Þriðjudagur, 5. apríl 2016
Forsetinn og Sigmundur Davíð eru á einu máli
Þingræðisreglan felur í sér að ríkisstjórnin styðst við meirihluta á alþingi. Með því að forsætisráðherra segir forseta að efasemdir eru uppi um að meirihluti sé fyrir hendi á alþingi er eðlilegt að hann reifi þingrof - sem þýðir kosningar.
Ólafur Ragnar vill ekki rasa um ráð fram og biður Sigmund Davíð að hinkra og vita hvort sjálfstæðismenn vilji virkilega slíta ríkisstjórnarsamstarfinu.
Sjálfstæðismenn verða að átta sig á hörðum pólitískum staðreyndum og draga af þeim réttar ályktanir.
Veitti ekki heimild til þingrofs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir skoruðu nú ekki hátt í skoðanakönnun útvarps Sögu í morgun,voru í 3. sæti þar sem Framsókn fór vel yfir Pirata.
Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2016 kl. 14:22
Jóhannes Kr. Kristjánsson situr á nauðsynlegum upplýsingum, eins og ormur á gulli?
Leynd "rannsóknarblaðamannsins" um leynd flokksklíkunnar hans?
Óverjandi og siðlaust leynimakk og pólitískar árásir RÚV-stjóranna, með misnotkun klíku-ríkisfjölmiðlavaldsins.
Misbeiting valds! Í boði Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra?
Farðu að vakna og allt uppá borð, Jóhannes Kr. Kristjánsson! Og RÚV!
Þannig vinna þeir alla vega þessi mál í nágrannalöndunum, að þeir fjalla áfram um fleiri einstaklinga, en sitja ekki á nauðsynlegum upplýsingum eins og pólitíski "rannsóknarblaðamaðurinn" Jóhannes Kr. á Íslandi gerir. Í boði misbeitingarvalds ríkisfjölmiðilsins RÚV.
Er rúv-stjórnin og ráðherra rúv kannski með leynifélög út og suður?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2016 kl. 15:10
Annar kemur með ósk sem hinn hafnar. Og það á að telja manni trú um að sá sem fór bónleiður til búðar og hinn, sem hafnaði kröfu hans séu einhuga!
Ómar Ragnarsson, 5.4.2016 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.