Góðlátlegt hatur Vilhjálms á Framsókn

Framsóknarflokkurinn var sigurvegarinn í Icesave-málinu og líklegri til að ná árangri í samskiptum við erlenda kröfuhafa en Sjálfstæðisflokkurinn. Það er meginskýring kosningasigurs Framsóknarflokksins 2013.

Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins útilokuðu að flokkurinn fengi forsætisráðuneytið í hallarbyltingu RÚV í byrjun apríl. Hallarbyltingunni var stefnt gegn aflandseyingum og þar voru Engeyingar og Nordalar.

Góðlátlegt hatur Vilhjálms Bjarnasonar á Framsóknarflokknum verður að skýra með hvernig komið er fyrir jaðarhópi innan Sjálfstæðisflokksins, sem Vilhjálmur tilheyrir, og heitir samfylkingardeildin.


mbl.is „Smáflokkur með mikilmennskubrjálæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hatur er efsta stig neikvæða tilfinningaskalans og getur því aldrei verið góðlátlegt. Annað hvort hatar maður eða hatar ekki.

Ragnhildur Kolka, 22.4.2016 kl. 10:26

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála, Ragnhildur, fyrirsögnin átti að koma til skila að tilfinningar Vilhjálms séu fremur góðlátlegar en hatursfullar.

Páll Vilhjálmsson, 22.4.2016 kl. 10:34

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

En hvort er það góðlátlegt hatur hjá þér Páll varðandi RÚV, eða hatur?

Hjörtur Herbertsson, 22.4.2016 kl. 10:39

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Já, það er bara svona. Fyrst búið er spyrja höfund um hatur sitt á RÚV, hvers á þá Samfylkingin að gjalda ? Er það hatur eða góðlátlegar athugasemdir.

Minni svo á góðan árangur höfundar með að koma tjáningafrelsi starfsmanna RÚV fyrir kattanef.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.4.2016 kl. 11:19

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Frú Kolka, er hatur þitt á Jóhönnu Sigurðar e-ð minnkandi ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.4.2016 kl. 11:27

6 Smámynd: Hrossabrestur

 Ég held að "túlípaninn" ætti að líta í eigin barm áður en hann gagnrýnir aðra.

Hrossabrestur, 22.4.2016 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband