Fimmtudagur, 14. apríl 2016
RÚV fær á kjaftinn frá umboðsmanni alþingis
RÚV hélt því fram, með aðstoð viðhlæjenda sinna, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi verið vanhæfur til pólitískrar stefnumótunar vegna Wintris-reiknings eiginkonu sinnar.
Umboðsmaður alþingis segir á fundi þingnefndar að þetta sé fráleit túlkun RÚV á vanhæfisreglum. Áður hefur verið sýnt fram á að RÚV þverbraut siðareglur stofnunarinnar og beitti lygum og blekkingum til að koma höggi á forsætisráðherra.
Hvenær ætlar RÚV að biðja Sigmund Davíð afsökunar á aðförinni?
Telur ekki ástæðu til að skoða málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
í þessum pistli segir frá staðreyndum sem ekki er hægt að rengja.Það væri mikill léttir ef örlaði fyrir sanngirni frá RúV.
Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2016 kl. 12:32
Bara alla landsmenn á Rúv að biðja afsökunar að nota RÚV allara landsmanna sem slikan ...og siðan segja söguna sanna og tilurð málsins ! En að biðja SDG afsökunar þegar buið er að gera honum þann miska sem raun ber vitni þá segir einhver hræsnis afsökun litið !...En i framhaldi er okkar allra að standa saman um brrytingar á Rúv sem er skylt að þjóna og vera hlutlaus fretta ,upplysinga og fróðleiksmiðill ..Einfallt !
rhansen, 14.4.2016 kl. 14:14
Ekki vanhæfur til "pólitískrar stefnumótunar" heldur stjórnsýsluframkvæmdar þeirrar pólitísku stefnu. Því miður virðist umboðsmaður hafa dottið í sama pyttinn og margir þ.m.t. RÚV, að greina ekki skýrt þar á milli.
Þjóðfélagsumræða á Íslandi yrði þeim mun markvissari og gagnlegri ef hún byggðist á staðreyndum frekar en ágiskunum og misskilningi.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.4.2016 kl. 14:38
Ekki eru öll kurl komin til grafar enn m.v. að kæra hefur verið lögð fram og það í 18 liðum.
Óskar Guðmundsson, 14.4.2016 kl. 17:28
Óksar. Hvaða kæra er það, gegn hverjum, og fyrir hvað?
Það vantar allar upplýsingar um þetta sem þú vísar til.
Þjóðfélagsumræða á Íslandi yrði þeim mun markvissari og gagnlegri ef hún byggðist á staðreyndum frekar en hálfsögðum sögum og ágiskunum.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.4.2016 kl. 19:24
Guðmundur ég tel umboðsmanninn vera fagmann og stórefast um að hann hafi dottið ofan í neinn pytt. En persónulega finnst mér þú hafa dottið ofan í sorglegan pytt með að verja endalaust Pírata þó það komi þessu ekki beint við. Getur þú opinberlega skýrt muninn á pólitískri stefnumótun og stjórnsýsluframkvæmd?
Elle_, 14.4.2016 kl. 19:59
.
.
ENN TEKST FJÖLMIÐLAMÖNNUM AÐ EYÐILEGGJA MANNORÐ SAKLAUSS MANNS.
.
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.4.2016 kl. 02:55
Afsakið, slóðin virðist ekki virkjast að ofan ?
ENN TEKST FJÖLMIÐLAMÖNNUM AÐ EYÐILEGGJA MANNORÐ SAKLAUSS MANNS.
.
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.4.2016 kl. 02:57
Hvernig væri nú, predikari góður, að þú kæmir fram undir nafni?
Wilhelm Emilsson, 15.4.2016 kl. 07:02
Elle. Það er rétt að Píratar koma þessu máli ekkert sérstaklega við.
Mér finnst margir hafa dottið í þann sorglega pytt að ráðast á Pírata með tilhæfulausum fullyrðingum og skítkasti sem enginn flugufótur er fyrir. Þess vegna set ég stundum fram mótsvör við slíkum áróðri.
Þú biður mig að útskýra muninn á pólitískri stefnumótun og stjórnsýsluframkvæmd. Án þess að fara út í of miklar flækjur, þá er einfaldast að útskýra það þannig að það sem stjórnmálamaður gerir (til dæmis Alþingismaður eða flokksformaður) fellur oftast undir pólitíska stefnumótun. Það sem embættismaður gerir í störfum sínum (t.d. ráðherra) er hinsvegar í flestum tilvikum stjórnsýsluframkvæmd. Það sem allt of margir hafa ruglað saman í þessu máli er varðar forsætisráðherrann fyrrverandi, er að gera ekki greinarmun á milli annars vegar þess sem hann gerði sem þingmaður, og hinsvegar þess sem hann gerði sem ráðherra, en um þetta tvennt gilda ólíkar reglur. Hæfisreglur stjórnsýslulaga gilda til dæmis ekki um þingmenn, en þær gilda hinsvegar um ráðherra þegar þeir inna af hendi embættisverk sín sem slíkir. Þetta svarar vonandi spurningunni að mestu leyti.
Þjóðfélagsumræða á Íslandi yrði þeim mun markvissari og gagnlegri ef hún byggðist á staðreyndum sem þessum, frekar en getgátum og sleggjudómum.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2016 kl. 15:52
Sé nú ekki í orðum Umboðsmanns að hann minnist einu orði á RUV! Svo hvernig fengu þeir sérstaklega á kjaftinn? Og eru þá menn bara að segja að það sé allt í lagi að fólk sem er að semja fyrir okkar hönd eigi hagsmuni báðum megin við borðið ef við getum ekko sannað á þá að þeir hafi verið að hygla sjálfum sér. Og af hverju sagði Sigmundur Davíð þá af sér og ráðherrar víða um heiminn eru í sömu vandamálum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2016 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.