lagi réðu sjálfsstæðisstjórnmál ferðinni. Í vitund almennings skipti fullveldið og stjórnmálalegt og menningarlegt sjálfstæði meira máli en margt annað. Þar klofnuðu vinstrimenn. Kratar héldu tryggð við danska yfirvaldið, vildu ekki stofna lýðveldi 1944, en kommúnistar voru harðastir sjálfstæðismanna.

Afstaðan til hersins á Miðnesheiði klauf vinstrimenn í góðum anda sjálfstæðisstjórnmála. Kratar voru kanadindlar og fengu aðgang að hermangi, bæði sem iðnaðarmenn og tollarar, en kommúnistar stóðu einarðir gegn úrkynjuninni.

Sjálfstæðisstjórnmál trompuðu önnur stjórnmál þegar við höfnuðum ESB-umsókn Samfylkingar á kjörtímabili vinstristjórnarinnar. Þannig er nú það.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Seint linnir þeirri síbylju að "kratar vildu ekki stofna lýðveldi 1944" þótt fyrir liggi að deilur hraðskilnaðarmanna og lögskilnaðarmanna stóðu aðeins um það hvernig staðið yrði að skilnaðinum, ekki um það sem allir voru sammála um, að stofna lýðveldi.

Ómar Ragnarsson, 2.5.2016 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband