Fimmtudagur, 28. apríl 2016
Helsjúkt RÚV: Gylfi í Guernsey og Villi trymbill
RÚV slær upp á forsíðu viðtali við fyrrverandi viðskiptaráðherra, Gylfa Magnússon, sem segir aflandsvæðingu sýna ,,helsjúkt samfélag". Nú er það á allra vitorði að Gylfi er varaformaður í stjórn OR sem nýlega stofnaði aflandsfélag í Guernsey.
Áslaug Friðriksdóttir, sem einnig situr í stjórn OR, spyr Gylfa í fésbókarfærslu:
Nú sitjum við Gylfi í sömu stjórn (OR) sem samþykkti fyrir ári síðan fyrir sitt leyti að stofna félag á Guernsey. Í ljósi þess að stór orð falla nú um helsjúkt ...samfélag finnst mér vanta nánari skýringar. Telur Gylfi sem sagt ekki að stjórnin hafi verið að taka þátt í aflandsvæðingunni helsjúku með samþykkt sinni? Eða fæddist nýtt siðferði í gær?
Gylfi er kominn í sömu stöðu og Villi trymbill, gjaldkeri Samfylkingar og stjórnarmaður Kjarnans. Villi trymbill mótmælir aflandsfélögum hástöfum á Austurvelli en á sjálfur slík félög. Gylfi segir samfélagið helsjúkt vegna aflandsfélaga en finnst ekkert athugavert að stjórn OR, þar sem hann er varaformaður, stofni slíkt félag.
RÚV býr til úr orðum Gylfa hávaða sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnarandstaðan apar eftir. Helsjúkt RÚV er vandamálið.
Stödd í miðju bílslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Látt'ekki svona Páll, þú veist að allt önnur lögmál gilda um samfylkingarfólk, Svokallað "Le Soi ét les Autre"
Ragnhildur Kolka, 28.4.2016 kl. 16:22
Það verður að ganga alla leið með þetta RÚV, ohf er ómögulegt. Þarf að breyta RÚV í ehf og láta það standa og falla á sömu forsendum og samkeppnisaðilarnir.
Kolbrún Hilmars, 28.4.2016 kl. 17:24
Kannski sagði Gylfi aflandsvæðingu sína helsjúkt Samfó,
Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2016 kl. 19:48
Stjórnarandstöðunni líður illa. Sami Gylfi hótaði okkur Kúbu norðursins fyrir bilað SAMfó sama Vilhjálms.
Elle_, 29.4.2016 kl. 00:48
Je,Elle og þessi Gylfi hélt að þjóðin skylfi
Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2016 kl. 02:39
Heh það rýmar Helga.
Elle_, 29.4.2016 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.