Stjórnarandstaðan lamar störf alþingis

Stjórnarandstaðan stundar málþóf til að lama störf þjóðþingsins. Rétta svarið við málþófinu er að leyfa misnotkun stjórnarandstöðunnar í nokkra daga eða vikur, ef það þarf til.

Í maí verður ríkisstjórnin búin að leggja fram þau frumvörp sem talið er brýnt að verði samþykkt áður en gengið er til kosninga í haust.

Ef stjórnarandstaðan heldur áfram málþófinu mun það koma henni í koll. Stjórnarandstaðan verður komin í það hlutverk að seinka kosningum sem þó er höfuðkrafan.

Málþóf á alþingi gerir það eitt að auglýsa málefnafátækt stjórnarandstöðunnar.


mbl.is Vildu gera hlé á þingfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Stjórnarandstaðan hagar sér eins óþingræðislega og hugsazt getur.  Annaðhvort þorir hún ekki í kosningar í haust eða hún skildi ekki tilboð stjórnarinnar, sem var um að stytta kjörtímabilið, ef stjórnarandstaðan mundi starfa málefnalega á þingi.  Með hegðun sinni nú virðist stjórnarandstaðan ætla að gera stjórninni það ókleift að stytta kjörtímabilið.  Stjórnarandstaðan er algerlega vanbúin í kosningar, og með hegðun sinni nú sýnir hún kjósendum fyrirlitningu sína á þingræðinu.  Sumir kjósenda kunna að meta slíkt, en drjúgur meirihluti er á móti slíku, hvort sem hin andþingræðislega hegðun á rætur að rekja til stjórnleysingja (anarkista) eða kommúnista.

Bjarni Jónsson, 13.4.2016 kl. 18:19

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu eru ekki 2 þingdagar búnir og strax farið að tala um málþóf stöf þing og fundarstjórn forseta tóku  um 60 mínútur í dag og svo voru rædd

---------

    • Nauðsyn bættra fjarskiptatenginga og hagræn áhrif gagnavera, beiðni um skýrslu, 690. mál, þskj. 1121. Hvort leyfð skuli.

    • Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland, stjtill., 327. mál, þskj. 389, nál. 1021. --- Frh. síðari umr. (Atkvgr.)

    • Skattar og gjöld, stjfrv., 667. mál, þskj. 1095. --- 1. umr.

    • Fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti, stjfrv., 668. mál, þskj. 1096. --- 1. umr.

      • Liðir utan dagskrár (B-mál):

        Sýnist þetta bara vera ágæt afgreiðsla miðað við að fundur var bara frá 15 til 17:30

        Magnús Helgi Björgvinsson, 13.4.2016 kl. 22:22

        3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

          Málþóf er málþóf hvort sem það er stutt eða langt.

        Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2016 kl. 15:12

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband