Mánudagur, 4. apríl 2016
Austurvallarlýðræði í boði RÚV - lexía Sjálfstæðisflokksins frá 2008
Hausatalning á mótmælum á Austurvelli kemur ekki í staðinn fyrir lýðræðislegar leikreglur um val á fulltrúum þjóðarinnar á alþingi. Ekki frekar en að ,,like" á samfélagsmiðlum komi í stað atkvæðagreiðslu þingmanna.
Við kjósum til alþingis á fjögurra ára fresti og meirihluti alþingis myndar starfhæfa ríkisstjórn. Tilraunir til að breyta því fyrirkomulagi áhlaupi RÚV og stjórnarandstöðunnar er ekki til þess fallið að bæta stjórnarfar lýðveldisins.
Stjórnarmeirihlutinn á alþingi, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, getur ekki og má ekki taka þátt í að breyta stjórnskipuninni með undanlátssemi við skipulagðar uppákomur á Austurvelli.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti sérstaklega að hugsa til þess þegar flokkurinn gekk að kröfu Samfylkingarinnar haustið 2008 og hélt sérstakan landsfund til að ræða múgsefjunina um að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið.
Stjórnmálaflokkar sem láta undan æsingahópum í samfélaginu grafa eigin gröf.
Stífluð miðborg, aldrei séð annað eins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammál Páll og trúi ekki að sjálfstæðisflokkur gefist upp ? það yrði þeim verst sjálfum ..
rhansen, 4.4.2016 kl. 20:28
Það kæmi ánægjulega á óvart ef Bjarna hefur vaxið hryggur.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 20:36
Pútín, Assad og Blatter eru líka brjálaðir út í RUV.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 20:49
Undarlegt að taka bara einn ráðherra, og ætla að sleppa hinum? Umræðan virðist ekki ná til fleiri ráðherra en forsætisráðherra? Hvaða baktjaldamakk er í gangi hjá Sjálfstæðisflokknum og fleirum?
Og rúv á að vera hlutlaus fjölmiðill?
Hvernig réttlæta rúv-arar pólitíska slagsíðu ríkisútvarps-starfsfólksins? Hver segir að þeir sem lýsa vantrausti séu ekki í samskonar braski og forsætisráðherra? Hvers vegna ætti maður að treysta heiðarleika og hlutleysi ríkisfjölmiðilsins eftir þessa flokkasorteruðu umfjöllun?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2016 kl. 23:37
Mikill er máttur stjórnarandstöðunar! Hún hefur tekið yfir RÚV og platar fólk i tugþúsunda tili til að mæta á Austurvöll. Ætli það sé nú ekki frekar einhver maður sem fór í stjórnmál 2008 og datt í huga að geyma peninga sína á eyju þar sem að glæpamenn, skattsvindlarar, eiturlyfjabarónar geyma peninga sína. Eyju sem er alræmd hér á landi. TORTÓLA. Hefur einhver ykkar velt fyrir sér af hverju þau geymdu ekki fé sitt t.d. í Bretlandi? Nú eða Sviss? Jafnvel kannski bara hér á Íslandi. Sveinbjörg Birna svaraði þessu ágætlega þegar hún gerði grein fyrir fyrirtækjum sem hún var skráð fyrir þarna. Hún sagði "Já" við því að hún hefði stofnað þau til að njóta skattalegs hagræðis af þeim. Af hverju flutt þau ekki peningana t.d. þegar Sigmundur Davíð ákvað að fara í Pólitík? Nú eða þegar þau föttuðu að hann var skráður óvart eigandi að helmingnum og þurftu hvort eða er að breyta skráningunni? Kannski af því að þau þorðu ekki með þá heim í krónunna sem Sigmundur Davíð sagði að væri sú besta fyrir Íslendinga. Þau hefðu getað keypt trygg ríkisskuldabréf fyrir þau sem ávaxtast ágætlega og eru verðtryggð.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2016 kl. 00:05
Maggi við erum andstæðingar,ekki óvinir,en þannig getum við staglað fram og til baka um keisarans skegg,en eitt er oftast áberandi.Það kemur held ég aldrei fyrir að við segjum,jú það hefði nú kannski mátt gera það,en! Það veldur ykkur ómældu ergelsi að geta ekki komið okkar litla lýðræðisríki inn í ESB.og helst að rífa niður þjóðkirkjuna lika. Setjum svo að þér sé það ekkert kappsmál,mundir þú þá tjá þig um það, Þótt það sé andstætt skoðun flokksfélagans. Rökræður haldast ekki gegn andstæðum öflum í pólitík. Nú er ég að sofna fram á apparatið. Bíð öllum góða nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2016 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.