Tækifæri ríkisstjórnarflokkanna: stöðugleiki eða óreiða til vinstri

Kosningabaráttan er hafin. Tækifæri ríkisstjórnarflokkanna er að sýna fram á að valkostirnir fyrir næsta kjörtímabil eru tveir. Í fyrsta lagi meirihluti stöðugleika í efnahagsmálum og landsstjórn. Í öðru lagi vinstrióreiða.

Framsóknarflokkurinn stendur höllum fæti eftir aðför að fráfarandi forsætisráðherra og formanni flokksins. Framsóknarflokkurinn mun ná vopnum sínum, nema þingmenn flokksins spilli fyrir sér með innanflokksátökum. Formaður flokksins á alla möguleika að gera hreint fyrir sínum dyrum, t.d. með því að birta valdar tölur úr skattaframtali sínu, líkt og Árni Páll Árnason gerir.

Sjálfstæðisflokkurinn skyti sig í fótinn með einleik í ríkisstjórn til að styrkja stöðu sína tímabundið á kostnað samstarfsflokksins. Með því að ríkisstjórnarflokkarnir sýni samstöðu í kosningabaráttunni eru þau skilaboð send að valkostir í landsstjórninni eru stöðugleiki á móti óreiðu.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ekkert að marka þessar skoðanakannanir. Við Framsóknarmenn hlustum ekki á svona uppgjafartal. Staða Framsóknarflokksins hefur aldrei verið sterkari ;)

Wilhelm Emilsson, 14.4.2016 kl. 08:22

2 Smámynd: Elle_

Hvar kom fram að Páll væri framsóknarmaður? En allt væri skárra en fá róttæka byltingarsinna í stjórnarandstöðuflokkunum í stjórn.

Elle_, 14.4.2016 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband