Óttar gleymdi Garðari

Svíar ollu Íslendingum löngum búsifjum og gera enn, eins og Óttar Guðmundsson rekur í pistli. Fjandskapur Svía byrjar fyrir landnám. Útsendari þeirra reyndi að festa landinu lítilmótlegt nafn sem engin ærleg þjóð gæti kennt sig við. Samkvæmt Landnámu

Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að leita Snælands að tilvísan móður sinnar framsýnnar. Hann kom að landi fyrir austan Horn hið eystra; þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland.[...] Eftir það var landið kallað Garðarshólmur...

Svíar reyndu í öndverðu að gera úr okkur Garðarshólmara. Svei þeim.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Getur verið að Óttar sé að hæðast að viðbrögðum forsætisráðherra fyrrverandi og viðhlæjendum hans við afhjúpun ICIJ?  Þú sem blaðamaður hlýtur að fagna þessari afhjúpun sem allir fjölmiðlar í Evrópu eru uppteknir af þessa dagana. Ef ekki þá ertu kominn í hóp með þeim, sem fórnuðu trúverðugleikanum eins og til dæmis Útvarp Saga. Það er stór fórn fyrir rangan málstað

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.4.2016 kl. 14:10

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég veit ekki ástæðu Óttars fyrir pistlinum. Mín ástæða er að spinna sænska vefinn aftur fyrir landnám. Meira var það nú ekki.

Páll Vilhjálmsson, 23.4.2016 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband