Föstudagur, 22. apríl 2016
Hugsjón ekki í forgang er merkingarleysa
Áfengisfrumvarp, sem myndi færa áfengi inn í matvöruverslanir, er ,,ekki forgangsmál heldur hugsjónamál," segir þingmaðurinn að baki frumvarpinu.
Hugsjón í stjórnmálum er sannfæring um hvernig samfélagsmálum skuli skipað. Af sjálfu leiðir eru hugsjónamál í forgangi.
Að segja áfengisfrumvarp hugsjón án forgangs er merkingarleysa. Áfengisfrumvarpið er í raun sérviska - og ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum að ná fram að ganga.
Óvíst með áfengisfrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aldrei dettur þeim neitt merkilegt í hug fyrir neytendur í óþægiegri útivinnu,sem eiga ekkert betra skilið en heimsent áfengi eftir dagsverkið. Góðir hálsar ég kemst ekki lengra í öfugumælum dagsins.
Mér finnst eins og meira mark sé takadi á þeim sem vinna við meðferð alkolista,eins og Þórarni Tyrfingssyni.
Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2016 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.