Mánudagur, 25. apríl 2016
Andskotapólitík óreiðufólksins
Ónýta Ísland var slagorð óreiðufólksins þegar það sat stjórnarráðið í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Stjórnarstefnan var að farga lýðveldinu með nýrri stjórnarskrá og afsali fullveldisins til Evrópusambandsins.
Vinstristjórnin komst til valda í kjölfar hrunsins, þegar ráðsettu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, voru í ónáð þjóðarinnar. 'Ónýta Ísland' var slagorð sem virkaði á þeim tíma og rímaði við mótmælaspjöldin á Austurvelli, ,,helvítis fokking, fokk". Eftir fjögur ár vinstriflokkanna sagði nei, takk við þurfum eðlilegri stjórnmál og kaus sér meirihluta ráðsettu flokkanna.
Óreiðupólitíkin fann sér nýjan farveg eftir að vinstriflokkarnir guldu afhroð 2013. Píratar urðu vettvangur óreiðufólksins enda nýtt stjórnmálaafl blautt á bakvið eyrun með huggulega lágmarkspólitík um frjálsa netheima - svona svipað og hugmyndafræði hippakynslóðarinnar um frjálsar ástir.
Andskotapólitíkin gengur út á að finna stemmara, eitthvað sem hægt er að nota til að kalla fólk til mótmæla. RÚV aðförin að forsætisráherra var slíkur stemmari. Fólk sópaðist á Austurvöll. En um leið og stemmarinn hvarf, með afsögn forsætisráðherra, afhjúpaðist innihaldsleysi óreiðufólksins. Eftir stóð frekjuleg krafa um 'kosningar strax' án þess að neinn gæti sagt um hvað þær kosningar ættu að snúast. Gísli Baldvinsson spurði í bloggi hvort stjórnarandstaðan hefði setið sama fundinn þegar óreiðufólkinu var boðið í stjórnarráðið að ræða kosningar.
Allt frá lokum fullveldisstjórnmála, á öðrum áratug síðustu aldar, er aðalmál íslenskra stjórnmála skipting þjóðartekna. Stjórnmálaflokkar voru stofnaðir til breyta skiptingunni: Alþýðuflokkur, Kommúnistaflokkur, Sósíalistaflokkur og Alþýðubandalag. Ráðsettu flokkarnir fundu orðræðu sem kom til móts við ríkjandi áherslur. Stétt með stétt var slagorð Sjálfstæðisflokksins og byggðamál pólitík Framsóknarflokksins.
Píratar, flokkur óreiðufólksins, er ekki með neina stefnu í launa- og kjaramálum. Heiðarlegasti talsmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, viðurkennir að Píratar eru ekki með neina skoðun á skattakerfinu - sem er millifærslukerfið sem færir peninga frá þeim efnameiri til hinna efnaminni.
Andskotapólitík er að tala í lýsingarorðum en trúa því að þau séu nafnorð.
Athugasemdir
Það er tekið stórt upp í sig, kalla um 50.000 af kjósendum "óreiðufólk" (miðað við 200.000 atkvæðisbæra menn, gefið ca 25% fylgi til Pírata).
En sem fyrr, ber að lesa skoðanir höfundar sem jaðarskoðanir.
P.s
flott hjá höfundi að ná höggi á málfrelsi starfsmanna RÚV, vel gert.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.4.2016 kl. 09:13
SÓM
Merkileg þessi margföldunartalningavél ykkar féjaga Einsmálslandssölulandráðafylkingar hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðuna ! Það vooru teknar ljósmyndir af mannfjöldanum og stækkaðar upp og handtalið á myndunum með blýantsoddi eða álíka. Þá voru þetta einungis fáeinar þúsundir, ekki tugir þúsuinda. Þið kunnið einfaldlega ekki að telja frekar en að fara með stjórnartaumana eins og frægt varð í ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans.
Heimssögulegt varð þó hrun ykkar í síðustu kosningum og verður minnst í stjórnmálafræðisögubókum framtíðarinnar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.4.2016 kl. 09:41
Þu sem kallar þig "predikara" , þá er ég að vísa i skoðunakannanir og fylgi Pírata, ekki fjöldann, ca 20.000 sem mættu á Austurvöll 4 apríl sl.
Haltu svo afram að tala niður til fólks, það gerir þig enn trúverðurgri.
Hollt og gott væri svo að koma fram undir nafni......
Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.4.2016 kl. 11:44
Nú er það óreiðufólk sem stendur upp frá tölvuskjánum og fer og mótmælir spillingu. Þú ert ekki margtækur Páll og skrif þín er ekkert annað en grín. Samkvæmt þér er það ekki lygar Sigmundar Davíðs sem felldu hann heldur er það RUV sem sýndi Sænskan þátt þar sem Sigmundur fór í flækju sem ollu afsögn hans. Þessu eins öllu öðru skal nú klínnt á RUV. Gott fyrir þig að litli Predikarinn er mættur aftur til að dásama þig og taka undir lygarnar. Hann segist nú kunna að telja sem er gott.
Baldinn, 25.4.2016 kl. 13:26
Hvaða lygar Sigmundar?
Elle_, 26.4.2016 kl. 00:17
Þú hlýtur að vita hverju Sigmundur laug. Þú fullyrtir að hann hafi logið og Palli fyrir hann.
Elle_, 26.4.2016 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.