Föstudagur, 29. apríl 2016
Hvaðan á traustið að koma?
Á alþingi er talað um vantraust í þjóðfélaginu. Fjölmiðlar gera vantrausti hátt undir höfði og samfélagsmiðlarnir draga ekki af sér í umræðunni um hve ómögulegt allt er.
Hlutlægt og yfirvegað mat réttlætir ekki að vantraust ráði ferðinni í þjóðfélagsumræðunni. Víst eru kurlin enn á leið til grafar frá hruni - bæði úthluta dómstólar sekt og fangelsisdómum og fjölmiðlar hengja út aflendinga.
En samt. Í haust eru átta ár frá hruni. Efnahagslega vegnar okkur vel frá 2011/2012 að telja. Heimilin fengu skuldaleiðréttingu 2014. Það er full atvinna á Íslandi frá 2010. Ríkissjóður greiðir hratt niður skuldir.
Undirstöðurnar fyrir aukið traust eru allar á sínum stað. Spurningin er hvaðan traustið á að koma.
Sakar stjórnarandstöðuna um að skapa upplausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.