Bylting í vatnsglasi

,,Það er bylting," hrópaði eitt fréttabarnið í beinni útsendingu í gær og elti mótt og másandi önnur ungmenni á milli bygginga í Reykjavík til að grýta eggjum og salernisrúllum í samræmi við þarfir sjónrænna stjórnmála.

Áhorfendum var skemmt. Eftir viðburðaríkan dag var sniðugt að fá eins og eina byltingu í vatnsglasi með kvöldmatnum. Án fjölmiðla og leiktjalda sem þeir setja upp, bæði í ráðherrabústaðnum og á Austurvelli, væru stjórnmálin hversdagslegri og lítt spennandi.

Þar sem áður voru pólitískir ræðumenn sem hrifu með sér fjöldann eru núna fjölmiðlar sem hanna atburðarás og bjóða upp á byltingu í vatnsglasi í beinni útsendingu.

 


mbl.is Með dramatískustu dögum í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ungt fólk segir svo margt og gerir. Ungur ráðherra, aðeins 40 ára - sjáðu hvað hann sagði og gerði í beinni útsendingu!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.4.2016 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband