Þriðjudagur, 5. apríl 2016
Raunsæ pólitík í múgæsingu
Allt stjórnmálakerfið er í vantrausti hjá þjóðinni. Það er eina skýringin á fylgi Pírata í skoðanakönnnunum. Píratar eru yngsta stjórnmálaaflið og óskrifað blað. Ef stjórnarmeirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks brestur núna og efnt verður til kosninga mun vantraust þjóðarinnar ekki minnka heldur aukast.
Áhlaupið á forsætisráðherra er ekki sökum þess að pólitískar jarðhræringar séu á ferðinni heldur vegna þess að forsætisráðherra er eðli málsins samkvæmt oddviti stjórnmálakerfisins sem er í ónáði meðal þjóðarinnar. Fjölmiðlavaldið, með RÚV fremst í flokki, gerði atlögu að forsætisráðherra þar sem fjöður var gerð að hænsnabúi.
Ef stjórnarmeirihlutinn lætur áhlaupið takast og fellir forsætisráðherra þá er ríkisstjórnin fallin. Sundurþykkja milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks myndi auka á óreiðuna í íslenskum stjórnmálum.
Pólitískir valkostir við sitjandi ríkisstjórn eru engir raunhæfir. Yngsta og óskrifaða stjórnmálaaflið, Píratar, verða ekki stofuhæfir í stjórnarráðinu við það að kunna fátt og vera blautir á bakvið eyrum. Vinstriflokkarnir eru rjúkandi rúst frá síðustu kosningum; nýjar kosningar reisa ekki höll úr þeim rústum.
Ríkisstjórnin á að þétta raðirnar, sýna einhug og senda frá sér skýr skilaboð um að efnisatriði umræðunnar, Wintris-reikningur eiginkonu forsætisráðherra, gefur ekki tilefni til að ríkisstjórn Íslands fari frá völdum.
Mjög hafi fjarað undan Sigmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Anarkí er það sem fólkið heimtar enda skipuleggjendur mótmælanna "beinar aðgerðir" yfirlýstir anarkistar.
það er ekki amalegt að vera almannatengill á íslandi. Bara að nefna heygafflana og kyndlana og allir sem einn eru roknir af stað. Þ.e. Fólkið á Facebook og twitter.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2016 kl. 07:34
Vissulega eru ekki allir kostir góðir í stöðunnin en einn versti kosturinn fyrir þjóðina er núverandi ríkisstjórn og því er það í þjóðarhag að hún fari frá sem fyrst. VG er ekki í slæmri stöðu núna og Samfylkingin getur orðið samentur flokkur eftir landsfund og því vel í stakk búin til að takast á við landstórnina. Það er vonandi þjóðarinnar vegna að núvrandi stjórnarflokkar komist ekki aftur til valda. Þetta er ein versta ríkisstjórn í sögu þjóðarinnar og ef ekki væri fyrir það góða bú sem hún tók við að síðustu ríkisstjórn þá væri staðan hér ansi slæm.
Núverandi ríkisstjórn tafði samninga við kröfuhafa um tvö og hálft ár í tilraun Sigmundar Davíðs til að fá samþykkta svonefnsa "gjaldþrotaleið" sem hefði orðið mun verri fyrir þjóðarbúið en komið mun betur út fyrir hann og konu hans. Þegar ljóst varð að sú hann fengi ekki stuðning fyrir þá leið var aftur tekið við og kláraðir samningar sem voru svo til í högn árið 2013. Þessi töf á samningum við kröfuhafana og þar með afléttingu gjaldeyrishafta hefur kostað þjóðarbúið mikið. Hann tók því svo sannarlega eigin haf fram yfir þjóðarhag í þessu máli og er enn að gera það með því að reyna að halda völdm sem skaðar orðstýr landsins og þar með lánskjör íslendinga enda fáum við á okkur verri og verri spillingastimpil þeim mun lengur sem SDG fær að halda völdum.
Sigurður M Grétarsson, 5.4.2016 kl. 08:00
Ekkert gæti orðið verra en fá hrollvekjuna frá 2009 aftur í stjórn, Sigurður. Mikil mistök af þinni hálfu að hæla þeim og mæla með þeim. Eða vera í bandi með þeim yfirleitt. Þau fóru frá með mikilli skömm og ættu að vera úti.
Elle_, 5.4.2016 kl. 10:38
Hvar hefur þú verið Elle. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir reysti íslenskan efnahag úr rústum hruns sem verð vegna stjórnarstefnu núverandi ríkisstjórnarflokka á 12 ára valdatímabili sem einkenndist af mikilli spillungu og einkavinavæðingu of fullkomnu skeytingaleysi fyrir hafræðilegums taðreyndum sem sýndi sig í þeirri afburðarheimsku að lækka skatta á þennslutíma sem mun fara á spjöld sögunnar sem heimskulegustu tímesetningu skattalækkana í sögunni. Það var vegna verka þeirrar ríkisstjórnar sem við erum í góðum málum í dag með hagvöxt, lágt atvinnuelysi og hallalaus fjárlög. En staðan væri vafalaust enn betir hefði sú ríkisstjórn fengið að fylgja eftir þeim góðu verkum í stað þess að núverandi ríkisstjórn tæki við og rústaði að hluta til þeim ávinningi sem náðst hefur með stjórnarstefnu sinni.
Sigurður M Grétarsson, 5.4.2016 kl. 10:47
SMG
Þér er vart viðbjargandi, það sést á ruglinu sem þú skrifar jafnan. Gjaldþrotaleiðin hefði komið Seðlabankanum og slíkum í forgang á nýjan leik með kröfur sínar, sem neyðarlögin aftur á móti tóku af Seðlabankanum. Það er í þjóðarhag augljóslega ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.4.2016 kl. 11:11
Þetta er þvæla hjá þér Predikari. Gjaldþrotaleiðin hefði ekki á nokkurn hátt breytt forgangsröðinni í þrotabúin. Hún hefði hins vegar leitt til þess að ekkert stöðugleikaframlag hfeði komist til ríkisins en á móti hefði verið hægt að setja útgönguskatt. En það hefði þá bæði stækkað snjóhengjuna og haldið henni mun lengur því margir kröfuhafa hefðu væntanlega ákveðið að bíða og sjá hvort gjaldeyrishöftin færi ekki fljótlega því bæði eru þau mjög skaðleg fyrir íslenskt þjóðarbú auk þess að vera brot á EES samningum. Íslenskir kröfuhafar eins og forsætisréðherrahjónin hefðu verið í einstaklega góðri stöðu við slíkt svo ekki sé talað um þá sem eru með innherja á þingi og jafnvel í ríkissjórn án þess að aðrir viti það vegna þess að þeir eru með leynd á aflandsyju. Það er ástæða fyrir því að engir aðrir vildu fara þá leið en innherjar með persónulega hagsmuni af því að fara hana.
Sigurður M Grétarsson, 5.4.2016 kl. 11:28
SMG
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.4.2016 kl. 12:15
SMG
Þú ert brjóstumkennanlegur enn sem fyrr.
Líttu á neyðarlögin og vittu hvað þú sérð um kröfuröð í föllnu bankana og þá kann að vera að veslu batni.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.4.2016 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.