Miðvikudagur, 20. apríl 2016
Kvóti bjargar bandarískum fiskimiðum
Stórblaðið New York Times birtir ítarlega umfjöllun um umskiptin sem orðið hafa á fiskimiðum í bandarískri landhelgi. Áratugalöng ofveiði leiddi til síminnkandi afraksturs auðlindarinnar.
Ofveiðin stafaði af offjárfestingum sem aftur orsakaðist af óheftum aðgangi að fiskimiðunum. Í samvinnu við útgerðir var settur á kvóti á helstu tegundir og reglur settar um meðafla. Útgerðir fá hlutfall af leyfilegum hámarksafla og sjá sér þar með hag af vexti og viðgangi fiskistofna enda fjölgar þar með tonnunum sem kemur í hlut hvers og eins.
Samkvæmt New York Times er kvótafyrirkomulagið höfuðástæðan fyrir því að fiskistofnar hjarna við og útgerð verður hagkvæmari.
Framsal kvóta er leyft en umdeilt er hvort það skuli óheft enda gæti sjávarbyggðum stafað ógn af einokunarstöðu stórra sjávarútvegsfyrirtækja.
Túnfiskstofninn dregst saman um 97% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.