Írak kenndi Bandaríkjunum lexíu

Bandaríkin voru með um 130 þúsund manna herlið í Írak, þegar mest var, en réðu samt ekki við borgarastríðið sem skall á eftir sigur þeirra á stjórn Saddam Hussein 2003.

Ormagryfjan sem opnast í ríkjum miðausturlanda þegar harðstjórar falla er ekki á færi neinna að loka nema heimamanna - í mynd einhvers konar harðstjórnar.

Engin leið er fyrir vesturlönd að setja saman lýðræðislegar ríkisstjórnir í arabaríkjunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Auk Sýrlands er borgarastríð í Líbýu og sömuleiðis í Yemen.

Tveir valdapólar eru í miðausturlöndum. Íran þar sem shítar ráða ferðinni og fjölskylduríkið Sádí-Arabía með súnnímúslíma. Íranir styðja Assad Sýrlandsforseta en Sádar og Tyrkir, sem einnig eru súnnar, eru bakhjarlar helstu uppreisnarhópanna. Ríki íslams eru þriðji aðilinn, en þeir berjast fyrir súnnísku kalífadæmi.

Rússland styður shíta en Bandaríkin súnna. Þótt takist að kveða niður Ríki íslams er sambúðarvandi súnna og shíta óleystur.

 


mbl.is Útilokar landhernað í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband