Fitch varar við Pírötum á Íslandi

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings segir aukna óvissu í efnahagsmálum á Íslandi sökum þess að Píratar mælast með stóraukið fylgi í könnunum.

Píratar eru ekki með neina reynslu af stjórnun, þeir eru ekki með neina heildstæða stefnu í efnahagsmálum og eru í grunninn mótmælahreyfing sem finnst að lýðræðið eigi heima hjá virkum i athugasemdum á Austurvelli.

Píratar eru núna þriggja manna þingflokkur. Þeir urðu að ráða til sín sálfræðing vegna þess að sundurlyndi einkennir samstarfið.

Ríkisstjórn Pírata yrði uppskrift að óstöðugleika í stjórnarfari og óreiðu í ríkisfjármálum.


mbl.is Aukin óvissa segir Fitch Ratings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Lýta menn þetta kannski öðrum augum, vegna þess að AÐVÖRUNIN kemur erlendis frá?  Það er búið að vera að VARA við uppgangi þessara fugla hér innanlands nokkuð lengi.

Jóhann Elíasson, 13.4.2016 kl. 07:26

2 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Óþarfi að hafa áhyggjur af pírötum, efnahagsmál ráðast af ytri aðstæðum ekki hvað stjórnmálamenn af hvaða gerð sem er klúðra eða ekki klúðra. Það eru lög í landinu og þau veita umgjörð fyrir efnahgslífið eftir það sér efnahagslífið um sjálft sig. Píratar gætu aukið skattheimtu og lagað ýmislegt sem þarf að gera sama geta hinir flokkarnir ef þeir kasta frá sér einhverjum ímynduðum trúarsetningum.

Hvað er átt við  "óvissu í efnahagslífinu" hjá Fitch þegar stærsta óvissan hefur verið og er alltaf óvissa með "ytri aðtstæður".

Sveinn Ólafsson, 13.4.2016 kl. 08:50

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er þetta ekki svolítill misskilningut hjá Fich Ratings. Fyrir mér þarf flokkurinn ekki að vera með stefnu. Frambjóðendur eiga að koma með sína stefnu og áherslur þegar þeir bjóða sig fram. Eiginlega miklu æskilegra þar sem þegar flokksþing flokkanna móta stefnuna fyrirfram er búið að njórva alla hluti niður sem síðan fara í samning um sameiginlega stefnu þeirra flokka sem hafa meirihluta. Eins og ég tel að eigi að vera framtíðin( vegna þess að það skilar bestum árangri) er að einstaklingar sem hafa sínar skoðanir og stefnu koma með þær inn á þingið sem kjörnir fulltrúar og þá tekur þingið við að búa til stefnu fyrir kjörtímabilið þar sem ákveðið er með kosningum þverpólitískt hver stefnan í öllum einstökum málum eigi að vera næsta kjörtímabil.Í reynd er þetta sama vinnan og gerð er í dag á flokksþingum einstakra flokka. Það er einungis búið að færa þetta ferli til. Ráðherrar ( utan þings-ráðnir eftir hæfi) framkvæma síðan þá stefnu á faglegan hátt. Ég þekki ekki til píratana og er einungis að lýsa eigin hugmyndum. En þeir hafa eftir því sem þeir hafa lýst yfir tekið undir hugmyndina um " Fagráðherrana". Nýjar hugmyndir þurfa alls ekkert að vera slæmar eða hættulegar þó þær falla ekki að gamla"norminu", en í þessu sem öðru þarf að sjálfsögðu alltaf að fara varlega. Lengi má laga svo batni og við eigum að vera óhrædd við breytingar og ekki láta erlent matsfyrirtæki setja okkur stólinn fyrir dyrnar í þeim efnum.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.4.2016 kl. 08:53

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jósef Smári, það er allt annað að skella fram einhverjum fínum hugmyndum, eins og Píratar hafa gert og margar þeirra lýta alls ekki svo illa út á blaði, en gallinn er bara sá að þessar hugmyndir eru  flestar óraunhæfar og Píratar fara ekkert eftir þessu sjálfir.

