Katrín og frekjuvandi vinstrimanna

Katrín Jakobsdóttir krossleggur hendur með mæðusvip á ljósmyndinni af fundi stjórnarandstöðunnar með leiðtogum stjórnarflokkanna í stjórnarráðinu. Formaður Vinstri grænna gaf frá sér forsetaframboð, ekki síst vegna áskoranna vinstrimanna um að þá vantaði leiðtoga á alþingi.

Kosningar í október útiloka að vinstrimenn nái saman um eitt framboð. Sáralitlar líkur eru á kosningabandalagi með Pírötum sem fiska á sömu grunnmiðum og vinstriflokkarnir. Alþýðuflokkurinn, afsakið, Samfylkingin, heldur landsfund í sumar til að velja formann sem mun ráða því hvoru megin við tíu prósentin fylgið verður í haust. Björt framtíð berst fyrir lífi sínu og nær tæplega fimm prósent.

Allt frá lýðveldisstofnun berjast vinstrimenn við frekjuvanda, sem lýsir sér í því að meginfylkingar þeirra ala með sér andstyggð hvor á hinni. Ómar Ragnarsson rifjar upp litla dæmisögu frá áttunda áratugnum þegar Gvendur jaki gat ekki fagnað kosningasigri Alþýðubandalagsins vegna þess að 'kratahelvítin' fengu jafnmarga þingmenn.

Á bakvið frekjuvandann er pólitískur veruleiki. Sósíalistar á Íslandi eru að upplagi róttækir framsóknarmenn. Við lýðveldisstofnun voru Einar Olgeirsson og félagar harðir þjóðernissinnar á meðan Alþýðuflokkurinn vildi ekki skera á tengslin við Danmörku. Kratar lufsuðust til að stofna lýðveldi þvert gegn sannfærinu sinni. Alveg eins og Vinstri grænir samþykktu þvert gegn vilja sínum að sækja um aðild að Evrópusambandinu 2009.

Umsókn Samfylkingar um ESB-aðild er óuppgerð. Samfylkingin neitar að læra af þeim mistökum, það hyggi of nærri kratahjartanu.

Eini möguleiki vinstriflokkanna á árangri er að stjórnarflokkarnir klúðri málum hressilega. Sjálfstæðisflokkurinn gaf færi á stórsigri vinstriflokkanna 1979 með frjálshyggjutilraun ,,leiftursókn gegn lífskjörum." Önnur tilraun með frjálshyggju endaði með hruninu 2008 og skóp ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir árið eftir.

Trúlausir vinstrimenn leggjast á bæn og biðja þess að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar verði á stórkosleg handvömm. Mæðusvipurinn á Katrínu Jakobsdóttur vekur ekki vonir um bjarta tíð vinstrimanna.


mbl.is Kosningar í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er ágætt hjá þér með einni undantekningu. Framsóknarflokkurinn höfðar núna til þjóðernisfasisma á meðan flokksbundnir sjálfstæðismenn halda dauðahaldi í völdin vegna hagsmunanna. Kjósendur eru orðnir upplýstari og þetta lið sem nú er við völd hræðist úrslit næstu kosninga. Óháð flokkum.  Mín spá er að hér sé komin upp lýðræðiskreppa sem kerfið okkar ræður ekki við.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.4.2016 kl. 11:18

2 Smámynd: Elle_

Fyrirsögn mbl.is er röng eða rangt er haft eftir Sigurði Inga.  Í fréttinni stendur: „Eft­ir því hvernig mál ganga fram gætu kosn­ing­ar orðið hugs­an­lega seinni hlut­ann í októ­ber,“ - - - .  Þarna stóð hugsanlega

Þeir ættu að ljúka verkunum og halda ekki kosningar fyrr en í apríl 2017.

Elle_, 23.4.2016 kl. 12:02

3 Smámynd: Ágúst Marinósson

Sennilega hræðast allir hefðbundnir stjórnmálaflokkar þær hræringar sem nú eru á fylgi fólks við flokkana.  Það er kannske að renna upp fyrir hinni hefðbundnu valdaelítu að veldi hennar sé ógnað.  Yngra fólkið hafnar þessum hefðbundnu öfgum bæði til hægri og vinstri.  Orðræðan á Alþingi er því framandi og í besta falli til að hæðast að henni.  Held að flestir séu orðnir yfir sig þreyttir á að horfa upp á menn í ræðustól Alþingis bláa í framan af vonsku, ausandi úr sér skömmum eða kaldhæðni flesta daga þegar þeir ættu að vera að gera eitthvað allt annað.  Leigupennar elítunnar ættu að snúa sér að einhverju öðru en að ala á þessu hugarfari.

Ágúst Marinósson, 23.4.2016 kl. 13:10

4 Smámynd: Elle_

Hvaða leigupenna vísar þú í?  Getur fólk ekki skrifað nema verið kallað leigupennar?  Getur verið að þú skrifir fyrir róttæka og stjórnlausa byltingarliðið sem ætlar öllu að bylta og hvolfa og skemma?  Þýðir það að þú sért leigupenni þeirra? 

Elle_, 23.4.2016 kl. 13:38

5 Smámynd: Ágúst Marinósson

Mér finnst það vera lágmark að skrifa undir fullu nafni.  Ég hef aldrei skammast mín fyrir það.  Sé ekki ástæðu til að svara nafnlausum fúkyrðum.

Ágúst Marinósson, 23.4.2016 kl. 15:52

6 Smámynd: Elle_

Nei ég ræð en ekki þú hvort ég skrifa undir FULLU nafni í bloggi eða ekki.  Svo varst þú aleinn með "fúkyrði" sem enginn fótur var fyrir.  Og stólpakjaft.  En passaðu þig endilega að svara ekki.

Elle_, 23.4.2016 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband