Föstudagur, 22. apríl 2016
Krónan er alvöru gjaldmiðill, evran ekki
Kreppan í Evrópu er svo djúp og víðtæk að seðlabanki evrunnar íhugar að breyta gjaldmiðlinum í spilapeninga sem dreift verður til almennings með þyrlu. Þjóðverjar kalla fyrirbærið ,,Helikopter-Kapialismus" sem muni breyta leikreglum efnahagslífsins.
Ókeypis peningar af himnum ofan leiða vitanlega til þess að meginhvati efnahagskerfisins hættir að virka. Enginn veit hverjar afleiðingarnar verða en nú þegar er bólumyndun á fasteignamarkaði og í verðbréfum.
Íslenska krónan, á hinn bóginn, er alvöru gjaldmiðill sem ber vexti og þjónar tilgangi sínum, sem er að endurspegla efnahagsleg verðmæti.
Undirstöður stöðugleika styrkjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef undanfarið verið að lesa bókina THE MONEY BUBBLE eftir James Turk og John Rubino (2013). Þar er talað um evruna sem mestu hagfræðimistök seinni tíma og Evrópa sé EKKI búin að bíta úr nálinni með þau mistök.
Jóhann Elíasson, 22.4.2016 kl. 08:09
Langar enn að þakka þér Páll fyrir , með fulltingi stjórnvalda og pólitískts meirihluta stjórnar RÚV að loka á tjáningafrelsi starfsmanna RÚV.
Varðandi krónuna, þá minni ég á að almenningur greiðir á ári fyrir þennan " alvöru gjaldmiðili" um 22 til 29 milljarða i formi hárra vaxta og annars beins kostnaðar við að eiga minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heimsins. Þú kannski fílar það að greiða þann kostnað, ekki ég. En hvað veit ég, ekki er ég hámenntaður blaðamaður, siðfræðingur og heimspekingur....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.4.2016 kl. 08:44
Furðulegt að að tala um peningaprentun evrunar en gleyma því að við vorum búin að prenta nokkur þúsund milljarða umfram innistæðu krónunar fyrir nokkrum árum. Sem og að kalla hana alvöru gjaldmiðil sem við getum þó ekki sjálf skipt í nokkurn annan gjaldmiðil. Sem og að við erum háð því að seðlabankinn fái gjaldeyirir inn til að geta hreinlega átt samskipti við útlönd. Og það er ekki lengra síðan en 2009 að við attum ekki gjaldeyrir til að kaupa inn nauðsynjar og þurftum á neyðarlánum að halda á háum vöxtum. Þá minni ég á að hér er gjaldeyrishöft og því er krónan eins og mattador peningar fyrir okkur en gróðamaskína fyrir þá Íslendinga sem eiga peninga í erlendum gjaldmiðlum erlendir sem býða eftir tækifæri á að taka stöðu gegn krónunni og láta hana falla og koma til með að græða gríðarlega. Sýnist að evruan hafi nú bara haldið gildi sínu ágætlega. Og þó það þurfi að auka veltu í evruríkjunum með mjög hagstæðum lánum þá sýnir það bara að hægt sé að nota evruna í þannig.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.4.2016 kl. 09:19
Sigfús, hvaðan koma þessir útreikningar þínir? Ég sá í fréttum Stöðvar 2 viðtal við "grjótharðan" INNLIMUNARSINNA sem titlaði sig hagfræðing og hann talaði um eitthvað á þessum nótum en það komu vöfflur á hann þegar hann var beðinn um nánari útlistingu á þessum tölum. Ert þú kannski að vísa í eitthvað svipað?
Jóhann Elíasson, 22.4.2016 kl. 09:21
Þetta er ekki flókið, þú þekkir þá væntanlega til þess, úr því að þú elskar krónuna, líkt og höfundur, að hvað það kostar að skulda á Íslandi. Svo þarf að halda úti sérstaklega stórum gjaldeyrisvarasjóði. Ekki heldur þú, og höfundur að það kosti ekki neitt.
Ég hef séð tölur upp á 33 milljaða. Ég hef líka séð tölur að það kosti þjoðarbúið í heild um 200 milljarða á ári að halda úti krónunni.
Ég kýs að vera hófsamari og fylgja lægri tölum, og þá held ég mig við 22 til 29 milljarða ári. Það skiptir svo engu máli hvort ég er fylgjandi inngöngu í ESB eða ekki, krónan er handónýtur gjalmiðill nema fyrir örfá. Á meðan greiðir almenningur, og þá með ykkur tvo í fararbroddi, með bros á vör kostnaðinn...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.4.2016 kl. 11:27
Semsagt þú hefur ENGIN RÖK fyrir þessu BULLI þínu frekar en öðru kjaftæði sem þú ert að halda fram.
Jóhann Elíasson, 22.4.2016 kl. 12:18
Þú kannt að lesa, ekki satt ?
Ég nefni gjaldeyrisvaraforðann, hann verður ekki unninn með lottó miða ?
Er það ekki nægjanlega að sjá að bara það að halda úti varaforða fyrir svo lítinn gjaldmiðil kostar ?
Hættu svo, vinsamlegast, stóryrðunum í minn garð.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.4.2016 kl. 12:39
Það eru Öll lönd, sem hafa eigin gjaldmiðil með gjaldeyrisforða, sauðurinn þinn. Og með lestrarkunnáttuna hvaða vitleysa hjá þér var þannig að hún "geirnegldi" þinn punkt?
Jóhann Elíasson, 22.4.2016 kl. 14:58
Takk fyrir Johann að sýna vanhæfni þína, og já takk fyrir mjög svo málefnalegt innlegg.
"stupid is what stupid does" Forrest gump-1994
Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.4.2016 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.