Jóhann Elíasson, 13.4.2016 kl. 10:21

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er nú reyndar alveg sammála þér í því Jóhann að þetta tvennt, fínar hugmyndir og möguleikinn að þær séu framkvæmarlegar , eigi að fara saman. Ég hef nú satt að segja ekki kynnt mér hugmyndir píratanna að neinu marki. Ég hef aðeins heyrt af þessu með " fagráðherrana" sem er náttúrulega hugmynd sem ég kom með sjálfur  fyrir þrem árum í bloggfærslu. En menn eiga að vera ófeimnir við að koma með hugmyndir. Hvort þær virka síðan kemur væntanlega í ljós ef þær yrðu reyndar í einhvern ákveðinn tíma og það síðan látið skera úr um hort eigi að taka annmarkana í burtu eða þeim hreinlega hent í ruslið. En ég held að enginn geti fullyrt að tillögur séu óraunhæfar og gangi ekki upp eins og þú ert að gera nema reynsla sé komin á það. En það sem ég er að meina með þetta álit Fitch þá gefa þeir sér greinilega það að píratarnir og þá fólkið sem ætlar að kjósa þá séu skoðanalaust og hafi ekki neina stefnu. Sem , eins og ég er að benda á, er mjög líklega ekki rétt. Ég er þeirrar skoðunar eins og þú kannski veist að þetta kerfi að fólk hópi sér saman í stjórmálaflokka sé með alvarlega vankanta og bjóði upp á spillingu, eins og er nú að koma í ljós á þessum síðustu og verstu tímum og ég er einnig þeirrar skoðunar að þingbundnar ríkisstjórnir sem tíðkast hafa í hinum vestræna heimi séu ófaglegar og bjóði upp á stjórnleysi og bendi á að hrunið í bankakerfinu hefði kannski ekki komið til ef fjármálakerfinu hefði verið stjórnað af fagmönnum. 

Jósef Smári Ásmundsson, 13.4.2016 kl. 11:48

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er líka búinn að benda á þetta með fagráðherrana og fleira, í mörgum bloggfærslum og mörgum fyrir daga Píratanna.  Ég sé þetta ekki þannig hjá Fitch, að þeir séu að meina að fólk sem ætlar að kjósa Píratana sé skoðanalaust, heldur eru það PÍRATARNIR SJÁLFIR, sem séu ekki með neina efnahagsstefnu og séu ekki búnir að mynda sér almennilega skoðun í mörgum málum. Ég held að þetta mat Fitch, hafi EKKERT að gera með þá sem segjast ætla að kjósa Píratana. Ég held að þetta sé nokkuð rétt hjá þér með stjórnmálaflokkana en aftur á móti er ég EKKI á því að Píratarnir séu lausnin.

Jóhann Elíasson, 13.4.2016 kl. 12:11

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

 " PÍRATARNIR SJÁLFIR, sem séu ekki með neina efnahagsstefnu " Ef píratarnir sjálfir, og þá ertu örugglega að meina þá sem veljast fyrir þá á þing ( fulltrúarnir) hafa ekki neina skoðun á efnahagsstefnu ´, þá er það að sjálfsögðu mjög slæmt. En ég bara dreg það í efa að svo sé. Rétt eins og ég og þú hafa allir einhverja skoðun. Og þá er bara spurningin hvort þessar skoðanir séu samhæfðar í eina stefnu á flokksþingi eins og hjá hinum flokkunum eða fulltrúarnir fara með sínar eigin skoðanir inn á þingið. Það skiptir í sjálfu sér engu máli hvor leiðin er farin því að það er hvort sem er þingið sem ákveður stefnuna á endanum. Menn eru bara fastir í flokkapólitíkinni og geta ekki hugsað út fyrir það.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.4.2016 kl. 12:45

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hélt að það væri nokkuð augljóst að ég átti við FLOKKINN PÍRATA.

Jóhann Elíasson, 13.4.2016 kl. 12:52

9 Smámynd: rhansen

Piratar eru bara hringlanda lið með yms slanguryrði  ,annað er það nu ekki !

rhansen, 13.4.2016 kl. 14:16

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hvað er flokkur ,Jóhann, að þínu mati? hvað teljast margir í flokki pírata? Eru það einungis skráðir flokksmenn eða allir sem styðja flokkinn á sínum tíma? Ef það eru aðeins þessir 5000 skráðir flokksmenn sjálfstæðismanna og hvað?, 500 framsóknarmenn sem eru skráðir í þann flokk, þá gera þetta 5500 manns eða 1,7 % þjóðarinnar sem hafa öll tögl þegar kemur að stórn ríkisins. Er það ekki eilítið ólýðræðislegt?

Jósef Smári Ásmundsson, 13.4.2016 kl. 20:34

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Besti Flokkurinn sannaði nú einna best, að ekki þarf eihvern "flokk" til þess að geta stjórnað, og voru þeir algerir nýgræðingar. Það sem þarf er heilbrygð skynsemi, ekki sérhagsmunir. Þetta sníst um að koma hægri vangefningum út úr öllu, pilsfaldarkapitalistum frá. Fá nýtt blóð í stað einhvers storknaðs, sem vill viðhalda sjálfum sér og sinna. 

Jónas Ómar Snorrason, 13.4.2016 kl. 23:08

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jósef Smári, viltu nú fara að hártogast útí skilgreininguna á flokki og í hvaða tilgangi??????

Jóhann Elíasson, 14.4.2016 kl. 00:42

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas Ómar, auðvitað var Besti Flokkurinn  flokkur annars hefði hann ekki borið heitið Besti Flokkurinn...... tongue-out

Jóhann Elíasson, 14.4.2016 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband