Þjóðin er ekki á Austurvelli - heldur óreiðufólkið

Fáeinar hræður voru á Austurvelli í vikunni og gerðu hávaða. Enn færri hræður boða ófrið við heimili fólks. Aftur var það þjóðin sem gekk að kjörborði vorið 2013 og kaus sér þingmeirihluta.

Þingmenn eins og Svandís Svarsdóttir grafa undan stjórnskipum samfélagsins. Með stuðningi ýmissa fjölmiðla og hávaðafólks á samfélagsmiðlum reyna Svandís og félagar hennar að ómerkja lýðræðislegar kosningar.

Óreiðufólkið hélt stjórnartaumunum kjörtímabilið 2009 til 2013. Það reyndi að kollvarpa stjórnarskránni, eyðileggja gjaldmiðilinn og flytja fullveldið til Brussel. Ekkert af þessu heppnaðist.

Óreiðufólkið getur ekki farið að leikreglum og það getur heldur ekki nýtt sér leikreglurnar þegar það er við völd. Annars væri það ekki óreiðufólk.


mbl.is Dónaskapur gagnvart þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Samkvæmt opinberum miðli "Vinstri Hjarðarinnar", var víst um að ræða nokkuð stóran hóp??? wink

Jóhann Elíasson, 24.4.2016 kl. 13:37

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ef eitthvað var dónaskapur gagnvart þjóðinni þá var það þegar hún og hennar flokkur komu hvert á eftir öðru upp í púltu og sögðust vera á móti því að Íslandi gangi í ESB en kjósa samt já við því að ganga þangað inn, þvert á móti því sem lofað varð....

Ef eitthvað var dónaskapur gagnvart þjóðinni þá var það þegar flokkurinn hennar var í ríkisstjórn og sagði nei við því þegar "þjóðin" vildi fá að kjósa um hvort að sækja ætti um aðgang að ESB....

Ef eitthvað var dónskapur gagnvart þjóðinni þá var það þegar flokkurinn hennar ásamt samfylkingunni í ríkissjórn vildu troða upp á okkur icesave í óþökk yfir 90% þjóðarinnar....

Hræsnin er alger hjá þessari manneskju.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.4.2016 kl. 13:59

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það eru ekki margir ráðherrar sem hafa verið dæmdir fyrir afglöp í starfi af Hæstarétti Íslands, en það hefur Svandís Svavarsdóttir afrekað. En samt kýs Vinstri Hjörðin óhæfa manneskju aftur og aftur.

Vinstri Hjörðin er að missa allt niður um sig, af því að þessi fámenni hópur eru það fá að þau geta ekki staðið í aðgerðum gegn tveimur mönnum á sama tíma, Ólafi Ragnar og Bjarna Ben.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 24.4.2016 kl. 14:05

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Davíð Oddsson kallaði það óreiðufólk, sem hefði átt mestan þátt í Hruninu, í frægum kastljósþætti í október 2008.

Nú er búið að snúa þessu við. Þeir, sem þurftu að taka við brunarústum efnahagslífins 2009 og vinna með þjóðinni að því að byrja að reisa allt úr rústum, er kallað óreiðufólk.

Ómar Ragnarsson, 24.4.2016 kl. 17:06

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þau þurftu þess ekkert Ómar, þau hreinlega tróðu sér í þetta hlutverk með svikum við kjósendur, síðan fór allt tímabilið í að eltast við ESB og ekki rassgat gert hér á landi til að rétta það við, skattgrímur skattlagði allt bak og fyrir til að passa að það yrði ekki auðvelt fyrir landann að rísa úr öskunni og Jóhanna eyddi þessu litla sem fékkst út úr sagðri skattlagningu í vini og vandamenn ásamt ESB.

Það var sko ekkert reist úr rústum þegar vinstri stjórnin var við völd, við fórum beint úr öskunni í eldinn.

Einnig er vert að taka fram eitt sem fólk virðist svo oft gleyma er að samfylkingin var í stjórn þegar hrunið varð, þau eru hrunflokkur.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.4.2016 kl. 17:54

6 Smámynd: Jón Bjarni

Hvernig er það eiginlega.. hefur endurreisn Íslensks efnahagslífs ekki verið hrósað nokkurn veginn allsstaðar.. hófst sú endurreisn ekki fyrr en 2013?  Þú segist ekki vera á baugsmiðli.. þarftu ekki að fara merkja þig þeim flokki sem þú talar fyrir?

Jón Bjarni, 24.4.2016 kl. 18:01

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er rétt Jón Bjarni. Endurreisn hófst ekki fyrr en 2013. Fram að því hafði hin hreina tæra eytt púðrinu í að gera hlutina verri. Skattleggja fyrirtæki og fólk á hausinn, vinna fyrir banksterana með að gefa þeim skotleyfi á almenning, gefa kröfurnar á spottprís, selja 1200 milljarða veð í FÍH, sem var fyrir 60 miljarða skuld á 100 milljarða. Reyna að koma Icesave yfir á almenning, svíkja niðurfærslur lána og eyða svo mestu af tímanum að liða í sundur stjórnarskránna til að komast í ESB. Ég gæti haldið áfram, en þú veist örugglega nóg til að reyna ekki að halda hinu gagnstæða fram. Samfylkingin og VG fengu sinn dóm í síðustu kosningum. Veltu fyrir þér ástæðunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2016 kl. 21:07

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón Steinar, ekki gleyma því að vinstri stjórnin fann upp AIDS og bar ábyrgð á tveimur heimsstyrjöldum.

Wilhelm Emilsson, 24.4.2016 kl. 22:46

9 Smámynd: Elle_

Satt hjá Halldóri Björgvin og Jóni Steinari.  Skaðræðisflokkar sem ýttu þeim út sem hlýddu þeim ekki, hvort það var beint eða óbeint, eins og Atla og Lilju og Jóni.  Og Ögmundur var við það að gefast upp.  Svo er Svandís ekki þjóðin. 

Elle_, 24.4.2016 kl. 23:29

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð upptalning Jón Steinar.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 25.4.2016 kl. 00:25

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Án þess að ég sé nokkuð að verja Svandísi þá er nú furðulegt að segja að hún hafi verið dæmd fyrir afglöp í starf. Hún vissulega synjaði að samþykkja breytingar á skipulagi í Flóahrepp í kjölfar frétta um að Landsvirkjun hefði boðist í samningi til að kosta breytingar á skipulagi ásamt fleiri atriðum til að setja nýja virkjun þar inn. Minnir lika að Landsvirkjun haf átt að sjá öllum íbúum fyrir háhraða neti og einhverjum vegum . Þetta var talið óeðlilegt að stofnun væri að kaupa sér í raun velvild fyrir framkvæmdum minnir mig.  Flóahreppur fór með málið fyrir dóm og umhverfisráðuneyti ákvað að áfrýja því til að fá skýrar línur í málinu. Ef menn fylgjast sæmilega með þá eru ráðuneyti regluleg fyrir dómsstólum vegna hinna ýmsu mála enda þarf stundum að fá hreinlega úrskurð dómsstóla vegna mismunandi skilnings á lögum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.4.2016 kl. 01:02

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rétt er það páll að þingmenn eins og Svandís grafa undan stjórnskipum samfélagsins,með stuðningi ýmissa fjölmiðla.Við gerum út ríkisútvarp; ekki minnist ég þess að fréttir um brot Svandísar og annara vinstri manna þyki fréttnæmar þar á bæ. Kastljósið ætti að beinast að þeim,fá þá í settið án fyrirsátar og skylda fréttamenn(samkv. hlutleysisreglum)að krefja þá svara.   

 

Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2016 kl. 02:27

13 Smámynd: Jón Ragnarsson

„meðhlægjendur og hlaupatíkur auðvaldsins keppast nú við að segja að ekki aðeins séu gjörðir ráðamanna réttlætanlegar, heldur séu þeir hugsanlega bara brautryðjendur sem þurfi að hampa sem slíkum.“

Jón Ragnarsson, 26.4.2016 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband